Krakkar og kynjaðir sokkar

Höfundur: Sandra Kristín Jónasdóttir

Ein af stærstu og mikilvægustu hugmyndum femínisma hefur alltaf verið sú að konur eigi skilið jafn mikið og karlar. Til að styðja við hana komu femínistar fram með þá byltingakenndu hugmynd að enginn munur væri á körlum og konum utan þess líffræðilega. Að allar staðalímyndir t.d. um að konur væru of veikburða eða vitlausar til að stjórna væru menningarlegur skáldskapur sem framfylgt væri með því meðal annars að banna konum að sækja sér menntun. Nútímavísindi sýna okkur einnig að nær enginn munur er á heilum karla og kvenna og að sá munur sem sést er vegna mismunandi reynslu sem einstaklingar mótast af innan samfélagsins.


(Dr Cordelia Fine um vísindalegan mun á karl- og kvenheilum)

Ég vinn á leikskóla með námi og hef fyrstu handar þekkingu af stórum hópum barna. Núna er rigningartíð og krakkarnir koma oft gegnblaut inn eftir að hafa verið úti að hoppa í pollunum. Stundum eru þau búin að fara í gegnum alla sína sokka og þurfa að fá lánað par frá leikskólanum. Ég hef í þeim aðstæðum oft heyrt á tal barnanna um ,,stelpusokka“ og ,,strákasokka“. Eru rauðu sokkarnir með bleiku hjörtunum ,,stelpusokkar“? En þessir bláröndóttu? Ég svara alltaf því að það séu ekki til ,,stelpu- og strákasokkar“ og að allir megi bara velja þá sem þeir vilja. Börnin virðast ekki alltaf trúa mér. En sum taka það strax upp.krakkasokkar-1

Við verðum að taka okkur augnablik og hugsa okkur um áður en við kynjum hluti fyrir krökkum. Þetta eru djúp kynjuð hjólför sem við erum alltaf að falla í aftur og aftur. Hjólförin sem félagsmótunin okkar hefur kennt okkur að sé rétta leiðin. En ef stelpa elskar Cars eða strák langar að dansa um í kjól við þemalagið úr Frozen – þá hefur það ekkert að segja um börnin annað en það sem sést á yfirborðinu. Þeirra áhugamál. Flest börnin klæða sig í hvaða föt sem er úr dúkkukróknum, stelpur í Spidermanbúning og strákar í kjóla – og allir elska að stelast til þess að labba um í bleiku inniskónum mínum ef ég skil þá eftir.

En börn eru lærdómsvélar. Þau soga inn í sig allt sem við segjum og gerum en einnig þau ómeðvituð skilaboð sem við sendum. Þau læra af foreldrum, ættingjum, félögunum, fjölmiðlum og ókunnugum hvað þau megi og megi ekki gera vegna kyns síns. Og þegar samfélagið virðist vera ósátt við það sem barnið elskar þá getur það upplifað mikla togstreitu. Reynum sem samfélag að vanda okkur – við erum öll eins inn við beinið og höfum öll sömu möguleika á að mynda með okkur hvaða áhugamál sem er. Við eigum öll skilið jöfn tækifæri á að fylgja þeim!

2 athugasemdir við “Krakkar og kynjaðir sokkar

  1. „Nútímavísindi sýna okkur einnig að nær enginn munur er á heilum karla og kvenna og að sá munur sem sést er vegna mismunandi reynslu sem einstaklingar mótast af innan samfélagsins.“

    Þvi miður þá stenst þessi fullyrðing ekki skoðun og virðist frekar vera pólitísk óskhyggja í heimi kynjafræðinnar. Líffræði- og atferlisrannsóknir sýna að það er sláandi munur eftir kyni á heilum í nýfæddum börnum og hegðun þeirra, t.d. áhuga á andlitum. Ég mæli með að þú kynnir þér t.d. rannsóknir Simon Baren-Cohen og horfir á norsku heimildamyndina Hjernevask.

    Mikilvægi punkturinn er að öll börn eiga að fá að vera eins og þau vilja vera, en það þarf ekki að þýða að meðalstelpan sé alveg eins og meðalstrákurinn. Það þarf þess vegna ekki að vera vandamál að t.d. fleiri stelpur leiki með dúkkur og fleiri strákar með bíla – og að fleiri konur séu hjúkrunarfræðingar og fleiri karlmenn keyri vörubíla – svo lengi sem allir aðilar eru ánægðir með sitt og manneskjur og störf þeirra eru metin að verðleikum.

  2. Þú hefur reyndar rangt fyrir þér. Rannsóknir sýna að það er nær engin munur á heilum kynjanna, og sá litli sem sést má rekja til samfélagsskilyrðningar. Það er vel farið í þetta í bókinni ,,Delusions of Gender“ eftir Cordelia Fine.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.