Fréttatilkynning frá Stígamótum

Stígamót myndViðurkenningar Stígamóta árið 2016

Eitt af því ánægjulegasta sem við gerum á Stígamótum er að veita árlegar viðurkenningar fyrir mikilvægt starf í þágu málaflokksins okkar. Það höfum við gert síðan árið 2008. Við höfum veitt jafnréttisviðurkenningar, réttlætisviðurkenningar, sannleiksviðurkenningar, samstöðuviðurkenningar og ýmislegt fleira sem okkur hefur þótt mikilvægt.

Í ár veltum við því fyrir okkur hvaða fólk væri verðugast til þess að hljóta þennan heiður. Valið var auðvelt. Árið 2016 var ár Stígamótafólksins sem stóð fram og sagði sögur sínar og leyfði birtingu mynda af sér með tölurnar sínar sem tákna tímann leið frá því ofbeldi var  framið á þeim og þar til þau sögðu frá ofbeldinu. Það voru þau sem voru talskonur og talsmenn Stígamóta í fræðslu og fjáröflunarátaki ársins „Styttum svartnættið“. Við erum ákaflega stolt af þeim og því starfi sem farið hefur fram á staðnum okkar allra og viðurkenningar ársins eru þeirra.

Viðurkenningarhafarnir eru þau

Arndís Birgisdóttir, Ásgerður Jóhannsdóttir, Bjarney Rún Haraldsdóttir, Bryndís Ásmundsdótti, Brynhildur Yrsa Valkyrja, Elín Hulda Harðardóttir, Ellen Svava, Esther Einarsdóttir, Eva Dís Þórðardóttir, Friðjón Víðisson, Friederike Berger, Gerða Sigurðardóttir, Guðrún Harðardóttir, Guðrún Helga Eyþórsdóttir, Helga María Finnbjörnsdóttir, Helga Sveinsdóttir, Hulda Haraldsdóttir, Inger Schiöth, Ísleifur Pádraig Fridriksson, Karl Ómar Guðbjörnsson, Kristín Hákonardóttir, Kolbrún Erna Pétursdóttir, Lilja Hrönn Einarsdóttir, Margrét Heiður, Nína Helgadóttir, Ólafur Helgi Móberg, Ragna Jóhannesdóttir, Ragnheiður Helga Bergmann, Sara Dröfn Valgeirsdóttir, Sif Böðvarsdóttir, Sigríður Björk Sigurðardóttir, Sigrún Bragadóttir, Silja Ívarsdóttir, Sólveig Höskuldsdóttir, Sonja Kovacevic, Steinunn Jónsdóttir, Særún Ómarsdóttir, Tanja Andersen Valdimarsdóttir, Thelma Dögg Guðmundsen og Viktoría Dögg.

stigamotavidurkenningar

Með bestu kveðjum
f.h. Starfshóps og framkvæmdahóps Stígamóta

Guðrún Jónsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.