Stjörnuspá fyrir femínista

steingeit
Steingeitin 22/12 – 19/1

Þar sem í þér býr vetrarsólstöðukraftur og boðun endurkomu birtunnar þá skaltu nota hornin þín til þess að stanga í sundur þetta fokkings glerþak í eitt skipti fyrir öll. Fyrir það afrek verður þú fræg og allir strákarnir eða stelpurnar taka eftir þér og bjóða þér í fjallgöngu. Einnig er líklegt að þú fáir smá höfuðverk ef verkið sækist seint og illa en ekki gefast upp. Þrautseigja þín skilar þér arði í formi breytilegra upplifana og gleðistunda. Þú færð ástarbréf sem breytir lífi þínu en þú verður samt alltaf ofurfemmi.

 

vatnsberinn

Vatnsbyrjan 20/1 – 18/2

Þeir skvetta sem sulla eða öfugt. Þar sem þú ert búin að dröslast með þetta vatn lon og don, skrúfaðu nú ærlega frá og drekktu helvítis feðraveldinu eins og það leggur sig. Hreinsaðu út, skúraðu og syndir þínar hverfa sem dögg fyrir sólu. Því miður mun einnig bíllinn þinn bila, ef þú átt svoleiðis, annars hjólið þitt ef þú átt svoleiðis eða þá skósólinn detta af nema þú sért alltaf berfætt þá færðu flís í fótinn. Feðraveldisflís. Svo skolaðu og skrúbbaðu. Júní verður frekar þurr svo þú getur hvílt þig þá. Það tekur enginn eftir því sem þú ert að gera og þú verður svekkt fram í september en þá byrjar hvort sem er að rigna.

 

Fiskynjanfiskarnir 19/2 – 20/3

Ef þú ert ekki þegar orðin ofveidd þá er hætta á því að þú verðir það. Syntu því eins langt í burtu og þú kemst frá ójafnrétti og eymd heimsins. En taktu með þér femínisma hvert sem þú ferð og predíkaðu hann fyrir alla sem á vegi þínum verða. Þú munt kynnast einhverjum sem þér finnst skemmtileg/ur og þið hlæjið, þrátt fyrir allt.

 

 

hrutur

 

Rollan 21/3 – 19/4

Þar sem óþolinmæði er þín sterkasta hlið, þá skil ég ekkert í þér að vera ekki búin að einkavæða femínisma um allt land eða já allan heim! Komaso! Þú mátt ekki vera að því að kynnast neinum af því að þér liggur svo á þannig að þú lendir ekkert í neinum samskiptavandamálum. Aftur á móti þá klárast peningurinn þinn alltaf fyrr en þú reiknar með svo fáðu þér bara kreditkort. Í júli er líklegt að þú grillir, kannski kjöt, kannski eggaldin.

 

nautid

 

Beljan 20/4 – 21/5

Mikið var að beljan bar! Hvort sem það eru afkvæmi, orð, gjörðir eða listaverk. Bara að framkvæma, það gerist ekkert ef maður gerir ekki eitthvað í því sem böggar beljuna. Eiga nautin að ráða? Neibb, beljur rokka og rúla! Ekki láta letina stjórna þér eða nautnanautin. Láttu mjólkina fljóta í munn þreyttra femínista til að gefa þeim styrk að halda baráttunni áfram. Upp með halann, dreifðu hárunum og mígðu á allt sem við öfgafemmar hötum.

 

tvibbar

 

Tvíbururnar 22/5 – 21/6

Þú veist ekkert hvað þú vilt með feðraveldið á hægri öxl og mæðraveldið á vinstri – þú getur ekki hlýtt báðum, þú verður að velja en þú getur það ekki. Svo þú munt halda áfram tvö skref til vinstri og eitt skef til hægri, beygja, rétta, fetta, bretta og snú snú. Peningar koma við sögu, alveg hægri vinstri. Einnig ves og vandamál en þér verður boðið í afmæli og stúdentsveislu. Það er eitthvað. Bestu mánuðir ársins fyrir þig eru janúar, mars, október og hálfur desember.

 

krabbi

Krabban 22/6 – 22/7

Slepptu tökunum. Gráttu. Snýttu þér. Skolaðu andlit þitt með köldu vatni. Vefðu þig inn í teppi. Endurtaktu eins og þörf krefur. Það er staðreynd, þú munt ekki upplifa fall feðraveldisins á þinni stuttu ævi. They got this. Þegar þú ert svo hætt að vorkenna þér getur þú haldið baráttunni áfram. Mundu dropann, drip drop. Stundum er betra að rétta einhverri annarri vasaklútinn og lána viðkomandi teppið þitt. You got this. Draumaprinsinn birtist þér, í draumi auðvitað – eins og hann sé til í raunveruleikanum ha ha ha! Í maí eru miklar líkur á því að þú fáir þér smarta skó fyrir sumarið og makir jafnvel tilgangslausum maska á andlitið, það er jú alltaf von ekki satt?

 

ljon

Ljónynjan 23/7 – 22/8

Í hvernig samfélagi viltu búa? Ertu ánægð með það eins og það er? Ef ekki, notaðu þokka þinn og útgeislun til að breyta því. Farðu í litun og plokkun, strípur og vax, settu á þig rauðan varalit (það má sleppa þessu en stjörnustílistadeild spárinnar mælti með þessu), æfðu þig fyrir framan spegillinn á því sem þú vilt segja og farðu niður á torg og segðu það. Það þarf ekki meira til, þú veist það, að þegar þú ert í stuði og færð alla athyglina þá hlusta allir, meira að segja feðraveldið. Ekki láta letina stjórna þér einu sinni enn. Just do it! Annars verður smá óróleiki í saumaklúbbnum en það jafnar sig þegar Sigga segir frá því sem hún hefur þagað um svo lengi. Það gæti verið gott að fara til miðils en ekki fyrr en í júní, út af dotlu.

 

meyjan
Meyjan 23/8 – 22/9

Meyjugrey, að þú skulir vera stjörnumerki. Allt sem þú gerir er vitlaust, rangt, ótækt. Feðraveldið elskar að fokka í þér, alltaf, alla daga, frá upphafi veraldar pældu í því. Samt ertu hér enn, respect. Þú massar þetta á þessu ári, með þinni ofurnákvæmni nærðu að moka flórinn og mjaka okkur til marksins. Markmiðið er í augnsýn, haltu þig bara við hælana, maskarann, raksturinn, gelneglurnar, æfingarnar, leshringinn, þriggjaréttuðumáltíðinaáhverjukvöldi, jógað, grænadrykkinn, leikhúsin, vinnuna, börnin, saumaklúbbinn, vinkonuhelgarferðirnar, maraþonhlaupin, fjallaklifrið, íslenska hönnun, kórinn og þríþrautina þá munum við ná jafnréttinu. Kannski.

 

vogin
Vogin 23/9 – 22/10

Þitt aðal er að vega og meta og komast aldrei að neinni niðurstöðu. Hentu nú helvitis voginni hún kemur þér hvort sem er í vont skap í hvert sinn sem þú stígur á hana. Hlustaðu á hjartað, hvað segir það þér? Að vera alltaf í biðstöðu? Að hika alltaf? Hættu þá að hlusta á hjartað, ekki henda því samt, það gæti nýst þér eitthvað smá. Verkefni ársins fyrir þig er að sættast við sjálfa þig, finna innri ró og jafnvægi eins mikið og hægt er þegar þú ert kona sem lifir í skugga feðraveldisins. Reyndu samt. Hef ekki hugmynd um hvernig. Það eru engir peningar, engin ást, engin ferðalög væntaleg á þessu ári. En þvottur var það heillin, nóg af honum.

 

spordrekinn
Spordrekynjan 23/10 – 21/11

Dulúð þín heldur áfram að dyljast þér sem öðrum. Þú ferð líklega í klippingu á þessu ári sem þú verður ekki ánægð með. Þar sem þér leiðist allt tal um daginn og veginn, þá skaltu bara sjálf sjá um umræðuefnið, beint í djúpu laugina, ekkert veðrahjal eða samfélagsmiðlavæl, bara um tilgang lífsins hér og nú! Þér verður ekki skotaskuld úr því að sýna sumum hversu viðkvæm þú ert í rauninni undir skelinni ha! Tilfinningar þínar eru ekki þitt einkamál. Reyndu að sjá það jákvæða í sjálfri þér og um leið og þér líkar við þig þá líkar öðrum líka við þig, held ég. Vertu oftar í pilsi svo lofti um og ferskleikinn haldist. Plís.

 

bogmadur
Bogmeyjan 22/11 – 21/12

Sko þetta ár verður strembið, allskonar vesen í gangi, erfið samskipti við konur og eitthvað munu þau kosta peninga. Þetta fer ekki allt eins og ég vil en reyni að þrauka samt, ég er nú Brad Pitt. Hó hó hó hér er verið að tala um stjörnuspá himintunglanna!! Ekki stjörnur eins og þig kjáni. Öllum er sama skilljú. „Ég á samt afmæli 18. des,” vælir Brad Pitt. Öllum er enn sama. Og bogmeyjan rúlar, þetta verður árið hennar, hún skýtur mann og annan með ástarörvum svo eftir liggja sárir og smáðir. Mega stuð!

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.