Eisheimat

thyskakonan1Eftir síðari heimsstyrjöldina var Þýskaland í rúst. Uppbyggingarferlið var hafið en gekk hægt í fyrstu. Litlar vonir voru fyrir ungar konur í þessu landi án karlmanna.  Árið 1949 birtist þessi auglýsing í blöðum í Norður-Þýskalandi: „Óskað eftir kvenkyns starfsfólki á bóndabæ”. Þáverandi Búnaðarfélag Íslands og forveri Bændasamtaka Íslands stóð fyrir þessum auglýsingum. Þetta þótti mörgum ungum konum góður kostur og þær komu hingað 238 talsins.

Ástæðan fyrir þessu framtaki var mikill skortur á vinnuafli í sveitum landsins vegna aðdráttarafls höfuðborgarinnar sem laðaði marga til sín. Þessi öflun vinnuhjúa þótti heppnast vel en þau skilyrði fylgdu að fólkið sem hingað kæmi skyldi vinna í eitt ár og að landbúnaðarstörfum en ef það leitaði í önnur störf yrði því vísað úr landi. Nokkur dæmi eru um það. Viðbrigðin voru mörgum afar erfið, tungumálaerfiðleikar voru mesti fjöturinn en einangrun sveitabæja og fásinnið bætti ekki úr skák. Sumar fóru aftur heim en margar ílentust hér, giftust annað hvort bónda eða bóndasyni og bjuggu hér alla tíð.

 

Um þetta efni fjallar kvikmyndin Eisheimat sem verður tekin í almennar sýningar í Bíó Paradís fljótlega. Myndin segir sögu sex hugrakkra kvenna sem líta á níræðisaldri yfir farinn veg og gera upp gamla tíma eða væntumþykju, opnum hug og fyrirgefningu í hjarta.

2 athugasemdir við “Eisheimat

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.