Handan fyrirgefningar

southoftomthordis#TW“ Fyrir sléttum þremur árum ritaði Þórdís Elva Þorvaldsdóttir þessa færslu á Facebook með fyrirsögninni „Má ég fyrirgefa nauðgaranum„. Þar segir hún meðal annars þetta:

„Það er löngu hætt að vera leyndarmál að mér var nauðgað þegar ég var unglingur. Það sem færri vita, hins vegar, er að ég baslaði árum saman við að fyrirgefa það, þegar mér var runnin reiðin. Hvar í ósköpunum var réttlætinguna að finna? Og var það yfirleitt í mínum verkahring að finna hana? Í ofanálag glímdi ég við ótta um að fólk í kringum mig myndi dæma mig ef ég reyndi að fyrirgefa verknaðinn. Það má ekkert fyrirgefa nauðgun, er það? Má nokkuð leysa brotamanninn undan byrðum sektarinnar? Þvert á móti, snýst þetta ekki allt um að setja skömmina þar sem hún á heima og halda henni kyrfilega þar? Halló réttindabarátta síðustu tuttugu ára!“

„Það rann loks upp fyrir mér að það má snúa dæminu við. Alveg á haus. Það má líta svo á að fyrirgefningin snúist ekkert um brotamanninn eða neinskonar syndaaflausn, heldur fyrst og fremst um mann sjálfan. Það má ákveða að það sé ömurlegt hlutskipti að burðast um með reiði og biturð alla ævi og þess vegna sé fyrirgefningin lausnin.“

Eftir þessa færslu hófst langt ferli sem orðið er að einstakri bók sem væntanleg er á markað nú í mars. South of Forgiveness er fordæmalaus frásögn af samvinnu þolanda og geranda sem bæði southofforgivenessleggja sig fram við að rýna í verstu stund lífs þeirra. Þetta er sönn saga um að bogna án þess að brotna, að mæta ótta með hugrekki og að finna von þegar líðanin er hvað verst.

https://embed.ted.com/talks/thordis_elva_tom_stranger_our_story_of_rape_and_reconciliation

Í þessum fyrirlestri segja Þórdís og Tom frá reynslu sinni í fyrsta sinn opinberlega og Þórdís fjallar einnig um hann í opinni færslu á Facebook.

Bókin er væntanleg á íslensku og verður gefin út samtímis í nokkrum löndum. Sjá nánar í þessum upplýsingum frá Forlaginu.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.