Sara Safari og Empower Nepali Girls

Margar hetjur – ekki síst kvenkynshetjur – eru áberandi í baráttunni gegn mansali. Sem ung stúlka í Íran eftir íslömsku byltinguna, upplifði Sara Safari á eigin skinni hið kúgandi og takmarkandi umhverfi sem gerir kynlífsþrælkun og mansali kleift að dafna. Eftir að hafa flust með foreldrum sínum til Bandaríkjanna um tvítugt, þar sem hún kláraði háskólanám í verkfræði, leitaði hún að frekari tilgangi í lífinu og ákvað að klifra Everest – án þess að hafa nokkra einustu reynslu af fjallgöngum. Eftir að hafa mistekist að toppa img_3610nokkra lægri undirbúningstinda gaf hún þó þetta verkefni upp á bátinn og undraðist það að nokkur manneskja skyldi vilja leggja á sig slíkt erfiði til þess eins að geta sagst hafa staðið á toppi heimsins. Hún þurfti hvatningu langt umfram eigin vegsemd og þá hvatningu fann hún þegar hún heyrði fyrir tilviljun af þeim aðstæðum sem ungar stúlkur í Nepal búa við, en árlega er talið að yfir 10.000 stelpur séu neyddar til að giftast barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun. Hún komst að því að möguleikar þeirra til að forðast það að verða fórnarlömb mansals fólust fyrst og fremst í því að fá tækifæri til menntunar – tækifæri sem hægt var að veita þeim fyrir svo lítið sem 175 dollara á ári. Hún endurvakti því Everest drauminn sinni – en nú í þeim tilgangi að vekja athygli á Empower Nepali Girls samtökunum og planta fána þeirra á toppi heimsins. Hún hóf því æfingar af krafti á sama tíma og hún lagði gríðarlega vinnu í fjáröflun og kynningu á verkefninu.

Í apríl 2015, eftir tveggja ára stanslausar æfingar og undirbúning, var þessi fíngerða kona loks komin til Nepal, sterkari en nokkru sinni fyrr og fullkomlega tilbúin að takast á við hæsta fjall heims. Í 6.100 metra hæð var hún að klifra síðustu metra hins illræmda Khumbu skriðjökuls, þegar gríðarlegur jarðskjálfti reið yfir. Hún var í efstu þrepum álstiga sem festur var við 12 metra lóðréttan ísvegg, sem skyndilega fór að hreyfast fram og tilbaka, til hægri og vinstri, á meðan hún hélt dauðahaldi í ísöxina sína sem var hennar eini stuðningur. Ísbjörg á stærð við bíla byrjuðu að hrynja allt í kringum hana, hún blindaðist af snjófoki og hávaðinn var ærandi. Á þessum tímapunkti var Sara viss um að hún myndi deyja og það var tvennt sem fór í gegnum huga hennar; annars vegar var hún sorgmædd yfir því að hugsa til eiginmannsins, fjölskyldunnar og annarra sem hún myndi skilja eftir sig, en hins vegar fann hún hugarró í því að vita að líf hennar hafði skipti máli fyrir framtíð nepalskra stelpna.

Á yfirnáttúrlegan hátt lifði Sara af þennan gríðarsterka jarðskjálfta sem gjöreyddi grunnbúðum Everest, eyðilagði heimili 100.000 img_3062barna og kostaði meira en 10.000 manns lífið. Full þakklætis fyrir að hafa lifað af var hún þó miður sín að hafa ekki náð takmarki sínu því hún tilgangur hennar var jú að vekja athygli á aðstæðum þeirra mörg þúsund stelpna sem árlega eru neyddar til að giftast barnungar eða seldar mansali, og hún hélt að með því að ná ekki á toppinn yrði fjölmiðlaumfjöllun minni en annars hefði orðið. Það átti hins vegar eftir að koma í ljós að sú staðreynd að hún lifði af vakti jafnvel enn meiri athygli á málefninu, sem skilaði sér margfaldlega í fjáröflun hennar og kynningu á samtökunum.

Sara Safari er ötull talsmaður félagslegs réttlætis í heiminum. Hún er óþreytandi í baráttunni fyrir réttindum kvenna og var á árinu 2015 veitt viðurkenning frá Sameinuðu þjóðunum „Global Citizenship Award“ fyrir vinnu sína fyrir Empower Nepali Girls. Á árinu 2016 gaf hún út bókina „Follow My Footsteps“ sem segir sögu hennar og samtakanna og rennur allur ágóði af sölu bókarinnar til samtakanna.

Sara mun halda fyrirlestur í stofu V101 í Háskólanum í Reykjavík mánudagskvöldið 6. mars kl. 20:00. Þar mun hún segja sögu sína auk þess sem stuttmyndin Brave Girl verður sýnd, en hún fjallar um nepalska stúlku sem seld er mansali til Indlands. Loks verða samtökin Empower Nepali Girls kynnt, en nú í vikunni var Íslandsdeild samtakanna stofnuð. Allir eru velkomnir – aðgangur er ókeypis en gestum býðst að gerast stofnfélagar í Íslandsdeild samtakanna gegn vægu framlagi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.