Vestræn tvíhyggja, haldreipi hræddra manna?

Höfundur: Katrín Harðardóttir

Karen Carpenter, Samantha Maloney, Meg White, Cindy Blackman, Leah Shapiro, Patty Schemel, Moe Tucker, Caroline Corr, Sandy West, Scarlett Stevens, Linda Björk Hreiðarsdóttir, Birgitta Vilbersdóttir, Gina Schock, Terry Line Carrington og Andrea Álvarez eru og voru trommarar og það bara fáeinar á meðal margra. Líkamsbygging þeirra hamlaði þeim ekki að sinna starfi sínu. Hægt er að heyra í þeim spila allskonar tónlist á internetinu. Þar er líka mjög auðvelt að finna fleiri konur sem voru, og er, trommarar.

Karen Carpenter kenndi sér sjálf 15 ára á trommurnar. Hér sést hún syngjandi á bal við þær. Kannski Guðni Ágústsson hafi ætlað að segja trommur í stað eldavélar, þarna um árið?

Karen Carpenter kenndi sér sjálf 15 ára á trommurnar. Hér sést hún syngjandi á bak við settið. Kannski Guðni Ágústsson hafi ætlað að segja trommur í stað eldavélar, þarna um árið?

Líffræðin hefur verið notuð sem blóraböggull fyrir undirskipun kvenna síðan í landbúnaðarbyltingunni, eins og má sjá og fræðast um í heimildamyndaþáttunum The Ascent of Woman með sagnfræðingnum Amöndu Foreman. Í grískri menningu, sem menningararfleifð okkar byggir á, voru konur einnig taldar vera körlum síðri eins og heimspekingurinn Sigríður Þorgeirsdóttir hefur bent á í greininni „Hverjar eru hugmyndir Platons um eðli karla og kvenna“, sem nálgast má á Vísindavefnum. Það var einmitt Platón sem lagði grunn að þessum fordómum sem heyrðust fyrir helgi í útvarpsþættinum Harmageddon; að konur séu ekki nógu góðar í hinu og þessu, í þessu tilviki tónlist. Þetta kallast líffræðileg eðlishyggja og er þá litið á heiminn út frá einu kyni, það er að hið eiginlega kyn er karlkynið og þá er kvenkynið frávik frá þessu eina kyni. Karlinn er sem sagt normið og konan ófrjór karl, vanskapnaður sem er ill nauðsyn til viðhalds mannkyninu. Tvíhyggja hins karllega og hins kvenlega er forsenda fyrir stigskiptingu kynjanna og litar hún allan okkar mannskilning. Þetta virðist helber sýra á okkar upplýstu tímum tækni og vísinda. Ummælin sem þáttastjórnandinn Frosti Logason lét falla fyrir helgi, og Kíton-konur drógu snilldarlega saman í færslu á laugardaginn, draga dám af þessum aldagömlu kenningum, kenningum sem skilgreina konur út frá líffræðinni. Það er sárt að karlmenn fæddir á ofanverðri tuttugustu öld fari á mis við uppstokkun allra fræða sem átt hefur sér stað á þeirra eigin tímum.

Líffræðileg eðlishyggja er með þeim leiðitömustu fylgifiskum samfélagslegs umróts sem um getur, en þau réttindi sem fyrst verða fyrir barðinu á hverskonar alræði eru nefnilega kvenréttindi. Þetta kom í ljós í frönsku byltingunni, þar sem konur tóku virkan þátt en var svo ýtt út af samningaborðinu og inn á heimilin vegna þess að legið þvældist fyrir körlunum. Þetta gerðist í Þýskalandi nasismans þegar konum var gert að betra ábyrgð á ummönnun hins aríska kyns, og þetta gerðist í Afganistan, þegar konum var meinað að stunda nám og vinnu. Þessar greiningar má fræðast um með bandaríska sagnfræðingnum Joan W. Scott, sem tilheyrir þessum gömlu gráu sem fjallað var um í Fréttatímanum þarsíðustu helgi.

Þetta virðist einnig eiga sér stað á okkar tímum, tímum Trump og popúlískra hugmynda um eðli fólks. Þegar konur dirfast til að trana sér fram á hinum ólíklegustu sviðum sem áður voru eingöngu frátekin fyrir „hinn eina sanna“ hriktir í stoðum vanans virðist grípa um sig hræðsla við að missa hreðjatökin á tilverunni, á valdinu. Eins virðist það vera vissu fólki um of að skilgreina annað fólk ekki út frá sjálfu sér, ekki sem norm og frávik, heldur á þeirra eigin forsendum. Þessi þreytta tvíhyggja sem tröllríður okkar vestrænu menningu virðist gera fólki ófært um að hugsa út fyrir hana. Hvað þarf eiginlega að gera til að koma þessum hræddu mönnum í skilning um hversu skilyrt hugsun þeirra er? Að kyn ákvarði ekki getu manns í lífinu, ekkert frekar en stétt eða uppruni?

Hér má svo að lokum líta á Andreu Alvarez sem var meðal þeirra sem getið var í upphafi, en hún er 57 ára argentískur trommari, lagahöfundur og söngkona. Hún  trommaði í einni af fyrstu hljómsveitum Argentínu, Rouge, sem einungis var skipuð konum, á níunda áratug síðustu aldar. Frá aldamótunum hefur hún verið í samstarfi með mörgu af fremsta tónlistarfólki Suður-Ameríku, auk þess að spila á eigin vegum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.