Hvernig gerum við íslensku transvænni?

Höfundur: Kári Emil Helgason

Hán er vinsæl tillaga sem þegar er komin í þó nokkra notkun innan samfélagsins um nýtt hvorugkynsfornafn sem notað er sérstaklega til að vísa til fólks (ólíkt það sem vísar í undantekningartilvikum til fólks). Hán er sérhugsað til að vísa til fólks utan tvíundarinnar karl–kona, þ.e. kynsegin, flæðigerva, vífguma fólks o.s.frv. eða ef kyn þess er óþekkt:

Hán er yfirmaður deildarinnar.

Háni fannst þetta ekki koma til greina.

Ég sá hán ekki nógu vel til þess að segja til um kyn.

Lýsingarorð og ákvæðisorð eru sambeygð í hvorugkyni:

Hán er svo sætt!

Fleirtalan er einfaldlega þau og ekkert flókið við það. En hvað skal gera í setningu sem þessari?

Hún er sú sem ég talaði við.

Hán er X sem ég talaði við.

Við gætum sagt „Hán er það sem ég talaði við“ en hugsanlega vantar hér ábendingarfornafn sem passar við hán. Þegar höfum við sá, sú, það. Ég hef
séð lagt til í netumræðum en þekki ekki uppruna þess:

Hán er sé sem ég talaði við.

Þá hafa fleiri möguleikar komið til greina auk hán: , hín, . Öll beygjast þau á sama hátt og hán; endingarlaus í þolfalli, -í íþágufalli, -s í eignarfalli. Ef eitt þeirra yrði á endanum ofan á eða fleiri en eitt kæmust í almenna notkun, mætti eflaust horfa til fagurfræðilegra þátta við val á ábendingarfornafni. T.d. væri parið hé/sé falleg, en það væri ólíkt hann/sá og hún/sú. Hvað með hán/sí? hefði þann kost umfram sé að það er ekki þegar orð í málinu og veldur því ef til vill minni ruglingi. Ef möguleikarnir væru lagðir til þjóðaratkvæðis kysi ég að svo stöddu parið hán/sé.
Loks er spurning, þarf að bæta við fleiri hvorugkynsfornöfnum? Ættum við að hafa hvorugkynsbeygingu á hver? Hver er eins í karl- og kvenkyni nefnifalls
og því þegar kynhlutlaust þar:

Hver vill taka fyrstu vakt?

Hver tók þessa fallegu mynd?

En um leið og aðalsögn setningar krefst aukafallsfrumlags glatast það hlutleysi:

Hverjum finnst þetta góð hugmynd?

Babelsturninn eftir Pieter Brueghel eldri (f.1525-30 – 09.09.1569).

Hér er fornafnið komið í karlkyn. „Hverri finnst þetta góð hugmynd?“ hljómar stirðbusalega í mínum munni og eflaust margra fleiri en ég reyni eftir fremsta megni að segja það ef ég er að tala við hóp kvenna. En hvað ef ég er að tala við hóp kynsegin fólks? Hvorugkynið hvað og afleiddar myndir eins og eitthvað vísa nær aldrei til fólks. Þurfum við hver/hver/hverju/hvers? Eða jafnvel hver/hver/hveri/hvers til að passa við beygingu háns?
Hér þarf frekari umræðu til áður en ég get sjálfur tekið afstöðu. Umbætur á fornafnakerfi íslensku eru verðugt verkefni því tungumálið þarf að rúma alla mælendur þess til að viðhalda virði sínu. Þá kemur bæði til að útiloka ekki konur með orðalagi eins og „allir mættir?“ (efni í aðra grein) en einnig fólks á trans-litrófinu sem ekki eru karlar. En þetta leiðréttingarferli íslensku mun fyrst og fremst krefjast frekari fræðilegrar athugunar og samfélagslegrar umræðu. Slíkt inngrip stjórnvalda hefur vart sést síðan flámæli (samfall i–e og u–ö í tvö í stað fjögurra hljóðana), -ustum (miðmynd 1. persónu fleirtölu, t.d. „sjáustum“) og -irar (fleirtala karlkyns orða sem enda á -ir, t.d. „læknirar“) var svo til gereytt á miðri síðustu öld.
Ég hvet hið íslenska fræðasamfélag og stjórnvöld til að taka þessi mál til umræðu innan sinna raða í samráði við hinsegin samfélagið.

4 athugasemdir við “Hvernig gerum við íslensku transvænni?

 1. Hér kemur margt skynsamlegt fram. Mig langar að bæta örlitlu við.

  Í setningum eins og „Hver vill taka fyrstu vakt?“ hlýtur orðið ‘hver’ að teljast í karlkyni, þótt það vilji svo til að kvenkynið hafi sömu mynd. Þetta sést til dæmis ef við umorðum og bætum við lýsingarorði: „Hver er fyrstur á vaktinni?“

  Hér eru nokkur sýnidæmi um hvernig hægt væri að nota hvorugkynsmyndir í stað karlkynsmynda:

  Hverjum finnst gaman í sundi? -> Hverju finnst gaman í sundi?
  Hvern langar í pítsu? -> Hvert langar í pítsu?
  Hver er svona fyndinn? -> Hvert er svona fyndið?
  Hver fer svo á morgun? -> Hvert fer svo á morgun?
  Sá sem fer síðastur á að slökkva ljósið. -> Það sem fer síðast á að slökkva ljósin.
  Er enginn kominn? -> Er ekkert komið?

  Ef vilji væri fyrir að breyta málinu á þennan hátt yrði það varla gert öðruvísi en með mjög einbeittri notkun á skólakerfinu þar sem börnum væri innrætt að setningarnar til vinstri væru rangar en þær til hægri réttar. Samanburðardæmin sem þú nefnir eru mjög góð – uppræting flámælis og breytingar á beygingu nafnorða til samræmis við fornmál. Þetta kostaði mikla vinnu – og töluverða áþján fyrir þá sem áttu erfitt með að læra að tala eins og staðallinn mælir fyrir um. Það má líka hugsa út í atriði eins og þágufall með sögnunum ‘langa’ og ‘vanta’ sem skólakerfið leggur mikið upp úr að vinna gegn en með takmörkuðum árangri. Það er mjög erfitt að breyta máltilfinningu fólks. Það sem gjarnan gerist er að munurinn eykst á því hvernig alþýðan talar og hvernig hin menntaða elíta talar.

  Þótt það væri mikil vinna að útrýma notkun karlkyns eins og í dæmunum að ofan væri vísast enn meiri vinna að bæta nýjum fornöfnum við málið. Það væri þó þrautaminna að læra að segja „Það sem fer síðast á að slökkva ljósin“ en „Sé sem fer síðast á að slökkva ljósið“.

  • Rétt mælt og hugsað! Þetta kostar allt ferlega mikla vinnu, og sjálfsagt þarf að koma til allmennrar samfélagsumræðu, og vitsmuna og kunnátt íslenskufræðínga, þá lagabreytínga og að lokum, einbeitt brúks af skólakerfinu.

 2. Hvað finnst fólki um þróunina í Kanada? Svo að ég útskýri fyrir þeim sem vita ekki hvað ég er að tala um þá hafa mörg fylki í Kanada, þar með talið Ontario, gert það ólöglegt að miskynvæða fólk, þ.e. ef þú segir t.d. hann eða hún í staðinn fyrir hán eða eitthvað annað þegar þú ert að ávarpa transmanneskju þá er hægt að kæra þig fyrir það. Refsingin við því að miskynvæða fólk eru himinháar sektir eða nokkurra mánaða fangelsi. Það sama er uppi á teningnum í New York.

 3. „Hán“ er greinilega vinsælast meðal tillaga um kynhlutlaust persónufornafn á Íslandi. Notkun orðsins er hinsvegar allmjög hikandi, og t.d. ekki í jafn allmennri notkun og „hen“ í sænsku, enda íslenskan – ólíkt hinum norðurlandamálunum – þrælkynjað mál.  Fólk er greinilega inni á að hán (eins og hen í sænskunni) sé að brúka til að vísa til kynseigin fólks eða af einhveri sem hvorki vill telja sig til karls eða konu. Reyndar er ég sjálfi inni á að kynhlutlausa fornafnið beri að nota einúngis ef kyn þess som um er rætt er óþekkt eða óviðkomandi, eða ástæða einhver er til að ekki leiða kynið í ljós. Að nota kynhlutlausu mynd persónufornafnsins til að vísa til hinseigin fólks sýnist mér á sinn hátt kyngreinandi, í öllu falli er það sérgreinandi. Ég myndi því vilja leggja til að tekin verði fram tvö ný persónufornöfn, hvaraf eitt er bara notað kynhlutlaust. Sjálfi hef ég í skrifum mínum – útfrá sænskunni og finskunni – mest haft það orðið sem „henn“ (t.d. í beygíngunni henn – henn – henn(u) – henns.

  Í fleirtölunni hef ég þá gjarnan notað nýorðið „þey“ (eða þei, sem ég hef stolið úr enskunni) samhliða með „þau“ (þey – þey – þeim – þeirra). Ég hef þá séð þetta nýyrði mitt sem „mannverumynd“ af hvorugkyninu. Slíkra mynda gætir í texta mínum hér að ofan í „einhveri“ og „sjálfi“. Þannig flæki ég fleirtöluna af kynhlutlausa fornafninu meira en Kári gerir, en leysi samtímis aðra hnúta sem upp myndu koma, til dæmis sambeygíngu lýsingarorðs og fornafns med ákvæðisorði: „Henn er svo sæti!“ – Skíríngin er auðvitað að ég vil gera gerbreytíngu á málinu hvað varðar öll orð sem höfða til persóna eða kyngreinanlegra gerenda.

  Aðgerðin fjallar þá í stuttu máli um að (1) hvorugkynja öll nafnorð af slíku tægji (útfrá örfáum gefnum beygingarmynstrum sterkrar beygíngar), og svo annaðhvort (2a) nota hvorugkynsmyndirnar eða (2b) framskapa sérstakar kynhlutlausar mannverumyndir fyrir fornöfn och lýsíngarorð í höfðun til mannvera, aðallega með því að skeyta „i“-i að stofninum eða kvenkynsmynd orðsins. Til að mynda: [hljóður/hljóð/hljótt] > hljóði; [eínginn/eíngin/ekkert] > eíngi; [allur/öll/allt] > ölli/alli. Að örfáum undantekníngum undanskildum hef ég þá jafnan haft beygíngarendíngarnar í eintölu och fleirtölu þannig: i – i – u – s | i – a – um – (r)a. Þó hef ég út frá finska eignarfornafninu „minun“, þótt það fegurra að skeita „-un“ að kvenkynsmyndinni en „-i“: Þannig fremur seígja „vini mínun“ en „vini míni“; „kona/koni þínun“ fremur en „kona/koni þíni“, en þetta er örugglega eins og flest annað í málasmíðum smekksatriði. 🙂

  Þess er líka að geta að kynhlutlaus mannverumynd sumra fornafna og lýsíngarorða er hentugt að stytta aðeins, eins og t.d.  ”nokkur” [nokkur/nokkur/nokkurt] > nokk(u)ri;  ”ýmis” [ýmis/ýmis/ýmist] > ým(i)si; „kíminn“ [kíminn/kímin/kímið] > kím(i)ni; „fyndinn“ [fyndinn/fyndin/fyndið] > fynd(i)ni. 

  „Þurfum við hver/hver/hverju/hvers?“ spyr sig Kári. „Eða jafnvel hver/hver/hveri/hvers til að passa við beygingu háns?“ Svar mitt samkvæmt ofansögðu mun vera: hveri/hveri/hveru/hvers.  Hvað svo vandamál Kára með ábendíngarfornafnið „sá“ varðar, – „hán er sú sem ég talaði við“– hef ég leyst málið með því að grípa til ábendingarfornafnsmyndar grannmálanna, nefnilega „den“, afturíslenska það sem „þenn“, og beygja það svo þannig: þenn – þenn – þenn(u) – þenns | þey/þau – þey/þau – þeim – þeirra. Þegar það svo kemur að ábendðingarfirnafninu „þessi“ þá nota ég „þensi“ eða hef það óbreitt í nefnifallinu, og beygi jafnan þannig: þessi/þensi – þenna – þessu – þess | þessi – þessi – þessum – þessara.

  Ýmislegs annars er að gæta við kynhlutleysun málsins, t.d. að taka fram mannverumyndir fyrir töluorðin eða þá temja sér að nota hvorugkynsmynd þeirra þegar talað er um persóni eða gerenda. Einnig þarf að ummynda nokkur valin orð, eins og t.d. „maður“ í setníngu enins og „maður getur sagt þetta svona“, – en þar nota ég gjarnan hvorugkynið „man“ (og hef þá fleirtölumyndina sem „mön“), eða í orðum eins og „yfirmaður“. Sama gildir orð eins og „ráðherri“, o.s.frv.

  Að endíngu: Ég er auðvitað hjartanlega sammála Kára í lokaniðurstöðum greinar henns: „Hér þarf frekari umræðu til áður en ég get sjálfur tekið afstöðu. Umbætur á fornafnakerfi íslensku eru verðugt verkefni því tungumálið þarf að rúma alla mælendur þess til að viðhalda virði sínu. Þá kemur bæði til að útiloka ekki konur með orðalagi eins og „allir mættir?“ (efni í aðra grein) en einnig fólks á trans-litrófinu sem ekki eru karlar.“  Að þessu hef ég líka sjálft verið að dútla með um áraraðir, og hef þá vappað ólíkar leiðir, allar róttækar, en finn svo þessa leið sem hér er rædd og notuð, þá léttasta. Má nálgast þessar leiðir allar á netinu. 

  Ég vona, eins og Kári og margi aðri gera, að brátt verði ástandið nægilega þroskað og reiðubúið til að frekari fræðilegrar athuganir og samfélagsleg umræða um kynhlutleysun málsins geti komist almennilega í gáng. Þess er virkilega þörf, því það er ekkert lítið mál, og þarfnast gríðarlega mikillar vinnu og félagslegrar þrautseígju, að breyta, svo að nú ekki sé talað um að gerbreyta túngumálinu! En svo er líka mikið í veði, fyrir bæði hinseiginfólk, tvíkynja fólk, og kvenfólk. Svo og jafnvel fyrir öll mannveri yfirhöfuð sem íslensku talar. „Pro Lingua Sana!“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.