Höfundur: Katrín Harðardóttir
Hundruðir kvenna fækkuðu fötum og létu í sér heyra í Buenos Aires í lok síðasta mánaðar, til þess að vekja athygli á fjölda þeirra kvennamorða sem framin eru í Argentínu. Staðsetning mótmælanna var ekki handahófskennd, heldur áttu þau sér stað á þremur stöðum í borginni, fyrir framan Bleika húsið þar sem skrifstofur forsetans eru, fyrir utan Hæstarétt, og fyrir utan Þinghúsið.
Hópur tónlistamanna spiluðu undir með konunum á meðan ein þeirrra talaði um kynbundið ofbeldi:
„Nefnum þær allar, verkakonur, atvinnulausar konur, lifandi og liðnar, klikkaðar: því ekki eru þær heilar“, „nefnum þær allar og þær munu ávallt lifa áfram“, „ég er kona á tímum kvennamorða, morða sem gera mig einnota“, og „hér og nú krefst ég þess öskrandi að veröldin hlotnist mér“.
Á milli 2008 til 2016 voru skráð 2384 kvennamorð af frjálsu félagasamtökunum Casa de encuentro. 2919 börn misstu móður sína. Þess er krafist af yfirvöldum þau takist á við ofbeldi gagnvart konum en skortur á aðgerðum, sérstaklega þegar kemur að forvörnum og áfallahjálp, virðist í jöfnu hlutfalli við fjölda þeirra kvenna sem myrtur hefur verið. Þegar tölurnar tala sínu máli er óviðunandi að stjórnvöld slái slöku við.
Myndir og texti frá:
http://regeneracion.mx/femicidio-es-genocidio-la-impactante-protesta-en-argentina/