Kvennamorð eru þjóðarmorð

Höfundur: Katrín Harðardóttir

Konurnar fyrir utan Þinghúsið.

Hundruðir kvenna fækkuðu fötum og létu í sér heyra í Buenos Aires í lok síðasta mánaðar, til þess að vekja athygli á fjölda þeirra kvennamorða sem framin eru í Argentínu. Staðsetning mótmælanna var ekki handahófskennd, heldur áttu þau sér stað á þremur stöðum í borginni, fyrir framan Bleika húsið þar sem skrifstofur forsetans eru, fyrir utan Hæstarétt, og fyrir utan Þinghúsið. 

 

 

 

Hópur tónlistamanna spiluðu undir með konunum á meðan ein þeirrra talaði um kynbundið ofbeldi:

„Nefnum þær allar, verkakonur, atvinnulausar konur, lifandi og liðnar, klikkaðar: því ekki eru þær heilar“, „nefnum þær allar og þær munu ávallt lifa áfram“, „ég er kona á tímum kvennamorða, morða sem gera mig einnota“, og „hér og nú krefst ég þess öskrandi að veröldin hlotnist mér“.

 

Konur fyrir utan Hæstarétt Argentínu.

Á milli 2008 til 2016 voru skráð 2384 kvennamorð af frjálsu félagasamtökunum Casa de encuentro. 2919 börn misstu móður sína. Þess er krafist af yfirvöldum þau takist á við ofbeldi gagnvart konum en skortur á aðgerðum, sérstaklega þegar kemur að forvörnum og áfallahjálp, virðist í jöfnu hlutfalli við fjölda þeirra kvenna sem myrtur hefur verið. Þegar tölurnar tala sínu máli er óviðunandi að stjórnvöld slái slöku við.

Atburðurinn líður seint úr minni þeirra sem á horfðu, en fólk grét með konunum úti á götu.

Skaðræðisöskur, angistaróp og reiðiköst vegna hverrar einustu konu sem hefur verið myrt og nauðgað á síðustu árum mætti vegfarendum, þingmönnum, dómurum og embættismönnum forsetans á leið úr löngum hádegisverði.

Myndir og texti frá:

http://regeneracion.mx/femicidio-es-genocidio-la-impactante-protesta-en-argentina/

http://www.anred.org/spip.php?article14292

http://metro.co.uk/2017/06/02/naked-feminists-stage-screaming-protest-for-violence-against-women-6678932/

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.