Yfirlýsing til fjölmiðla

Okkur konunum sem höfum upplifað sambærilegt og Helga Baldvins Bjargar af því að starfa á vettvangi Stígamóta, finnst viðbrögð og afgreiðsla samtakanna ómöguleg í máli Helgu og alls ekki í þeim anda sem Stígamót hefur gefið sig út fyrir að starfa eftir. Sérstaklega að Stígamót sáu enga ástæðu til þess að leyfa brotaþolum að tjá sig og taka tillit til okkar reynslu.

Við funduðum nýlega og viljum senda frá okkur eftirfarandi yfirlýsingu:

Niðurstaða mats á starfsumhverfi Stígamóta olli okkur miklum vonbrigðum. Ekki var rætt við neina okkar eða gerð tilraun til þess að ná í okkur, þó var það vegna yfirlýsingar frá okkur sem Stígamót ákváðu að fara í áðurnefnt mat.

Við viljum ítreka að við trúum frásögn Helgu Baldvins Bjargar þar sem við eigum sambærilega reynslu af því að starfa á vettvangi Stígamóta. Að okkar mati hefur óheilbrigð vinnustaðarmenning verið viðvarandi innan Stígamóta til fjölmargra ára. Við getum staðfest það að Helga er ekki sú fyrsta sem hefur brotnað undan sambærilegum atlögum og hún hefur greint frá.
Við óskuðum eftir því áður að tekið yrði á málinu af fagmennsku og ábyrgð og við getum ekki séð að það hafi verið gert. Því förum við eindregið fram á að annað og viðameira mat verði gert þar sem rætt verður við brotaþola en ekki eingöngu þá sem eiga hagsmuna að gæta. Við reiknum að sjálfsögðu með því að Stígamót skilji nauðsyn og réttmæti þess að ræða við brotaþola, enda hefur slíkt verið eitt af stóru baráttumálum samtakanna í mörg ár.
Auk Helgu Baldvins Bjargar skrifa eftirfarandi undir yfirlýsinguna:

Thelma Ásdísardóttir
Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Ingibjörg Kjartansdóttir
Guðný Hafliðadóttir

Við erum fleiri en aðrar kusu að koma ekki fram undir nafni að sinni af ýmsum ástæðum.

Með kærri kveðju og fyrirfram þökk,
Thelma Ásdísardóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.