Skemmtilega ofbeldið

Höfundur: Ingunn Sigmarsdóttir

Nú þegar verslunarmannahelgin nálgast fer ég enn og aftur að heyra „stuðlagið“ Frystikistulagið í útvarpinu. Ég verð hreint og beint brjáluð í hvert skipti sem ég heyri þennan viðbjóðslega texta sem fjallar um heimilisofbeldi í sinni verstu mynd. Oft hef ég reynt að hefja máls á þessu en hef alltaf verið taln smámunasöm, húmorslaus og leiðinleg að kunna ekki að meta textann sem svo margir hafa tjáð mér að þeim þyki smellinn . Nú segi ég bara enn og aftur: Telja fjölmiðlar virkilega í lagi að bjóða upp á svona texta sem skemmtiefni og það fyrir allan aldur? Kvenfyrirlitning og gróft kynbundið ofbeldi sett í grínbúning? Morð sem brandari?
Dæmi nú hver sem vill. Mér þótti alltaf gaman að hlusta á Greifana syngja um draumadrottningua og fleira hressilegt hér forðum en þarna skutu þessir herramenn alveg yfir markið og ég hef aldrei getað hlustað á þennan viðbjóð til enda. Flýti mér að skipta um stöð eða slökkva.

Fyrir tæpri viku gekk ég í árlegri Druslugöngu gegnum miðbæinn okkar ásamt fleira fólki sem segir nei við drusluskömmun. Sama fólk og reyndar fjöldi fólks segir einnig nei við kynbundnu ofbeldi, kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi, já öllu ofbeldi, kvenfyrirlitningu og innrætingu neikvæðra og niðurlægjandi gilda eins og koma fram í margumræddum texta.

Ég skora á fjölmiðla og ykkur öll að svæfa Frystikistulagið svefninum langa. Við sem fullorðin erum berum ábyrgð á því að ala upp jafnréttissinnaða æsku sem virðir alla. Ofbeldisáreiti fjölmiðla er nægilega mikið nú þegar. Heyrt hef ég um börn sem fengið hafa martröð í kjölfar hlustunar á Frystikistulagið og einnig veit ég um konur sem upplifa sárar minningar frá heimilisofbeldi við hlustunina. Ég neita því að ég sé húmorslaus. Mér er einfaldlega nóg boðið.

TW ( Varúð, inniheldur óhugnanlegar lýsingar á ofbeldi)

Frystikistulagið

Ég vaknaði á sunnudagsmorguninn
og sá þá allt í nýju ljósi.
Hún lá þarna við hliðina á mér blessunin
og minnti mig á belju í fjósi.

Ég ákvað þarna um morguninn að kál’enni
og velti henni því á bakið,
tók og snéri upp á hausinn á’enni
og vafð’ana svo inn í lakið.

Já, það er gott að vera laus við þessa leiðinda tík.
Hvað á ég nú að gera við þetta lík?

Ég sett’ana í frystikistu saman við brauð,
en þegar ég ætlaði að loka
þá hreyfð’ún sig, hún var víst ekki alveg dauð
svo ég ákvað þarna aðeins að doka.

Hausinn á henni hann var hálfur af
og á hana skelfdur ég starði.
Hún lá þarna í pörtum, ég get svarið það,
til öryggis ég í hana barði.

Hún öskraði og kom þar með upp um sig.
Augun voru stjörf af ótta,
hún bað mig að hætta, já, hún grátbað mig
og reyndi svo að leggja á flótta.

En ég var sneggri og greip í hennar hár
og í það fast ég rykkti.
Dró hana til mín lipur og frár
náði ég henni og kyrkti.

Já, það er gott að vera laus við þetta leiðinda skass.
Hvað á ég nú að gera við þetta hlass?

Þá dyrabjallan hringdi og mér dauðbrá.
Hvað átti ég nú að gera?
Ég strunsaði út að glugganum og þá ég sá
að þetta mundi lögreglan vera.

Ég ákvað í flýti að fela mig
og fór ofan í frystikistu.
Þarna mundi löggan aldrei finna mig,
allavega ekki í fyrstu.

Þá allt í einu mundi ég þar sem ég lá,
að fjandans frystikistan var læst utanfrá.

Greifarnir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.