Stöðufærsla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingmanns #höfumhátt

Birt með leyfi höfundar.

Fundur allsherjar- og menntamálanefndar í gær var merkilegur fyrir margar sakir. Hann bar merki þess að þingmenn meirihlutans væru loks reiðubúnir til þess að hlusta á aðstandendur og brotaþola Róberts Árna Hreiðarssonar sem eitt og sér er mikið fagnaðarefni. Sömuleiðis lofa tillögur dómsmálaráðherra, Sigríðar Á. Andersen, um breytingu á lögum um uppreist æru, góðu.
Á hinn boginn finnst mér mjög miður að sjá að ráðherra er ekki reiðubúinn til þess að ræða opinskátt um þá málsmeðferð sem Róbert Árni Hreiðarsson hlaut í ráðuneytinu við umsókn sína um uppreist æru.

Við fengum nefnilega að heyra það frá nefndarformanni viku fyrir fundinn að ekki mætti ræða mál Róberts Árna vegna þess að fundurinn yrði opinn. Ég fann þessari afstöðu enga stoð í þingsköpum né vinnureglum fastanefnda Alþingis og óskaði því formlegs rökstuðnings nefndarformanns gagnvart þessu í kjölfarið. Nefndarsvið Alþingis tók saman minnisblað um málið og niðurstaðan varð sú að vissulega mættum við ræða uppreist æru Róberts Árna við ráðherra – en hún gæti mögulega þurft að vísa í trúnaðarskyldu í vissum tilvikum er snertu viðkvæmar persónuupplýsingar eða féllu á annan hátt undir trúnaðarskyldu ráðherra.

Þær spurningar sem ég spurði ráðherra um mál Róberts Árna sneru ekki að viðkvæmum trúnaðarupplýsingum um hann heldur um málsmeðferð ráðuneytisins á umsókninni. Ráðherra tók fram að það hafi reynst ráðherrum þungbært að afgreiða umsókn barnaníðings um uppreista æru en vildi ekki svara hvort það hafi haft áhrif á lengd málsmeðferðar í máli Róberts að hann hafi verið lögmaður fyrir dóminn og gæti því sóst eftir þeim réttindum aftur. Svar við þeirri spurningu fellur ekki undir nokkurn trúnað svo ég fái séð. Leyndarhyggjan heldur áfram.

Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir, faðir og stjúpmóðir eins brotaþolans. Mynd fengin að láni.

Mér finnst það ekki sanngjarnt, né rétt að áfram skuli þagað um málið og meðferð þess.

Nína Rún Bergsdóttir, Halla Ólöf Jónsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir, Glódís Tara Fannarsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Eva Vala Guðjónsdóttir, Pálína Hildur Sigurðardóttir og aðrir aðstandendur hafa unnið þrotlausa vinnu við að hafa hátt og krefjast svara um málsmeðferðina í aðdraganda þess að Róbert Árni fékk uppreist æru og óflekkað mannorð.

Ég stend með þeim.

Ég stend með brotaþolum Róberts Árna sem kusu að stíga ekki fram í þessu máli, sem er fullkomlega skiljanlegt. Ég stend með þeim líkt og öðrum brotaþolum kynferðisofbeldis. Ég stend með brotaþola Hjalta Sigurjóns Haukssonar, sem heimilaði nafnbirtingu á níðingi sínum af miklu hugrekki.

Nú stendur það upp á okkur í þinginu og ráðherra í sínu ráðuneyti að „girða okkur í brók“ eins og Bergur komst svo vel að orði á fundinum í gær, breyta þessum úreltu lögum um leið og þing kemur saman og veita brotaþolum aðgang að öllum gögnum sem ekki hvílir þagnarskylda á samkvæmt lögum. Við hljótum öll, þingmenn sem ráðherrar, að styðja það. #höfumhátt

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.