„Þetta er ekki í lagi“

Ósk Gunnlaugsdóttir skrifar:

Þetta er nærbuxnafáninn minn frá í sumar með viðbættum textabrotum úr meðmælabréfum kynferðisafbrotamannanna og hangir núna á ljósastaur við Dómsmálaráðuneytið.
Nærbuxurnar eru skítugar eins og sá skítugi þvottur stjórnsýslunnar sem þessir gjörningar eru.
Textinn á fánanum er „þetta er ekki í lagi“
Textinn á ásaumuðu blaðinu er sem hér segir:
Hann hefur hegðað sér óaðfinnanlega.
Óskandi að sem flestir gætu tekið hann sér til fyrirmyndar.
Samviskusamur, nákvæmur og með góða nærveru.
Með glaðværð sem smitar út frá sér og skapar gott og hlýtt andrúmsloft.
Traustur heiðarlegur og góður vinur með einstaklega sterka réttlætiskennd.
Mér er bæði ljúft og skylt að staðfesta. Hefur hann verið til fyrirmyndar.
Ábyrgur og traustur maður. Hann er mikill öðlingur.
Traustur samborgari.
Opinn og hjartahlýr.
Stundvís. 
Hann hljóti uppreist æru okkur öllum til heilla.
Mér er það mikil ánægja.
Fellst á tillöguna

Fánanum flaggaði ég við LHI í Laugarnesi í sumar þegar Hæstiréttur veitti Robert Downey lögmannsréttindi aftur í kjölfar þess að hann hlaut uppreist æru nokkrum mánuðum fyrr. Nína Rún Bergsdóttir opnaði sig á FB 15. júní og bað fólk um að standa upp og segja að þetta væri ekki í lagi. Ég tók hana á orðinu og gerði það á þann hátt sem ég fer best með, gerði listaverk, fána, sem samanstendur af skítugum nærbuxum, borða sem á stendur “Þetta er ekki í lagi” og 4 dinglumdanglum sem nötra eins og brotin hjörtu unglings stúlkna sem níðst hefur verið á. Einhver viðbót mun verða við verkið á morgun til að tengja það við hina ógurlegu vanhæfisvafninga og aðra brotaþola kynferðisbrotamanna sem hvítþvegið hafa sig að lögum með athugasemdalausum, eftirlitslausum, vélrænum mekkanisma bjúrókrasíunnar. Þessa gjörnings er þörf í ljósi þeirra afhjúpunar sem orðið hefur á framkvæmd þessara mála..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.