Framsóknarflokkurinn svarar knúzspurningum

Ágúst Garðarsson skrifar:

1. Teljið þið að fullum jöfnuði kynja sé náð á Íslandi? Ef já, hvers vegna?
Ef nei, hvað vantar upp á?
Nei, því miður. Þó vissulega hafi marktækur árangur náðst í þá átt á liðnum árum og áratugum. Jafnrétti snýst um mannréttindi og verður að nálgast það sem slíkt. Stefna flokksins í jafnréttismálum er mjög skýr og þar kemur skýrt fram að bannað sé að mismuna eftir kyni, aldri, fötlun, kynhneigð, kynvitund, trú eða stöðu að öðru leyti. Jöfn laun karla og kvenna er forgangsmál því að kynbundinn launamunur er ein versta birtingarmynd kynjamismunar og honum verður að eyða.
2. Ef svarið við spurningu 1. er nei, teljið þið rétt að beita ráðstöfunum til að
bregðast við því og þá hverjum?
Jafnrétti er eitt af grunnstefum samvinnu- og framsóknarstefnunnar. Nálgast verður jafnrétti sem mannréttindamál. Jafnrétti snýst um mannréttindi. Það hefur margt áunnist. Við erum með sérstaka ályktun um jafnréttismál í okkar samþykktum frá síðasta flokksþingi.
3. Teljið þið ástæðu til að taka meðferð kynferðisbrotamála innan dómskerfisins
til sérstakrar skoðunar? Ef já, hvers vegna og hvernig? Ef nei, hvers vegna ekki?
Þetta eru erfið mál og ljót. Kynferðisbrotamál eru mjög alvarlegur glæpur. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að farið verði yfir hvort þörf sé fyrir lagabreytingar á þessu sviði og teljum telur það í raun vera ákall samfélagsins. Einnig er nauðsynlegt að efla tölvuafbrotadeild lögreglu svo sporna megi við glæpum á internetinu s.s. hefndarklámi og kynferðisáreiti. Til að sporna gegn skipulagðri glæpastarfsemi, s.s. mansali skal lögreglunni
veittar nauðsynlegar rannsóknarheimildir sambærilegar þeim sem lögregla í öðrum norrænum ríkjum hefur.
4. Styðjið þið kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og aðrar forvirkar leiðir til að
jafna hlut kynjanna?
Við skipan í trúnaðar- og ábyrgðarstöður innan Framsóknarflokksins sem og við val á framboðslista hans skal hlutur hvors kyns ekki vera lægri en 40% nema þegar gagnsæjar og augljósar ástæður eru því til fyrirstöðu. Jafnréttisnefnd og LFK skulu eftir þörfum vera til ráðgjafar um að ná markmiði þessu fram. Enn fremur er í framboðsreglum flokksins kveðið á um að eigi megi vera fleiri en þrír af sama kyni í fjórum efstu sætum.
5. Teljið þið rétt að leita leiða til að stemma stigu við framboði á ofbeldisklámi?
Vísa á svar við spurningu nr. 3
6. Nýleg könnun leiddi í ljós talsverðan mun á launum karla og kvenna, þótt
yfirvinna væri ekki höfð inni í þeim útreikningum. Hvað teljið þið útskýra þennan
launamun? Finnst ykkar flokki nauðsynlegt að bregðast við með einhverjum
aðgerðum?
Vísa á svar við spurningu nr. 1
7. Telur ykkar flokkur að hér á landi viðgangist kynbundið ofbeldi? Ef svarið er já,
hvernig hyggist þið bregðast við því?
Kynbundin launamunur er enn til staðar og honum verður að eyða. Heimils-, og kynferðisbrot eru til staðar og við því verður að bregðast. Vísa ég í svör hér fyrir ofan.

Ritstjórn knuz.is sendi öllum stjórnmálaflokkum sem bjóða fram í komandi kosningum ofangreindar spurningar. Svör verða birt þegar þau berast.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.