Ég vil ekki…

Siggeir F. Ævarsson segir:

Allir þessir #MeToo póstar hafa hreyft óþægilega við mér, og vonandi fleirum. Við lifum í heimi þar sem varla finnst sú kona sem ekki hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni og það er ömurlegur veruleiki. Auðvitað verða karlar líka fyrir áreiti en ég held að við ættum að leyfa konum að eiga sviðið í friði í þetta skiptið. „Men are afraid that women will laugh at them. Women are afraid that men will kill them.“ Þessi tilvitnun held ég að súmmeri vandann ágætlega upp.

Dætur mínar eru það allra dýrmætasta í þessum heimi. Þær eru fullkomið sköpunarverk báðar tvær og ég mun alltaf gera allt til þess að vernda þær og gæta þeirra. En ég veit að ég get ekki alltaf haldið í hendina á þeim og þær þurfa að fóta sig sjálfar í heiminum. Ég vil að þær geti fótað sig sjálfar óttalausar og óáreittar af misgáfulegum mönnum.

Ég vil ekki að þær þurfi að óttast um líf sitt þegar þær labba einar heim á kvöldin.

Ég vil ekki að þær þurfi að labba um með lykla í annarri hendi og neyðarlínuna á speed dial í hinni.

Ég vil ekki að þær þurfi að taka á sig krók frekar en að mæta karlmönnum á förnum vegi.

Ég vil ekki að þær þurfi alltaf að skemmta sér í hópum til að passa að engin byrli þeim ólyfjan.

Ég vil ekki að þær þurfi að þykjast eiga kærasta til þess að koma í veg fyrir áreiti.

Ég vil ekki að þær þori ekki að tilkynna áreiti af því að lögreglan trúir þeim ekki.

Ég vil ekki að þær geti ekki klætt sig eins og þær vilja og menn saki þær um að „vera að biðja um það“

En fyrst og fremst vil ég ekki að karlmenn hagi sér eins og fífl.

Við sem karlmenn, og ekki síst við sem feður, við berum heilmikla ábyrgð á því hvernig næsta kynslóð mun haga sér, jafnvel alla ábyrgðina. Kennum sonum okkar að koma fram við konur af virðingu og jafnrétti. Því ég vil heldur ekki að strákar þori ekki lengur að nálgast stelpur. Verum góð við hvert annað, sýnum virðingu, virðum mörk og hlustum.

#HöfumHátt

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.