Frá tveimur hliðum…

Davíð Illugi Hjörleifsson segir frá:

Það er ótrúlegt hversu mikill munur er á því að vera kona og karlmaður. Ég er svo “heppinn” einstaklingur, að ég hef reynslu af hvoru tveggja, bæði hvernig það er að vera upplifaður sem kvenmaður, og hvernig það er að vera upplifaður sem karlmaður. Ef fólk veit ekki hvað ég á við, þá ætla ég bara að koma út hér og nú, ég er trans strákur, sem sagt strákur sem hefur samt lifað þar sem fólk upplifði mig sem kvenmann talsvert lengi.

Áður en ég kom út úr skápnum spilaði ég mikið af tölvuleikjum, sérstaklega byssuleiki. Þar sem ég var “eina stelpan” á tölvunetinu fékk ég endalaus comment á það. Ef mér gekk vel í leiknum var það bara “vá, en þetta er stelpa”, og ef mér gekk illa þá “allt í lagi, þú ert bara stelpa”.. Núna, ef mér gengur illa í leik, þá er mér hreinlega skipt út í annað lið.

Þegar ég var 17 ára, vann ég í fiskvinnslu, enn ekki kominn út úr skápnum, en mjög nálægt því. Þetta var fjölskyldufyrirtæki þar sem voru tveir eldri synir, og gamall kall sem var pabbi þeirra. Þessi pabbi þeirra var hreinlega viðbjóður. Hann káfaði á öllum stelpunum, meðal annars mér. Spurði hvort að hann gæti hjálpað mér í vinnufötin, tók ekki nei sem svar, og gerði það, þannig að ég fraus. Vinkona mín og ég ákváðum að segja yfirmanninum (syni hans) frá þessu.Tek fram að ég hefði aldrei þorað þetta sjálfur. Hann talaði við kallinn, en það gerði bara allt illt verra. Allir fóru í smá sumarfrí, nema ég, nokkrir fullorðnir menn, og gamli karlinn. Og hann lét mig svoleiðis púla, mátti ekki taka neina pásu frá 7-16, í vinnu þar sem yfirleitt voru þrír fullorðnir karlmenn að vinna saman með.. þegar einhver sagði að ég væri duglegur eða reyndi að hjálpa mér, þá varð karlinn brjálaður. Ég gerði þetta samt, en þetta varð síðasti dagurinn minn.

Núna eftir að ég hef komið útúr skápnum, hef ég unnið á mismunandi börum, mörgum þar sem eru eldri manneskjur og gamlar rembur, en það er borin virðing fyrir mér, og ég get verið öruggur þegar ég fer á miðri vakt að þrífa karlaklósettin. Svo hef ég heyrt leiðinlega hluti frá kúnnum um kvenkyns samstarfsmenn, hvað þær eru frekar og leiðinlegar.. en þegar ég er frekur og leiðinlegur, þá verður þögn.

Ég get labbað einn úti á kvöldin, án þess að vera í paranoiu yfir að einhvað gæti gerst. Þetta gat ég ekki áður.

Svona dæmi gæti ég talið endalaust, og að þótt svo karlmenn geti upplifað kynferðislegt áreiti, þá er ástæðan fyrir öllum þessum sögum sú að þetta upplifa konur og þurfa að búa sig undir að gerist daglega.

Ein athugasemd við “Frá tveimur hliðum…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.