„Þetta var ekki svona…“

Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar:

Stundum veit ég ekki hvort er verra, að hafa verið kynferðislega áreitt svo oft að ég get ekki talið það upp eða að hafa lært snemma að það þýðir ekki að segja frá. Af því að karlar eru sterkari en konur og þeir standa saman, passa hverja aðra. Það voru í það minnsta skilaboðin sem ég fékk.
„Þetta var ekki svona. Ekki búa til. Ekki skemma líf þessa manns“


Ég var tólf ára þegar ég varð fyrst áþreifanlega vör við þennan karlaklúbb. Karlar passa karla. Ég gat ekki orðað það þannig þá en ég man að mér fannst svo ósanngjarnt og svo skrýtið og svo ömurlegt að vera tekin inn á skrifstofu skólastjóra og ógnað. „Viltu bera ábyrgð á því að skemma líf þessa góða manns?“. Ég man að ég hugsaði: „Það var hann sem gerði þetta og það var ekki mér eða okkur að kenna“. Ég man að ég mótmælti og ég man að skólastjórinn leit á mig sem vandræðagemsa, dramadrottningu.
„Þetta var ekki svona. Ekki búa til. Ekki skemma líf þessa manns“


Þegar ég var tólf eða kannski þrettán ára (eða kannski yngri) og gamall frændi minn fór með mig í bíltúra og leyfði mér að keyra jeppann sinn. Eina reglan var að ég átti að sitja í fanginu á honum þar sem hann þuklaði á mér.
„Þetta var ekki svona. Ekki búa til. Ekki skemma líf þessa manns“


Þegar ég var fimmtán ára og fullorðinn karlmaður af næsta bæ skreið að glugganum mínum á nýársnótt og hótaði að brjótast inn ef ég kæmi ekki með honum út í hlöðu „að ríða“.
„Þetta var ekki svona. Ekki búa til. Ekki skemma líf þessa manns“


Og öll skiptin sem á eftir komu, þessi sem ég treysti mér ekki enn til að tala um eða man varla af því að þau voru bara hversdagslegur hluti þess að vera kona.
Það er svo sturlað að konum er kennt að líta á það sem hrós þegar við erum áreittar. Við erum þó í það minnsta sexí og flottar.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.