Á fjórða hundrað konur skora á vísindasamfélagið að uppræta kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi

Kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og ofbeldi þrífst í vísindasamfélaginu eins og annars staðar. Konur úr öllum geirum vísindasamfélagsins hafa í vikunni deilt reynslusögum sínum í lokuðum Facebook-hóp. Í sögunum sést skýrt hversu mikil áhrif þessi vandi hefur á starfsumhverfi kvenna í vísindum, bæði innan háskólasamfélagsins og í stofnunum og fyrirtækjum. Þótt margar stofnanir hafi sett sér viðbragðsáætlanir og markað stefnu í þessum málum vantar mikið upp á að áætlanir virki og stefnum sé fylgt. Við viljum sjá breytingu hér á. Á degi háskólasamfélagsins þann 1. desember beinum við því eftirfarandi áskorun til háskóla, þekkingarstofnana og –fyrirtækja:

Í skugga valdsins innan vísindastarfa #METOO #ískuggavaldsins
1. Kynferðisofbeldi og áreitni á sér stað innan vísindasamfélagsins rétt eins og annars staðar í samfélaginu.
2. Meðfylgjandi eru frásagnir kvenna sem lýsa reynslu sinni (nafnlaust)
3. Það verður að verða breyting á. Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð, að allir vinnustaðir taki af festu á málinu, setji sér forvarnaráætlanir og viðbragðsreglur og lofi konum að þær þurfi ekki að þegja meir því þær muni fá stuðning.

Við erum sterkar saman!

Hérna eru þrettán sögur sem henta vel til að draga fram vandann.  Hundrað og sex sögur kvenna af áreitni og ofbeldi má finna hér: http://docdro.id/4BWO18e

Í skugga valdsins –vísindin Nokkrar sögur

 1. Ungur rannsakandi á leið með eldri akademískum starfsmanni út á land að safna gögnum. Í símtali segir akademíski eldri karlinn konunni að hann hafi verið velta því fyrir sér hvernig væri að ríða henni. Hún víkur samtalinu að öðru eins og konum er kennt að gera. Hún fer síðan til yfirmannsins og kvartar enda séu þau á leið út á land. Niðurstaðan var að taka verkefnið af ungu konunni og fá eldri konu til að fara með karlinum í verkefnið. Lærdómur ungu konunnar var að halda kjafti þegar samstarfsmenn áreita hana. Töpuð tækifæri. Konur þurfa bara að vera duglegri og það allt.
 2. Flutti fyrirlestur um BS verkefni mitt við lok BS-námsins fyrir ansi mörgum árum þar sem viðstaddir voru m.a. kennarar við og framhaldsnemendur við deildina. Fékk að heyra það frá karlkyns MS-nemum að ég hefði vísvitandi klætt mig ögrandi við fyrirlesturinn svo þeir gætu ekki einbeitt sér að því sem ég var að segja og myndu þar af leiðandi ekki spyrja mig erfiðra spurninga
 3. Ég var einu sinni beðin að koma því á framfæri við sviðsforseta að kollegi (við aðra deild) hefði verið að senda klámfengið efni á sitt deildarfólk, þar á meðal doktorsnema sem upplifðu það sem áreitni en treystu sér ekki til að kvarta. Nokkrum vikum seinna hitti ég sviðsforseta og spurði hvers vegna engin svör hefðu borist. Kom þá í ljós að honum fannst þetta bara dæmi um „vondan húmor“.
 4. Karlkyns nemandi með ríflega uppblásna sjálfsmynd og sauðölvaður þetta kvöld kleip mig skyndilega þéttingsfast í rassinn á árshátíð nemendafélagsins þar sem við kennarar skiptumst á að mæta. Ég sagði honum rækilega til syndanna þegar þetta gerðist en aðhafðist ekki frekar.
 5. Ég var hluta úr náminu mínu við erlendan háskóla og hann var leiðbeinandinn minn. Hann tók vel á móti mér og var með eindæmum gestrisinn, en smám saman fór ég að fá skrítna tilfinningu fyrir honum. Hann var ítrekað að reyna að fá mig eitthvað með sér ein, og þegar ég vildi það ekki reiddist hann. Steininn tók úr þegar ég áttaði mig á því, sem betur fer fyrir brottför, að ferð sem ég hélt að hópur tengdur skólanum væri að fara í væri í raun bara ég og hann. Ég sagði frá öllu um leið og ég kom heim, en stöðu hans (og minnar) vegna þótti ekki ráðlegt að aðhafast neitt. Hann hélt áfram að senda mér tölvupósta og myndir af sér löngu eftir að ég kom heim. Seinna gerði ég upp mín mál, en hann er enn prófessor við virtan háskóla og heldur áfram að taka að sér nemendur.
 6. Ég fékk einu sinni (fyrir mörgum árum síðan líklega u.þ.b 20 árum) þá athugasemd að ég væri í svo stuttum pilsum að ekki væri unnt að einbeita sér að kennslunni hjá mér. Ég kenni aðallega konum og veit ekki hvort athugasemdin kom frá konu eða karli enda fá nemendur að koma með nafnlausar athugasemdir í kennslukönnunum. Ég ræddi þetta við brautarformann (konu) sem taldi að ég ætti bara að hafa húmor fyrir þessu. Á þessum árum gekk ég oft í leggings eða þykkum sokkabuxum og pilsum niður á mið læri eða svo. En það sem gerðist þrátt fyrir að ég reyndi að nota húmorinn var að ég steinhætti að ganga í stuttum pilsum, af því ég vildi ekki fá fleiri svona athugasemdir, og var þó alveg þokkalega upplýst um kynjamisrétti.
 1. Ég var stödd í vinnupartýi þar sem einn gesta var gamall prófessor. Ég var spariklædd í pilsi sem náði niður fyrir hné! Svo vildi til að þar sem ég sat hafði pilsið runnið einhvern veginn þegar ég krosslagði fætur þannig að sást í annað hnéð. Prófessorinn hellti sig yfir mig og skammaði mig fyrir að vera svona afhjúpandi og ,,kveikja“ í honum. Hann var í alvöru reiður, þetta var ekkert grín. Ég varð auðvitað miður mín. Þetta var maður sem þekkti mig ekki neitt en leyfði sér að hafa særandi athugasemdir um klæðaburð minn. Ég hef ekki getað litið manninn sömu augum síðan.Eins er með manninn sem þarf alltaf að heilsa öllum konum með kossi um leið og hann gantast með að hann „verði“ bara að nota tækifærið.
 2. Ég var einu sinni að halda erindi á innlendri ráðstefnu og með mér voru þrír karlkyns fyrirlesarar og ein önnur kona. Sá sem steig síðastur í pontu var einnig fundarstjóri og í sínu erindi vísaði hann margoft í erindi hinna karlanna en sagðist því miður ekki muna neitt af því sem ég og kynsystir mín hefðum sagt í okkar erindum því við værum svo sætar og hann hefði því bara gleymt sér í því að stara á okkur og því ekki heyrt orð af því sem við sögðum……
 3. Fyrir mörgum árum var ég að stjórna rannsóknarverkefni úti á landi. Við vorum með nokkur verkefni í gangi á svæðinu, og bjuggum öll saman í heimavistarskóla. Í einu þessa verkefna var útlenskur fræðimaður. Hann var mjög óviðeigandi í tali og hegðun. T.d. gerði hann brjóstin á mér að umtalsefni eitt sinn þegar nokkur okkar voru að tala saman, og var gjarn á að nuddast „óvart“ upp við konurnar sem voru að vinna þarna. Á meðan verkefninu stóð veiktist ég, lá í bælinu með hita í nokkra daga. Á 3ja degi vaknaði ég rétt fyrir hádegi, fann að mér leið betur og ákvað að fá mér að borða og fara í sturtu. Þegar ég kom í matsalinn þá áttaði ég mig á því að ég og þessi maður vorum ein í skólanum. Eina sturtan var sturtuklefinn við sundlaug skólans, og þar var ekki hægt að læsa að sér. Nærvera þessa manns var þá orðin svo óþægileg að ég gat ekki hugsan mér að vera ein í bygginguni með honum, nakin þar sem ég gat ekki læst að mér, og beið því til kvölds þegar aðrir komu í hús með að fara í sturtu. Það sem situr í mér eftir þetta er að engin okkar gerði neitt í því að benda á þessa ósæmilegu hegðun, vissara að rugga ekki bátnum, ekki vera með vesen. Í staðinn létum við, eða allavega ég, hann breyta minni hegðun, hvernig ég klæddi mig, hvernig ég nýtti sameiginlegt rými, jafnvel hvenær ég baðaði mig.
 4. Í fyrsta starfinu mínu eftir háskóla: Valdamikill maður á vinnustaðnum skildi því miður aldrei mörk þess að vera vinalegur og vera óviðeigandi. Hann settist iðulega aðeins of nálægt. Snerti man einhvern veginn röngum megin við mörkin. Hóf umræður á einhverju sem var aðeins of persónulegt. Stóð fyrir aftan mig á meðan ég vann, beygði sig aðeins of nálægt og andaði á hálsinn á mér.Hann var tvöfalt eldri en ég. Þó ungur í stóra samhenginu. Um fertugt. Hávaxinn og þrekinn. Hélt sér við. Flokkast líklega víðast sem myndarlegur maður. Rólegur og ljúfur. Brosmildur. Giftur með börn. Góður við allar manneskjur, svo ég best sæi til. Fyrir utan þetta með mörkin. Sem hann virtist bara ekki skilja. Ég kunni ekki að díla við þetta – þrátt fyrir að hafa á þeim tíma viðamikla (klassíska) reynslu af áreiti úr fyrri táningsstúlkustörfum. Því það er einhvern veginn ekki það sama og að díla við fólk með völd. Ég hristi hann alltaf einhvern veginn af mér. „Ég ætla að stökkva og grípa mér kaffibolla. Læt þig vita þegar ég er búin að kíkja áþetta. Hehe 😄“
  Og að sjálfsögðu hélt ég öllu alltaf kammó, eins og allar konur sem vilja ekki rugga bátnum. Ég forðaðist dulið að vinna verkefni sem hann tók þátt í. Reyndi að standa alltaf upp þegar hann kom til mín, svo hann gæti ekki andað á hálsinn á mér. Reyndi að enda aldrei í lokuðu herbergi með honum. Ég stóð mig oft að því að hugsa: „Oh. Er heimurinn eftir háskóla svona?

😔“ Samtímis og ég vonaði að þessi maður væri bara einn af fáu svörtu sauðunum. En svo gekk hann loks yfir einhver mörk sem gerðu mér ókleift að vinna með honum. Ég þurfti að ræða við hann vegna sameiginlegs verkefnis. Á leið minni til hans mætti ég honum á risastórum opnum gangvegi – þar sem þó engin var. Ég sagði við hann „Ah, [nafn]! Einmitt sá sem ég var að leita að! Ég ætlaði að ræða við þig um…“ Þá greip hann ákveðið utan um mjóbakið mitt, hrifsaði mig til sín, og hélt mér í þéttingsföstu taki upp við líkamann sinn, svo að klofið hans lá uppvið mitt og ég var pikkföst. Ég fraus, sagði ekkert, og fann hjartsláttinn aukast.

Hann beið um stund, og sagði svo rólega, og brosandi, horfandi djúpt í augun mín, eins og staðan sem við vorum í gæti ekki verið sjálfsagðari: „Hvað segirðu, [nafn] mín?“ Ég stamaði einhverju út úr mér. Einhverjum hálfparti af því sem ég vildi sagt hafa – á meðan ég gat lítið hugsað annað en: „Ég er föst. Hann er stærri og sterkari en ég. Ég skil ekki hvað hann er að gera? Ok ég þarf að koma honum í skilning um að ég vilji ekki vera hér. Hvað á ég að gera? Ef ég segi „Viltu sleppa mér?“ þá móðgast hann ábyggilega. Ég get ekki móðgað hann. Hann hefur völd hér. Af hverju er hann að gera þetta? Sér þetta ekki einhver? Ég vona að einhver hafi séð þetta! Eða er þetta kannski bara eðlilegt? Finnst öllum hér þetta vera eðlilegt? Er ég að túlka þetta of mikið?“

Eftir nokkrar mínútur af stami og gólfstörum af minni hálfu, pikkföst upp við hann, klof í klof, brjóst við brjóst, farin að svitna úr óþægindum, náði ég loksins að gera honum skýrt með mjaki og hreyfingum að ég vildi losna. Hann sleppti mér. Ég sagðist skyldu láta hann vita um næstu skref í verkefninu. Svo gekk ég beinustu leið inn á kvennaklósett og dvaldi þar um stund að hugsa hvað ég ætti að gera.

Ég vildi að ég gæti sagt ungu-mér að það skipti eeeengu friggin máli þótt ég móðgi mann sem heldur mér gegn vilja mínum, með því að segja honum að sleppa mér. Sama hvaða völd sá maður hefur. Ég vildi að ég gæti leiðrétt eftirfarandi þankagang hjá ungu-mér: „Ef ég segi frá þessu þá missi ég starfið mitt.“

„Ef ég segi frá þessu þá vill engin manneskja hér vinna með mér.“
„Ef ég segi frá þessu þá verður það ég sem verð dæmd, ekki hann.“
„Ef ég segi frá þessu þá mun þetta atvik og frásögn mín af því fylgja mér allan ferilinn minn.“ Það versta er líklega að ég er ekkert sannfærð um að unga-ég hefði haft fyllilega rangt fyrir sér. Ég sagði aldrei frá þessu. Ég passaði mig bara að fara aldrei aftur ein að hitta hann. Fann alltaf upp á einhverju til að aðrar manneskjur kæmu með mér.

 1. Öll skiptin sem allnokkrir samstarfsmenn hafa drafað ofan í brjóstaskoruna á mér eftir að hafa fengið sér aðeins of mikið neðan í því og sagt við mig: ‘Þú ert alltaf svo sæt’ og klappað mér a) á bakið, b) á rassinn, eða c) á lærin eða d) strokið á mér kinnina.
 2. Þegar ég fæ í kennslumati að ég eigi að vera oftar í bleiku peysunni eða mæta í þrengri fötum næst.
 3. Þegar ég var í doktorsnámi settist einn prófessorinn í deildinni við hliðina á mér á föstudagshittingi deildarinnar á lokal pöbbinum og byrjaði ad strjúka læri. Úff, átti svo ekki von á þessu. Fékk svo að vita hjá samnemendum að þetta væri algengt og maðurinn væri creep. Ég fór aldrei aftur á föstudags hitting og hef forðast slíkar samkundur síðan.

 

Undir áskorunina skrifa:

 1. Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt, Háskóla Íslands
 2. Auður Magnúsdóttir,Landbúnaðarháskóli Íslands
 3. Eyja Margrét Brynjarsdóttir,Fræðimaður við Heimspekistofnun, HÍ
 4. Bjargey Anna Guðbrandsdóttir,Verkefnastjóri Háskóla Íslands
 5. Anna Heiða Ólafsdóttir,Fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun
 6. Freydís Vigfúsdóttir,Sérfræðingur Háskóli Íslands
 7. Annadís Greta Rudolfsdottir,Dósent, Menntavísindasviði, Háskóla Íslands
 8. Kristín Björnsdóttir,Háskóli Íslands
 9. Arna Björg Ágústsdóttir,Rannsakandi Íslensk erfðagreining
 10. Katrín Ólafsdóttir,lektor við Háskólann í Reykjavík
 11. Sigrún Lilja Einarsdóttir,Dósent og forseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Bifröst
 12. Ragna Benedikta Garðarsdóttir,Dósent, Háskóla Íslands
 13. Sigrún Ólafsdóttir,Prófessor, Háskóli Íslands
 14. Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir,Félagsvísindastofnun
 15. Árdís Kristín Ingvarsdóttir,Doktorsnemi, HÍ
 16. Íris Ellenberger,Nýdoktor við Háskóla Íslands
 17. Þorgerður Þorvaldsdóttir,Sjálfstætt starfandi fræðimaður, ReykjavíkurAkademíunni.
 18. Unnur Birna Karlsdóttir,Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands
 19. Arnfríður Guðmundsdóttir,Prófessor Háskóla Íslands
 20. Amalía Björnsdóttir,prófessor Háskóla Íslands
 21. Unnur Þorsteinsdóttir,Íslensk erfðagreining
 22. Svanhildur Óskarsdóttir,Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 23. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir,forstöðumaður Félagsvísindastofnunar
 24. Þórdís Þórðardóttir,dósent Háskóla Íslands
 25. Ester Rut Unnsteinsdóttir,Dýravistfræðingur Náttúrufræðistofnun
 26. Kristín I. Pálsdóttir,Verkefnisstjóri, Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum – RIKK
 27. Andrea Hjálmsdóttir,Lektor við Háskólann á Akureyri
 28. Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir,jarðfræðingur og fv. nýdoktor við Jarðvísindastofnun Háskólans
 29. Kristín Dýrfjörð,Dósent, Háskólanum á Akureyri
 30. Ásdís Helgadóttir,Háskóli Íslands
 31. Auðbjörg Björnsdóttir,Háskólinn á Akureyri
 32. Erla Hulda Halldórsdóttir,Lektor, Háskóli Íslands
 33. Brynja Halldorsdottir,Haskoli Islands
 34. Aðalheiður Guðmundsdóttir,prófessor, HÍ
 35. Ingunn Hansdóttir,Dósent HÍ
 36. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir,Prófessor – Háskóla Íslands
 37. Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir,Sérfræðingur Umhverfisstofnun
 38. Þóra Pétursdóttir,UiT The Arctic University of Norway
 39. Bjarnheiður Kristinsdóttir,doktorsnemi við Háskóla Íslands
 40. Ástríður Pálsdóttir,eftirlaun
 41. Bryndís Marteinsdóttir,Verkefnastjóri, Landgræðsla ríkisins
 42. Guðbjört Guðjónsdóttir,Doktorsnemi við HÍ
 43. Vala Garðarsdóttir,VG-fornleifarannsóknir
 44. Bryndis Birnir,Uppsala Haskoli
 45. Mia Cerfonteyn,PhD Student
 46. Árný Ingveldur Brynjarsdóttir,Háskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri
 47. Lilja Magnúsdóttir,Sjálfstætt starfandi fræðimaður
 48. Katrín Birna Pétursdóttir,Lífeindafræðingur – LSH
 49. Hildur Gestsdóttir,Sérfræðingur – Fornleifastofnun Íslands
 50. Sigrún María Kristinsdóttir,PhD EFLA
 51. Linda Sólveigar Guðmundsdóttir,Háskóli Íslands
 52. Anna Kristín Sigurðardóttir,dósent við Háskóla Íslands
 53. Guðrún Pétursdóttir,forstöðumaður Stofnun Sæmundar fróða
 54. Guðbjörg R. Jóhannesdóttir,Nýdoktor Heimspekistofnun HÍ, aðjúnkt LHÍ
 55. Guðrún Helgadóttir,Háskólinn á Hólum
 56. Kristín Aðalsteinsdóttir,Háskólinn á Akurreyri
 57. Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir,Doktorsnemi, Háskóli Íslands
 58. Sigríður Ólafsdóttir,Alvotech
 59. Sigríður Sigurjónsdóttir,Prófessor við Háskóla Íslands
 60. Soffía Auður Birgisdóttir,Háskóli Íslands
 61. Ásta Kristín Benediktsdóttir,Stundakennari og doktorsnemi, Háskóli Íslands
 62. Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Lektor við Háskólann á Akureyri
 63. Elsa Eiríksdóttir,Lektor, Háskóla Íslands
 64. Jóhanna Kristín Snævarsdóttir,Verkefnastjóri
 65. Herdís Sveinsdóttir,Háskóla Íslands
 66. Hrönn Egilsdóttir,Sérfræðingur, Hafrannsóknastofnun
 67. Sara Harðardóttir,Erfðafræðingur við Kaupmannahafnar Háskóla
 68. Ragnhildur Guðmundsdóttir,Doktorsnemi, HÍ
 69. Skúlína Hlíf Kjartansdóttir,Aðjúnkt, Háskóli Íslands
 70. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir,forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum
 71. Guðrún Theodórsdóttir,Lektor, Háskóli Íslands
 72. Steingerður Ólafsdóttir,Lektor, Háskóli Íslands
 73. Þóra Sæunn Úlfsdóttir,Talmeinafræðingur, Miðja máls og læsis, SFS Reykjavík
 74. Guðrún Ingólfsdóttir,Sjálfstætt starfandi fræðimaður
 75. Guðrún Sif Friðriksdóttir,Doktorsnemi í mannfræði, Háskóli Íslands
 76. Urður Njarðvík,Dósent, Háskóla Íslands
 77. Eva Harðardóttir,Aðjunkt og doktorsnemi Háskóli Íslands
 78. Helga Bragadóttir,Háskóli Íslands og Landspítali
 79. Anna María,Scientist /Alvotech
 80. Guðrún Ragnarsdóttir,Háskóli Íslands
 81. Bjarnheiður K Guðmundsdóttir,Kennslustjóri Læknadeild
 82. Hafdís Hanna Ægisdóttir,Landbúnaðarháskóli Íslands
 83. Guðrún Hallgrímsdóttir,Sjálfstætt starfandi
 84. Ingibjörg Svala Jónsdóttir,Prófessor, Háskóli Íslands
 85. Katrín Dröfn Guðmundsdóttir,Háskóli Íslands
 86. Vala Friðriksdóttir,Sviðsstjóri / Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum
 87. Valgerður S. Bjarnadóttir,Doktorsnemi við Háskóla Íslands
 88. Sólveig Zophoníasdóttir,Háskólinn á Akureyri
 89. Margrét Valdimarsdóttir,Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands
 90. Arna Rúnarsdóttir,Deildarstjóri, ORF Líftækni
 91. Erna Magnúsdóttir,Dósent, Háskóla Íslands
 92. Irma Erlingsdóttir,Dósent og forstöðumaður við HÍ
 93. Anna Soffía Víkingsdóttir,Háskólinn á Akureyri
 94. Bergljót Þrastardóttir,Doktorsnemi, stundakennari í HÍ & HA
 95. Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir,Lektor, Háskóli Íslands
 96. Ásrún Matthíasdóttir,Lektor Háskólanum í Reykjavík
 97. Sigrún Aðalbjarnardóttir,Prófessor Háskóli Íslands
 98. Snjólaug Ólafsdóttir,Doktor í umhverfisverkfræði
 99. Margrét Elísabet Ólafsdóttir,Háskólinn á Akureyri
 100. Telma Sigurðardóttir,fyrrum mastersnemi i jarðeðlisfræði
 101. María K Jónsdóttir,Dósent í sálfræði. HR
 102. Þórey Rúnarsdóttir,Data Scientist, Tempo
 103. Vanda Sigurgeirsdóttir,Lektor, menntavísindasvið HÍ
 104. Rannveig Magnúsdóttir,Sérfræðingur hjá frjálsum félagasamtökum
 105. Margrét Hugadóttir,Sérfræðingur hjá Landvernd
 106. Arna H. Jónsdóttir,Menntavísindasvið HÍ
 107. Þuríður Jóhannsdóttir,Háskóli Íslands
 108. Lára Rún Sigurvinsdóttir,Háskóli Íslands
 109. Ragnheiður Ólafsdóttir,ReykjavíkurAkademían
 110. Brynhildur Þórarinsdóttir,dósent, Háskólinn á Akureyri
 111. Guðný Björk Eydal,Félagsráðgjafardeild Háskóli Íslands
 112. Sigríður Margrét Sigurðardóttir,Lektor, Háskólinn á Akureyri
 113. Steinunn Thorlacius,Landspítalinn
 114. Elín Soffía Ólafsdóttir,Prófessor, Háskóli Íslands
 115. Elín Guðmundsdóttir,Sérfræðingur, Náttúrustofu Austurlands
 116. Jóhanna Katrín Friðriksdóttir,Yale háskóli (áður Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum)
 117. Rósa Magnúsdóttir,Dósent Aarhus Universitet
 118. Margrét Guðmundsdóttir,Háskólinn í Reykjavík
 119. Benedikta S. Hafliðadóttir,Postdoc, Háskólinn í Tampere, Finnlandi
 120. Sunna Símonardóttir,Nýdoktor við Háskóla Íslands
 121. Albína Hulda Pálsdóttir,Sérfræðingur, Landbúnaðarháskóla Íslands
 122. Sigrún Birgisdóttir,Deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar / Listaháskóli Íslands
 123. Guðný Helga Gunnarsdóttir,Háskóli Íslands
 124. Þóra Árnadóttir,Vísindamaður, Jarðvísindastofnun Háskólans
 125. Hanna Ragnarsdóttir,Prófessor, Háskóli Íslands
 126. Iris Edda Nowenstein,Doktorsnemi – Háskóli Íslands
 127. Margrét Sigrún Sigurðardóttir,Lektor, Viðskitpafræðideild Háskóli Íslands
 128. Sigríður Karen Jochums Bárudóttir,Framkvæmdastjóri/ Sálfræðisetrið ehf
 129. Sigrún Alba Sigurðardóttir,Lektor, Listaháskóli Íslands
 130. Eva H. Önnudóttir,Nýdoktor / Háskóli Íslands
 131. Una Bjarnadóttir,Verkefnastjóri á Ónæmisfræðideild LSH
 132. Svanborg R Jónsdóttir,Dósent HÍ
 133. Sunna Björk Ragnarsdóttir,Líffræðingur
 134. Steinunn Gestsdóttir,Prófessor/aðstoðarrektor við Háskóla Íslands
 135. Ása L. Aradóttir,prófessor, Landbúnaðarháskóla Íslands
 136. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir,Prófessor við Háskóla Íslands
 137. Heiða María Sigurðardóttir,Lektor við Háskóla Íslands
 138. Ellen Dröfn Gunnarsdóttir,Íslensk Erfðagreining
 139. Ragnheiður Ásgeirsdóttir,ÍSOR
 140. Sigrún Hanna Þorgrímsdóttir,Doktorsnemi, Háskólinn í Gautaborg
 141. Þorbjörg Þorvaldsdóttir,Rannsóknarmaður, Málvísindastofnun HÍ
 142. Eygló Rúnarsdóttir,aðjúnkt við Háskóla Íslands
 143. Ragnheiður Kristjánsdóttir,Háskóli Íslands
 144. Arndís Bergsdóttir,Nýdoktor við Háskóla Íslands
 145. Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Háskólinn á Akureyri
 146. Ester Eyjólfsdóttir,Efnafræðingur
 147. Sigrún Gunnarsdóttir,Háskóli Íslands
 148. Berglind Eva Benediktsdóttir,Háskóli Íslands
 149. Þórunn Rafnar,Líffræðingur
 150. Þorbjörg Rún Eysteinsdóttir,Meistaranemi HÍ
 151. Ingunn Hreinberg Indriðadóttir,Kennari við Háskóla Íslands
 152. Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir,Félagsráðgjafi, PhD
 153. Aðalheiður Jónsdóttir,Vísindafulltrúi í Brussel
 154. Magnea Karlsdóttir,Matís ohf
 155. Kristbjörg Gunnarsdóttir,Lífeindafræðingur
 156. Elsa Ósk Alfreðsdóttir,Aðjúnkt, Háskóli Íslands
 157. Drífa Hrund Guðmundsdóttir,Sameindalíffræðingur Háskóli Íslands
 158. Líney Halla Kristinsdóttir,Hugbúnaðarsérfræðingur, Kvikna
 159. Gyða Einarsdóttir,Verkefnisstjóri hjá Háskóla Íslands
 160. Rúna V Guðmarsdóttir,Háskóli Íslands
 161. Elva Ellertsdóttir,Háskóli Íslands
 162. Arna Hauksdóttir,Prófessor, Háskóli Íslands
 163. Guðbjörg Þ. Örlygsdóttir,Lyfjastofnun
 164. Auður Magndís Auðardóttir,Doktorsnemi og aðjúnkt á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
 165. Þóra Christiansen,Háskóli Íslands
 166. Valgerður Pálmadóttir,Umeå Universitet
 167. Esther Ruth Guðmundsdóttir,Jarðvísindastofnun
 168. Anna Ólafsdóttir,Dósent, Háskólinn á Akureyri
 169. Rakel Adolphsdóttir,Kvennasögusafn Íslands
 170. Linda Björk Ólafsdóttir,doktorsnemi við Háskóla Íslands
 171. Magnea J. Matthíasdóttir,stundakennari og doktorsnemi, Háskóli Íslands
 172. Marta Helgadóttir,Verkefnastjóri hjá Háskóla Íslands
 173. Ásta Snorradóttir,Lektor, Háskóli Íslands
 174. Ingibjörg Ágústsdóttir,Háskóli Íslands
 175. Gréta Mjöll Bjarnadóttir,Háskóli Íslands/Fjölbrautaskólinn við Ármúla
 176. Berglind Sveinbjörnsdóttir,Háskólinn í Reykjavík
 177. Hafdís Dögg Hafsteinsdóttir,Háskólinn í Reykjavík
 178. Kolbrún M. Hrafnsdóttir,Verkefnastjóri – Háskóli Íslands
 179. Margrét Geirsdóttir,Matís ohf
 180. Kristín Jóhannsdóttir,Háskólinn á Akureyri
 181. Þórunn Rafnar Þorsteinsdóttir,Verkefnastjóri, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum
 182. Ingibjorg Birna Kjartansdottir,Istak
 183. Gréta Matthíasdóttir,Háskólinn í Reykjavík
 184. Eva Þórdís Ebenezersdóttir,Doktorsnemi við Háskóli Íslands
 185. Auður Örlygsdóttir,Verkefnsstjóri, Háskóli Íslands
 186. Elín Ósk Helgadóttir,stundakennari í lögfræði HR/HÍ
 187. Erla Elíasdóttir Völudóttir,Þýðandi, sjálfstætt starfandi
 188. Anna Margrét Halldórsdóttir,Landspítalinn
 189. Margrét Cela,Verkefnastjóri, Háskóla Íslands
 190. Birna Baldursdóttir,Háskólinn í Reykjavík
 191. Elísabet Kristjánsdóttir,Aðstoðarkennari við Háskóla Íslands
 192. Sigríður Hjördís Jörundsdóttir,Doktorsnemi HÍ
 193. Elísabet Margeirsdóttir,Aðjúnkt við Háskóla Íslands
 194. Unnur Dís Skaptadóttir,Prófessor, Háskóli Íslands
 195. Erla Karlsdóttir,Doktorsnemi
 196. Björk Þorleifsdóttir,sagnfræðingur
 197. Guðrún Geirsdóttir,Háskóli Íslands
 198. Sólrún Inga Traustadóttir,Fornleifafræðingur og stundakennari við Háskóla Íslands
 199. Katrín Magnúsdóttir,Verkefnisstjóri hjá Landvernd
 200. Lilja Kjalarsdóttir,Sjálfstætt starfandi
 201. Ragnheiður Traustadóttir,Framkvæmdastjóri, fornleifafræðingur Antikva ehf.
 202. Þórdís Vilhelmína Bragadóttir,Sérfræðingur Umhverfisstofnun
 203. Þóra Björk Eysteinsdóttir,Mannauðssérfræðingur/Háskólinn í Reykjavík
 204. Hulda Sigríður Hreggviðsdóttir,Rannsóknir og þróun, Zymetech
 205. Guðrún Lára Pálmadóttir,umhverfisfræðingur
 206. Sigríður Kristinsdóttir,Sérfræðingur Umhverfisstofnun
 207. Sólveig Ólafsdóttir,Doktorsnemi við Háskóla Íslands
 208. Kristín Loftsdóttir,Háskóli Íslands
 209. Sólveig Grétarsdóttir,Verkefnisstjóri, Íslensk erfðagreining
 210. Halldóra Viðarsdóttir,Virk starfsendurhæfingarsjóður
 211. Kristín Svavarsdóttir,Sérfræðingur, Landgræðsla ríkisins
 212. Lilja Þorkelsdóttir,Náms-og starfsráðgjafi, Reykjavíkurborg
 213. Svandís Helga Halldórsdóttir,Skrifstofustjóri, Háskóli Íslands
 214. Vigdís Valsdóttir,Háskóli Íslands
 215. Birna Björk Árnadóttir,
 216. Gróa Valgerður Ingimundardóttir,Lundar Háskóli, Svíþjóð (vann áður hjá H.Í. og Náttúrufræðistofnun)
 217. Ásrún Á. Jónsdóttir,Nemi HR
 218. Guðrún C. Emilsdóttir,Þýðandi
 219. Rannveig Sigurvinsdóttir,Nýdoktor, HR
 220. Stefanía Bjarney Ólafsdóttir,Meðstofnandi og stjórnarmaður, Viska
 221. Ingunn Björnsdóttir,Oslóarháskóli (sem hefur stefnu, og henni er framfylgt)
 222. Hildur Sigurgrímsdóttir,Doktorsnemi, Landspítalanum
 223. Súsanna Margrét Gestsdóttir,Aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskólanum við Ármúla
 224. Lilja Laufey Davíðsdóttir,Fornleifafræðingur hjá FSÍ
 225. Sigurbjörg Jónsdóttir,
 226. Valborg Guðmundsdóttir,nýdoktor
 227. Inga B Árnadóttir,Tannlæknadeild
 228. Rósa Þorsteinsdóttir,Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 229. Guðný Hallgrímsdóttir,Doktorsnemi á Hugvísindasviði HÍ
 230. Sædís Gunnarsdóttir,Verkefnastjóri Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri
 231. Sólveig Nielsen,Háskóli Íslands
 232. Birna Lárusdóttir,fornleifafræðingur/Fornleifastofnun Íslands
 233. Arndís Eva Finnsdóttir,Stundakennari og meistaranemi við Sálfræðideild Háskóla Íslands
 234. Guðrún Kristinsdóttir,Doktorsnemi við Hugvísindasvið Háskóla Íslands
 235. Ingibjörg Guðmundsdóttir,Háskólinn í Reykjavík
 236. Freyja Hreinsdóttir,Dósent HÍ
 237. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Sjúkrahúsprestur, Landspitali
 238. Ragnheiður Júníusdóttir,Háskóli Íslands
 239. Ingibjörg Sveinsdóttir,Velferðarráðuneytið
 240. Jónína H. Ólafsdóttir,Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna
 241. María Stefánsdóttir,sviðsstjóri, Hafrannsóknastofnun
 242. Birna Gunnarsdóttir,Verkefnisstjóri, Háskóla Íslands
 243. Sigríður Sigurðardóttir,
 244. Finnborg S. Steinþórsdóttir,Doktorsnemi, Háskóli Íslands
 245. Sigríður Kristjánsdóttir,Jarðeðlisfræðingur, Íslenskar orkurannsóknir
 246. Inga Reynisdóttir,Náttúrufræðingur, Landspítali
 247. Berglind Rós Magnúsdóttir,Háskóli Íslands
 248. Sif Einarsdóttir,Prófessor, Háskóli Íslands
 249. Kristín Vilhjálmsdóttir,Sjálfstætt starfandi þýðandi
 250. Arney Einarsdóttir,Lektor, Háskóli Íslands
 251. Hanna Ólafsdóttir,Lektor / Háskóli Íslands
 252. Bryndís Björnsdóttir,Matís
 253. Svanhildur Egilsdóttir,Hafrannsóknastofnun
 254. Vigdís Vala Valgeirsdóttir,Rannsóknamaður við Háskóla Íslands
 255. Auður Anna Aradótir Pind,
 256. Hildur Fjóla Antonsdóttir,Doktorsnemi
 257. Þóra Kristín Þórsdóttir,
 258. Halla Kolbeinsdóttir,Vefstjóri, Háskólinn í Reykjavík
 259. Auður H Ingólfsdóttir,Sérfræðingur, Háskólinn á Akureyri
 260. Arnþrúður Ingólfsdóttir,Sjálfstætt starfandi
 261. Lilja Björk Pálsdóttir,Fornleifastofnun Íslands
 262. Guðrún Ragna Hreinsdóttir,Skrifstofustjóri, Háskólinn í Reykjavík
 263. Helga Þórey Jónsdóttir,
 264. Eirný Þórólfsdóttir,
 265. Hrafnhildur Sverrisdóttir,arkitekt FAÍ
 266. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Sviðstjóri hjá Embætti landlæknis og stundakennari við HR og HÍ
 267. Tinna Jónsdóttir,Jarðfræðingur /Skipulagsstofnun
 268. Catherine E Batt,Háskólinn í Reykjavík
 269. Rósa María Hjörvar,Doktorsnemi
 270. Ingibjörg Harðardóttir,Prófessor, Háskóli Íslands
 271. Valerie Maier,Sérfræðingur, HÍ
 272. Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir,lektor við Háskóla Íslands
 273. Sara Stef.,Forstöðukona bókasafns og upplýsingaþjónustu / Háskólinn í Reykjavík
 274. Hulda Þórisdóttir,Háskóli Íslands
 275. Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Prófessor/Háskóli Íslands
 276. Hafdís Guðjónsdóttir,Prófessor Menntavísindasvið Háskóla Íslands
 277. Ingunn Gunnarsdóttir,Doktorsnemi við Háskóla Íslands
 278. Þóra Hallgrímsdóttir,Háskólinn í Reykjavík
 279. Eydís Þórunn Guðmundsdóttir,Náttúrufræðingur / Landspítali
 280. Guðný Rut Pálsdóttir,Líffræðingur
 281. Hulda Proppé,Rannsóknastjóri, Félagsvísindasvið, Háskóli Íslands
 282. Nanna Hlín Halldórsdóttir,doktorsnemi í heimspeki við Háskóla Íslands
 283. Inga Þórsdóttir,HÍ
 284. Svandís Anna Sigurðardóttir,Doktorsnemi og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg
 285. Helga Jóna Eiríksdóttir,Sagnfræðingur, Þjóðskjalasafn Íslands
 286. Guðrún Elsa Bragadóttir,Doktorsnemi, SUNY at Buffalo
 287. Eyrún María Rúnarsdóttir,Doktorsnemi við Háskóla Íslands
 288. Sigrún Hreinsdóttir,Vísindamaður við GNS Science
 289. Sigrún Daníelsdóttir Flóvenz,Háskóli Íslands
 290. Anna Sigríður Ólafsdóttir,Prófessor, Menntavísindasviði HÍ.
 291. Inga María Ólafsdóttir,Doktorsnemi við Háskóla Íslands
 292. Aðalbjörg Aðalbjörnsdóttir,Örverufræðingur, Karólínska háskólasjúkrahús
 293. Fida Abu Libdeh,framkvæmdastjóri/ geosilica Iceland
 294. Anna Karlsdottir,Háskóli Íslands
 295. Margrét Guðmundsdóttir,verkefnisstjóri Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands
 296. Guðrún Rútsdóttir,Alvotech
 297. Halla Einarsdóttir,Verkfræðingur Háskóli Íslands
 298. Margrét Helga Ögmundsdóttir,Háskóli Íslands
 299. Elín Björk Jónasdóttir,Veðurstofa Íslands
 300. Elín Ingibjörg Magnúsdóttir,Doktorsnemi / Uppsalaháskóli
 301. Sigríður Þorgeirsdóttir,Háskóli Íslands
 302. Marion Lerner,dósent, Háskóli Íslands
 303. Kristín Jónsdóttir Njarðvík,Háskóli Íslands
 304. Ingileif Jónsdóttir,Prófessor, Háskóli Íslands / deildarstjóri, Íslensk erfðagreining
 305. Valdís Björt Guðmundsdóttir,Háskóli Íslands / Íslensk erfðagreining
 306. Þorbjörg Sandra Bakke,Háskóli Íslands
 307. Guðrún Nína Petersen,Sérfræðingur, Veðurstofa Íslands
 308. Magnfríður Júlíusdóttir,Lektor, Háskóli Íslands
 309. Guðrún Johnsen,Háskóli Íslands
 310. Þórhildur Oddsdóttir,Aðjúnkt, Háskóli Íslands
 311. Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir,Listfræðingur og doktorsnemi
 312. Bryndís BjörgvinsdóttirLektor Listaháskóla Íslands
 313. Brynhildur JónsdóttirSálfræðingur LSH
 314. Andrea G. DofradóttirFélagsvísindastofnun HÍ
 315. Jóhanna ÓlafsdóttirSkógræktin
 316. Þórhildur HeimisdóttirStundarkennari og mastersnemi við Háskóla Íslands
 317. Gunndís Ýr FinnbogadóttirLektor, Listaháskóli Íslands
 318. Sigrún ÓlafsdóttirDoktorsnemi í Háskólanum í Reykjavík
 319. Helga BirgisdóttirDoktorsnemi, Háskóli Íslands
 320. Lilja JóhannesdóttirNýdoktor, Rannsóknasetur Háskóla Íslands Suðurlandi
 321. Álfheiður HaraldsdóttirDoktorsnemi – Háskóli Íslands
 322. Hólmfríður GarðarsdóttirPrófessor Háskóli Íslands
 323. Guðný Anna ÁrnadóttirÍslensk Erfðagreining
 324. Stefanía BenónísdóttirSérfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu
 325. Unnur Anna ValdimarsdóttirPrófessor, Háskóla Íslands
 326. Emma Björg EyjólfsdóttirDoktorsnemi við Háskóla Íslands
 327. Sandra Sif EinarsdóttirForvörður, Þjóðminjasafn Íslands
 328. Hulda Soffía JónasdóttirSérfræðingur við Háskóla Íslands
 329. Herdís Helga SchopkaSérfræðingur, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
 330. Anna Soffía HauksdóttirPrófessor, Háskóla Íslands

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.