Kynjafordómar, samfélagsmiðlar og lýðræði

María Rún Bjarnadóttir skrifar:

Það er löngu viðurkennt að ganga megi lengra í umfjöllun um stjórnmálamenn en almenna borgara. Nýleg samantekt frá Independent Committee for Standard on Public Life sýnir að í aðdraganda síðustu þingkosninga á Bretlandi þurftu frambjóðendur að þola alvarlegri hótanir og ógnanir en svo að það geti talist til eðlilegrar „umfjöllunar“.

Þar kemur einnig fram að konur [1]  í stjórnmálum, líkt og þeldökkt fólk, fólk sem tilheyrir öðrum etnískum uppruna eða trúarlegum minnihlutahópum, og einnig kynsegin frambjóðendur, eru í töluverðri meiri hættu að verða fyrir hótunum en aðrir frambjóðendur.

Samantektin byggist á fjölda staðreynda, þar á meðal nýlegri rannsókn frá Amnesty International UK, sem sýnir að þeldökkar og asískar stjórnmálakonur verða fyrir mun meiri netáreiti en hvítir kollegar þeirra. Í nýlegri könnun á vegum BBC Radio 5, svöruðu 64% af 113 þingmönnum því játandi að konur í stjórnmálum yrðu fyrir meira áreiti en karlmenn í stjórnmálum.

Tölurnar koma ekki á óvart þegar þær eru skoðaðar í alþjóðlegu samhengi. Samsvarandi niðurstöður fengust í rannsókn sem gerð var 2016 á meðal þingkvenna, þar sem úrtakið var um 500 stjórnmálakonur frá 107 löndum. Hér um bil helmingur svarenda höfðu fengið „móðgandi eða ógnandi athugasemdir um getu kvenna og/eða hlutverk þeirra“ í því starfsumhverfi sem við átti.

Rannsókn sem nær yfir ála Atlantshafsins gefur til kynna að konur þurfa almennt oftar að þola netáreiti og ógnanir sem rekja má til kynferðis þeirra, og ekki aðeins í stjórnmálum. Danska Mannréttindastofan leiddi í ljós að vegna þeirrar fólsku sem finnst á netinu veigrar helmingur Dana sér við því að taka þátt í almennri umræðu þar. Opinber umræða sem aðeins helmingur þjóðar tekur þátt í glatar fljótt sínu „lýðræðislega“ yfirbragði.

Ein af megináherslum samantektar ICfSoPL eru lýðræðislegir hagsmunir. Stofnunin mælir með því að samfélagsmiðlar verði gerðir ábyrgir fyrir áreiti því sem notendur þeirra beita frambjóðendur og stjórnmálamenn. Álíka ákall hefur verið gert til samfélagsmiðla hvað varðar öfga- og hatursorðræðu.

Þrátt fyrir að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi ekki fengist við slík mál varðandi samfélagsmiðla, hefur hann komist að þeirri niðurstöðu, að það brjóti ekki í bága við rétt fólks til tjáningafrelsis skv. 10. gr. (Mannréttindalaga), að gera samfélagsmiðla ábyrga fyrir hatursorðræðu notenda og fyrir hvatningu þeirra til ofbeldis. Hann hefur jafnframt lýst því yfir að útbreiðsla miðils og viðskiptahvati geti haft áhrif á mat á mögulegri ábyrgð.

Mannréttindadómstóllinn hefur með úrskurðum sínum mótað mörkin milli tjáningarfrelsis og hatursorðræðu, og þannig leitt í ljós að ekki eru allar orðræður jafngildar innan sáttmálans. Með öðrum orðum, orðræða sem grefur undan þeim lýðræðisgildum sem sáttmálanum er gert að standa vörð um, nýtur ekki verndar hans.

Ákallið eftir aukinni ábyrgð samfélagsmiðla er vel skiljanlegt í ljósi vaxandi hlutverks þeirra í nútímasamfélagi. Það er hins vegar annar lýðræðislegur vinkill á þessari nálgun. Löggjafi ríkja er enn sem komið er þing sem mannað er lýðræðislega kjörnum fulltrúum og þau eiga að framfylgja þeim reglum sem settar eru í mannréttindalögum. Þegar krafa er gerð um að samfélagsmiðlar fylgi ákveðnum skilmálum er eðlillegt að spyrja sig; hvað með lögin?

Samkvæmt núverandi löggjöf í Bretlandi eru hatursglæpir glæpir þar sem þolandi hefur sætt áreiti vegna kynþáttar, kynhneigðar eða fötlunar, en ekki vegna kyns. Nýlega uppfærði Twitter hatursorðræðustefnu sína svo hún endurspegli bresku löggjöfina um hatursglæpi, en hún byggir aftur á móti á lagaramma sem hefur ekki enn skilgreint kynjafordóma sem hatursorðræðu. Af hverju ættu samfélagsmiðlar að setja reglur til verndar konum í stjórnmálum þegar löggjöfin gerir það ekki? Eins og kemur fram í nýlegri rannsókn frá Gothenburgháskóla er Bretland ekki eina landið sem brugðist hefur í lagalegu tilliti varðandi kynbundið netáreiti.

Nýlega skipulagði Sussexháskóli málstofu um kyn og hatur í netheimum, þar sem saman komu rannsakendur og erlendir sem og innlendir hagsmunaaðilar. Góður árangur lögreglunnar í Nottinghamskíri, sem tekist hefur á við orðræðu um kynjafordóma undir núverandi lagaramma um hatursglæpi, kom til umræðu í málstofunni sem fyrirmynd í þessum efnum. Merki eru um að sama nálgun verði tekin upp í öðrum lögregluumdæmum.

Niðurstöðurnar gáfu til kynna að þörf sé á bæði stefnumótun og auknum rannsóknum til þess að mæta þeim veruleika sem blasir við varðandi netáreiti gegn konum. Eftirfarandi tillaga um stefnu var borin fram:

  • Löggjafar endurskilgreini lagaramma hatursorðræðu svo það felli kyn undir þau atriði sem njóta lagaverndar.
  • Lögregla og dómskerfi byggi á reynslu lögreglunnar í Nottinghamskíri með því að nálgast kvenhatur sem hatursorðræðu og starfslið og lögreglumenn fái þjálfun í samræmi við það.
  • Samfélagsmiðlar tryggi að skilmálar taki á kynjuðum veruleika netáreitis og hafi skýrt tilkynningarferli fyrir þau sem verða fyrir kynjafordómum og kynjuðu netáreiti.
  • Með rannsóknir á þessu sviði í huga, kom í ljós að frekari gagna er þörf til þess að skoða nánar:
  • Áhrif kvenhaturs á netinu, á þau sem fyrir því verða og á svokölluð hjástandsáhrif.
  • Bakgrunn gerenda til þess að skilja betur uppsprettu hegðunarinnar.

Lýðræðislega ferlið er mikilvægt og viðkvæmt. Samfélagsmiðlar hafa haft mikil áhrif á hvernig stjórnmálamenn haga samskiptum sínum við kjósendur, eins og það hefur gert á mörgum öðrum sviðum samskipta. Nauðsynlegt er að tryggja að stjórnmálaþátttaka minnki ekki og er umsögn Independent Committee for Standards on Public Life mikilvægt framlag sem bregðast verður við. Þá má ekki líta framhjá kynjuðum hliðum netáreitis í garð kvenna í stjórnmálum.

Bretar fagna hundrað ára afmælis kosningaréttar kvenna í desember 2018. Það væri svo sannarlega við hæfi, að konur gætu fyrir þann tíma boðið sig fram til kosninga án þess að verða fyrir áreiti vegna kyns síns.

María Rún Bjarnadóttir er doktorsnemi í lögfræði við Háskólann í Sussex.

[1] Þrátt fyrir að það sé ekki gert í rannsókninni sem vísað er til, mun orðið ‘kona’ hér í greininni ekki vera notað á aðgreinandi hátt, heldur verður notað bæði fyrir gagnkynhneigðar konur og transkonur. Þetta á ekki að skilja sem svo að hér sé verið að gera lítið úr reynslu gagnkynhneigðra kvenna eða transkvenna.

Greinin birtist fyrst hér:

Sexism, social media and democracy – María Rún Bjarnadóttir

2 athugasemdir við “Kynjafordómar, samfélagsmiðlar og lýðræði

  1. Bakvísun: Konur og hatur á netinu – Lagalega lífstílsbloggið – The Legal/Lifstyle Blog

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.