Hælbíturinn á Hringbraut

Þegar #metoo-átakið – sem sumir kalla byltingu – barst til Íslands voru stjórnmálakonur einna fyrstar til að sýna það hugrekki að stíga fram og opna ormagryfjuna. Ef til vill voru þær of fljótar á sér að birta sögur sínar, því þegar augu flestra landsmanna höfðu opnast fyrir þeirri kvenfyrirlitningu sem hefur löngum gegnsýrt samfélagið og vinnuumhverfi kvenna, þar á meðal stjórnmálakvenna, birtist eftirfarandi klausa á vef Hringbrautar:

Fréttastjórinn sem þarna skrifar undir var kynntur sem stjórnmálafræðingur og fyrrverandi sendiherra þegar hann tók við starfinu í árslok 2016. Leitarvélin Google hefur um það bil helmingi færri sögur að segja af honum en Hildi Sverrisdóttir og engin stórvirki hans fundust þar í fljótu bragði þótt hann sé rúmum þrjátíu árum eldri en hún og karlmaður að auki. Hildur virðist hins vegar líkleg til að láta að sér kveða í stjórnmálaheiminum ef hún flæmist ekki þaðan eins og fjölmargar hæfileikaríkar konur fyrir tilstilli hælbíta eins og fréttastjóra Hringbrautar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.