Margrét Rún skrifar:

DEU, Deutschland, Berlin-Mitte, Kino International, 31.01.2018: Pressekonferenz – aus „Pro Quote Regie“ wird „Pro Quote Film“ (http://proquote-film.de).
[Foto + ©: Dietmar Gust für Pro Quote Film; Mobilfon: +49 (0)172 3016574; web: http://www.gustfoto.de, e-mail: info@gustfoto.de]
Okkur hefur tekist að ná ýmsu fram á þessum tíma: Tvær kannanir voru gerðar, kynjahlutfall í úthlutunarnefndum kvikmyndasjóða er orðið jafnara og við fengum 20% leikstýrukvóta hjá Ríkissjónvarpinu ARD. Þess ber að geta að sjónvarp og kvikmyndasjóðir eru flestir allir á vegum hins opinbera, hvort sem er beint ríkisstjórn Angelu Merkel eða einstök sambandslýðveldi, sumsé fjármagnaðir með skattpeningum og í þýsku stjórnarskránni segir í §3, 2 „Männer und Frauen sind gleichberechtigt. Der Staat fördert die tatsächliche Durchsetzung der Gleichberechtigung von Frauen und Männern und wirkt auf die Beseitigung bestehender Nachteile hin.“ Eða: Karlar og konur njóta sama réttar. Ríkið styður þennan jafna rétt og ef misrétti verður var, á ríkið að fjarlægja það.“ Málið er því hreint og klárt: Ríkið verður að eyða og leiðrétta þetta misrétti.
En núna kem ég að 31. janúar 2018: Við höfðum um tvennt að velja: Annars vegar að verða veikari eða verða sterkari. Við völdum seinni möguleikann. Þess vegna víkkuðum á þessum degi opinberlega út starfsemi okkar og köllum okkur núna PRO QUOTE FILM. Og náum yfir allar konur í bransanum, eða kvikmyndatökukonur, hljóðkonur, leikmyndakonur, búningakonur, leikkonur, kvenkyns tónskáld, handritshöfunda, framleiðendur, klippara, og auðvitað kvenleikstýrur.
-
Helstu kröfur okkar:
- Við krefjumst 50% kvóta af allri vinnu í bransanum af því- að við erum helmingur bransans og hæfileikum var jú skipt jafnt á milli kynjanna, en ekki bara gefnir körlum einum.
- Við krefjumst sömu launa fyrir sömu vinnu, við krefjumst þess að kvikmyndir kvenna verði varðveittar á jafnan hátt og kvikmyndir karla eða sem menningararfur þýsku þjóðarinnar.
- Við krefjumst þess kvikmyndatökur verði fjölskylduvænni, t.d. að kvikmyndasjóðir fjármagni barnapössun og að sett verði á laggninar stofnun sem styrki konur í kvikmyndagerð.
Við erum uppfullar af krafti og orku, erum nú þegar orðnar 1200 talsins og eigum eftir að láta mikið að okkur kveða í framtíðinni. Er þetta ekki eitthvað líka fyrir íslenskar kvikmyndakonur? Sameinaðar stöndum vér jú og náum sem slíkar miklu meiru fram? Hjartans baráttukveðjur frá Þýskalandi,
Margrét Rún