Pro Quote Regie

Margrét Rún skrifar:

DEU, Deutschland, Berlin-Mitte, Kino International, 31.01.2018: Pressekonferenz – aus „Pro Quote Regie“ wird „Pro Quote Film“ (http://proquote-film.de).
[Foto + ©: Dietmar Gust für Pro Quote Film; Mobilfon: +49 (0)172 3016574; web: http://www.gustfoto.de, e-mail: info@gustfoto.de]

Ég er stolt af okkur kvikmyndakonum í Þýskalandi. 31. janúar 2018 skrifuðum við nefnilega enn annan kafla í kvennabaráttu- og kvikmyndasögu Þýskalands. Síðastliðin 3 og hálft ár, hef ég verið ein af 12 kjarnakonum í grasrótarsamtökunum PRO QUOTE REGIE sem barist hafa fyrir a) 50% kvennakvóta í kvikmyndaleikstjórn, b) vísindalegri könnum á orsökunum fyrir 90 % karlakvóta í bransanum og c) því að úthlutunarnefndir kvikmyndasjóðanna hafi jafnt kynjahlutfall.

Okkur hefur tekist að ná ýmsu fram á þessum tíma: Tvær kannanir voru gerðar, kynjahlutfall í úthlutunarnefndum kvikmyndasjóða er orðið jafnara og við fengum 20% leikstýrukvóta hjá Ríkissjónvarpinu ARD. Þess ber að geta að sjónvarp og kvikmyndasjóðir eru flestir allir á vegum hins opinbera, hvort sem er beint ríkisstjórn Angelu Merkel eða einstök sambandslýðveldi, sumsé fjármagnaðir með skattpeningum og í þýsku stjórnarskránni segir í §3, 2 „Männer und Frauen sind gleichberechtigt. Der Staat fördert die tatsächliche Durchsetzung der Gleichberechtigung von Frauen und Männern und wirkt auf die Beseitigung bestehender Nachteile hin.“ Eða: Karlar og konur njóta sama réttar. Ríkið styður þennan jafna rétt og ef misrétti verður var, á ríkið að fjarlægja það.“ Málið er því hreint og klárt: Ríkið verður að eyða og leiðrétta þetta misrétti.

En núna kem ég að 31. janúar 2018: Við höfðum um tvennt að velja: Annars vegar að verða veikari eða verða sterkari. Við völdum seinni möguleikann. Þess vegna víkkuðum á þessum degi opinberlega út starfsemi okkar og köllum okkur núna PRO QUOTE FILM. Og náum yfir allar konur í bransanum, eða kvikmyndatökukonur, hljóðkonur, leikmyndakonur, búningakonur, leikkonur, kvenkyns tónskáld, handritshöfunda, framleiðendur, klippara, og auðvitað kvenleikstýrur.

  • Helstu kröfur okkar:

  • Við krefjumst 50% kvóta af allri vinnu í bransanum af því- að við erum helmingur bransans og hæfileikum var jú skipt jafnt á milli kynjanna, en ekki bara gefnir körlum einum.
  • Við krefjumst sömu launa fyrir sömu vinnu, við krefjumst þess að kvikmyndir kvenna verði varðveittar á jafnan hátt og kvikmyndir karla eða sem menningararfur þýsku þjóðarinnar.
  • Við krefjumst þess kvikmyndatökur verði fjölskylduvænni, t.d. að kvikmyndasjóðir fjármagni barnapössun og að sett verði á laggninar stofnun sem styrki konur í kvikmyndagerð.

Við erum uppfullar af krafti og orku, erum nú þegar orðnar 1200 talsins og eigum eftir að láta mikið að okkur kveða í framtíðinni. Er þetta ekki eitthvað líka fyrir íslenskar kvikmyndakonur? Sameinaðar stöndum vér jú og náum sem slíkar miklu meiru fram? Hjartans baráttukveðjur frá Þýskalandi,

Margrét Rún

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.