Fjölbreytniákvæðið

Frances McDormand fékk Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki í myndinni Þrjú auglýsingaskilti fyrir utan Ebbing í Missouri. Ræða hennar vakti mikla athygli og er vel þess virði að horfa á og hlusta. Þar segir Frances meðal annars í lauslegri þýðingu:

Mig langar til að biðja allar tilnefndar konur að rísa úr sætum. Meryl-ef þú gerir það-þá gera allar hinar það. Standið upp, konur í kvikmyndagerð, framleiðslu, leikstjórn, handritagerð, tónskáld, lagahöfundar og hönnuðir. Horfið nú í kringum ykkur, gott fólk. Við höfum allar sögur að segja og verkefni sem þurfa fjármögnun. Ekki ræða þetta við okkur í samkvæmum kvöldsins. Bjóðið okkur til viðræðna á skrifstofum ykkar eða okkar og við segjum ykkur frá þeim. Og lokaorð mín eru þessi: „Inclusion rider“ eða ákvæði um fjölbreytni.

Þessi lokaorð hafa vakið nokkra athygli og verðskulda skýringar. Fjölbreytniákvæði þýðir að leikari/leikkona getur krafist þess að í samningi hans/hennar sé ákvæði um að leikarar og starfsfólk kvikmyndar uppfylli ákveðin viðmið um fjölbreytni. Þetta var fyrst til umfjöllunar í TED-fyrirlestri Stacy Smith,sem hafði skoðað gögn um fjölbreytni í kvikmyndum framleiddum í Bandaríkjunum og þau sýndu að hlutverkaskipan endurspeglaði ekki samfélagið. Hún lagði því til að ákvæði um jafnrétti eða fjölbreytni gæti verið hluti af lausninni.

Einboðið er að horfa á íslenskar kvikmyndir með þetta í huga og velta fyrir sér hvort fjölbreytniákvæðið hefði breytt einhverju.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.