Heimsmeistarinn

Árið 1971 urðu Danir heimsmeistarar í knattspyrnu þegar kvennalandsliðið fór með sigur af hólmi í úrslitaleiknum í Mexíkó.Þessi áfangi var rifjaður upp í gær því þá var eitt ár liðið frá því að fyrirliðinn, Lis Westberg, lést úr krabbameini.

Á myndinni hampar Lis bikarnum, líkt og margir knáir karlar hafa gert í tímans rás og eru myndir af þeim alþekktar, enda er yfirleitt gert miklu meira úr afrekum karla á vellinum og öllu atferli þeirra utan vallar, svo mikið að þetta afrek danska kvennalandsliðsins virðist vera lítt þekkt og mörgum ókunnugt.

Þetta er glæsileg mynd, sem ljómar af sigurgleði, mynd sem á heima í íþróttasögunni. 3-0 sigur á gestgjöfum Mexíkóa að viðstöddum 100 þúsundum áhorfenda ætti ekki að gleymast.

Karlalandsliðið okkar komst á EM eins og margir muna fyrir 2 árum. Þá var viðkvæðið lengi vel á þá lund sem sést hér á meðfylgjandi mynd fyrir neðan að þetta væri í fyrsta sinn sem íslenskt lið næði slíkum árangri og markaði tímamót. En kvennalandsliðið hafði þá þegar markað sér sess í sögunni með sínum árangri á EM 2009 og EM 1995. En það þurfti svona mynd til að minna á það.

Ári síðar, 2017, ritaði Stefán Pálsson þessa fróðlegu grein um keppnina 1971 og fleira tengt knattspyrnu kvenna. Hún er skyldulesning fyrir áhugafólk um fótknattleiksiðkun, einkum þegar reynt er að endurskrifa og ritskoða söguna. Einnig er vert að benda á þessa umfjöllun Information.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.