Svo sem vér og fyrirgefum

Kristín Vilhjálmsdóttir skrifar:

Þegar ég var barn tíðkaðist að láta þolendur eineltis „fyrirgefa“ kvölurum sínum, oft frammi fyrir skólastjóra eða öðrum þeim sem valdið höfðu (ég ætla bara rétt að vona að börn þurfi ekki að þola þetta óréttlæði nú til dags). Slík fyrirgefning, knúin fram af valdboði þeirra fullorðnu, var auðvitað vita marklaus, og gerendum var frjálst að hefja ofbeldið að nýju, núna þegar allt var fyrirgefið og gott. Skilaboðin voru skýr: Ofbeldið var þolandanum sjálfum að kenna.

fyrirgefningÞetta rifjaðist upp fyrir mér við lestur á grein Bjarna Karlssonar um nauðgunarmenninguna. Sérstaklega hnaut ég um niðurlagið, þar sem segir orðrétt: „Samfélag sem kann bara að lýsa skömm en kann ekki skil á iðrun, yfirbót og fyrirgefningu verður ekki sjálfbært. Eins og vistkerfið getur ekki þrifist nema við endurnýtum efni, þannig mun samfélag manna ekki dafna ef við kunnum ekki að endurreisa fólk.“

Samfélagið á semsagt að kunna skil á iðrun, yfirbót og fyrirgefningu svo að hægt sé að endurreisa fólk. Gott og vel. Hér gleymist að gerendur kynferðisofbeldis hafa í gegnum söguna sjaldnast sýnt nokkra einustu iðrun eða yfirbót, eins og Þóra Kristín bendir á í opnu bréfi sínu, og að þolendur kynferðisofbeldis þurfa iðulega að þola ýmsa niðurlægingu og drusluskömmun af höndum yfirvalda, sem og samfélagsins í heild. Þolendum er ekki trúað, gerendur neita og sýna vart iðrun, en engu síður á samfélagið að endurreisa þá. Jafnan rúmar ekki þolendur – með illum vilja væri hægt að skilja orð Bjarna sem svo að þolendur væru ekki fólk.

Fyrirgefningin er í sjálfu sér ekki flókið fyrirbæri. Sólveig Anna Bóasdóttir útskýrði hana ágætlega fyrir nokkrum árum, þar sem hún talar um vald þess sem fyrirgefur og velur að fyrirgefa. Fyrirgefningin snýst um vald – og val. Þegar við erum krafin um fyrirgefningu missum við þetta val, er stillt upp við vegg, annaðhvort fyrirgefurðu eða…eða hvað? Fyrirgefningin er okkar að gefa, ef og þegar við erum tilbúin að veita hana, okkar sem einstaklinga en ekki sem samfélags. Samfélagskrafan virkar útilokandi fyrir þá einstaklinga sem eru alls ekki tilbúnir að fyrirgefa, sem eru enn að vinna í sínum málum eða þurfa af einhverjum ástæðum að halda í reiðina til þess eins að lifa af. Og þá liggur beint við að spyrja: Erum við sem samfélag ekki tilbúin til að gefa þolendum rými?

Eða er hugsanlegt að Bjarni sé að rugla saman fyrirgefningu og sakaruppgjöf? Þegar stórt er spurt…

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.