Heilræði handa karlmönnum

Helga Vala Garðarsdóttir ávarpar karlmenn:

Í ljósi atburða undanfarinna daga get ég vel skilið að karlmenn séu óöruggir um hvað má og má ekki gera í kringum konur til að vera ekki ranglega sakaðir um nauðgun/áreitni. En engar áhyggjur karlmenn, ég er með ágætis lista yfir hvað þið getið gert til að halda ykkur öruggum!

  1. Ekki drekka of mikið þegar þú ferð út. Láttu eitt glas nægja, eða drekktu bara gos. Það er á þína ábyrgð að vera allsgáður allt kvöldið og muna hvað gerist!
  2. Klæddu þig snyrtilega. Karlmenn í hlýrabolum, stuttbuxum eða með derhúfur líta út eins og ofbeldismenn og eru mikið líklegri en aðrir til að vera sakaðir um nauðgun. Flestar konur fíla hvort sem er betur karlmenn sem klæða sig snyrtilega. Ekki vera drusla!
  3. Ekki fara einn í bíl með konu/konum sem þú þekkir ekki vel, það býður bara hættunni heim.
  4. Ef þú vilt stunda líkamsrækt þá ættirðu að gera það heima hjá þér, ef þú ferð út eða í ræktina er hætta á að þú rekist á einhverja óprúttna konu sem vill saka þig um nauðgun.
  5. Vertu alltaf með símann á upptöku ef þú þarft að ferðast um einn seint á kvöldin, það mun enginn trúa þér ef þú ert ekki með sönnunargögn.
  6. Síðast en ekki síst, ef þú ert sakaður um áreitni eða nauðgun þá þarftu samt að muna að vera yfirvegaður og kurteis við konuna, sérstaklega ef hún vinnur með þér. Fölsk nauðgunarákæra er í rauninni bara misskilið hrós og ef þú bregst illa við gætirðu sært tilfinningar konunnar, og þú munt ekki virka trúverðugur ef þú ferð í eitthvað hysteríukast!

Ein athugasemd við “Heilræði handa karlmönnum

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.