Forréttindafemínistafrekjan

Ég er forréttindafemínistafrekja…
… því að ég vil að konur geti verið óhræddar í þessum heimi
… því ég vil að unglingsstúlkur séu öruggar í almannarýmum
… því ég vil að karlmenn (og aðrir) fái samþykki áður en þeir káfa á konu (eða hverjum sem er)
… því ég stend upp og tala fyrir hönd kvenna og barna sem hafa lent í heimilisofbeldi
… því ég svara ofbeldisfólkinu sem hefur eignað sér umræðuna og kallar þolendur geðveikar fyrrverandi og börnin heilaþvegin
… því mér nægir ekki að ég sé “allavega betur stæð” en margar kynsystur mínar í heiminum
… því mér finnst óþolandi að segi kona segir frá misnotkun í æsku séu orð hennar dregin í efa, en þegar karl segir frá því sama efist enginn um orð hans.
… því þegar kona segir frá nauðgun eða ofbeldi eru “alltaf tvær hliðar á öllum málum” en þegar ráðist er á karlmann sé aldrei spáð í “hina hliðina”
… því þegar kona tilkynnir nauðgun er hún spurð hvort hún hafi verið drukkin eða hvernig hún hafi verið klædd. En þegar karlmaður tilkynnir árás eru orð hans ekki dregin í efa
… því ég get ekki þolað karlmenn sem taka ákvarðanir með typpinu á sér
… því ég þoli ekki að margir þeirra sem hugsa með typpinu séu hátt settir og valdamiklir
… því að mér finnst ótrúlega veruleikafirrt að til séu ungir karlmenn sem segja það konum að kenna að þeir skuli enn ekki hafa fengið að sofa hjá. Að ábyrgðin sé kvenna en ekki þeirra að vera bara meira sjarmerandi.
… því mér finnst óþolandi að sumir karlmenn skuli halda að það sé sniðugt og skemmtilegt að senda myndir af þvagfærum sínum til kvenna sem þekkja þá ekkert
… því ég þoli ekki að kynferðisbrot séu álitin vægari brot en peningamisferli
… því að “ein mistök” ungs karlmanns eiga ekki að rústa líf hans en þau mega rústa lífi
hennar
… því ég þoli ekki þegar fjölmiðlar gefa kvennhatandi ofbeldismönnum rödd og hjálpa þeim þar með að halda ofbeldi sínu áfram
… því ég þoli ekki þegar sömu ofbeldismenn halda að það að standa upp og tala gegn
ofbeldismönnum sé sambærilegt við að tala gegn kvenkyninu í heild
… því mér finnst ömurlegt þegar ofbeldismaður sem hefur brotið á barninu sínu heimtar
athygli í fjölmiðlum og samúð yfir að fá ekki að hitta barnið
… því ég skil ekki hversvegna þegar ég tala um ofbeldismenn stökkva margir til og hrópa
“ekki allir karlar” “konur eru líka ofbeldismenn” – Ég veit! og þessvegna sagði ég
OFBELDISmenn en ekki karlmenn
… því ég þoli ekki þegar sýslumaður og dómstólar taka hagsmuni foreldra fram yfir
hagsmuni barnsins
… því ég er ekki tilbúin að hlusta á kenningar manns sem var með barnagirnd og taldi börn tæla fullorðna til kynlífs og hrópa svo nauðgun sbr. upphafsmann PAS foreldra firringar, Richard Gardner, sem ofbeldismenn vitna mjög gjarnan í
… því mér finnst að börnin eigi að njóta vafans
… því ég reiðist þegar háttsettir menn fá að halda áfram störfum sínum þrátt fyrir
kynferðisbrot/kynferðisáreiti og/eða ákærur
… því að ég þoli ekki þegar stúlkum er kennt að þær beri ábyrgð á hegðun karlmanna
… því ég vil að fólk hafi frelsi til að klæða sig á hvern þann hátt sem því langar án þess að
eiga á hættu að klæðnaður þeirra sé talinn of ögrandi og “bjóði upp á kynferðislegt áreiti”
… því ég vil að konur fái sömu laun og karlar, að “hefðbundnar kvennastéttir” séu metnar að verðleikum til samanburðar við “hefðbundnara karlastéttir”
… ég er svo mikil frekja!

Anna Þórey Arnardóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.