Í minni vegferð í aktívisma hefur hugurinn og hjartað oftar en ekki og ósjàlfràtt leitað til fórnarlamba líkamlegs- og kynferðislegs ofbeldis. Ég og fjölmargar (alltof margar) konur deilum þeim raunveruleika að hafa upplifað annað hvort eða bæði à eigin skinni allavega einu sinni à lífsleiðinni af höndum karlmanns.
Að segja það upphàtt – að viðra þà staðreynd – er engin aðför að karlmönnum. Það útilokar ekki annarskonar ofbeldi eða vanlíðan heldur. Þegar ég segi þér frà því að einhver hafi meitt mig er undarlegt ef fyrstu viðbrögðin þín eru að segja mér að karlmenn verði líka fyrir ofbeldi. Það eru vondir þöggunartilburðir og með öllu óvelkomið og óþarfi.
Það er erfitt að vera uppi à þeim tíma þar sem konur upplifa nægilega mikið frelsi til að segja frà því ofbeldi sem þær hafa upplifað af hendi karla. Það er erfitt fyrir alla; fórnalömb, gerendur, aðstandendur og samfélagið allt. Jafnvel þó það sé erfitt er ekki þar með sagt að það sé ekki gott. Svoldið eins og að sprengja graftarbólu.
Í þessari vegferð minni hef ég persónulega og opinberlega gert mitt besta til að ræða það sem við köllum „eitraðar karlmennskuìmyndir“, einfaldlega vegna þess að þær eru beintengdar því ofbeldi sem hér um ræðir. Allir karlmenn hafa gerst à einhverjum tímapunkti í sínu lífi sekir um að efast um konu vegna kyns hvort sem um ræðir eitthvað sem virðist jafn saklaust og aksturshæfileikar eða eitthvað jafn alvarlegt og trúverðugleika hennar þegar kynferðisbrot à sér stað.
Þessar eitruðu karlmennskuímyndir hafa oft verið útskýrðar à þann veg að karlmönnum er kennt í bæði sínu nànasta umhverfi sem og af samfélaginu öllu að àkveðin persónuleika einkenni séu betri en önnur. Drengjum er frekar kennt að harka af sér, gràta minna, tala ekki um tilfinningar og hæfileikar þeirra og/eða àhugasvið sem þykja kvennleg eru höfð að atlægi. Það versta sem karlmenn eru kallaðir er „kelling“ og „aumingi“.
Sjàlfsmorðstíðni ungra karla er engin ràðgàta þegar við àttum okkur à þessu. Að finna sjaldan eða aldrei til öryggis til að ræða lífið og öll þau heimsins vandamàl og bresti sem því fylgir hlýtur að vera stórkostlega kæfandi tilfinning. Ofan à það bætist svo lamað geðheilbrigðiskerfi sem ætlast til þess að allir séu bara geðveikir milli 9-5 à daginn.
Í tilraun femínista, foreldra, skólakerfisins og félagssamtaka til að uppræta þessa vitleysu höfum við mætt andúð sem lýsir sér í orðræðu à borð við „femínistar vilja eyða karlmennsku“ eða „femínistar hata karla“. À sama tíma kemur upp umræða þar sem femínismanum er kennt um þessi sjàlfsmorð. Sú staðhæfing (eða vangavelta) er í senn fàrànlegur útúrsnúningur, vanskilningur à vandamàlum beggja kynja og best af öllu – algjör mótsögn. Femínistar geta ekki bæði viljað „útrýma karlmennskunni“ með því að vilja gefa körlum aukið rými til að fà að vera tilfinningaverur og í senn verið að segja þeim að „man up“. Enginn femínisti með fleiri en tvær heilasellur vill heim þar sem karlmenn fà ekki að hafa tilfinningar.
Ef litið er yfir umræðuna hafa femínistar svo sannarlega sagt slatta af körlum að grjóthalda kjafti. Þessir menn eru undantekningalaust fyrstir uppà dekk til að draga fràsagnir kvenna af ofbeldi í efa og níða þær eða væla yfir því að í sömu andrànni og kona segir frà eða ræðir kynbundið ofbeldi sé hún ekki fyrst og seinast að taka tillit til karlkyns fórnalamba líka. Það virðist vera mörgum stórkostlega erfitt að sætta sig við að kona fài að ræða sína ömurlegu lífsreynsu og fà stuðning àn þess að karlkyns fórnalömbum sé blandað í þà sögu.
Takið eftir því að umræðan er aldrei: „hvað með allar hinar konurnar sem lentu í því sama?“ heldur „hvað með karlana?“.
Mér dettur alltaf í hug sagan um litlu gulu hænuna þegar ég les þessa pósta eða heyri þessa umræðu. Gula hænan (femínistinn) gengur à milli og biður aðra um að hjàlpa henni að baka brauð (að taka þàtt í baràttunni). Það er ekki fyrr en brauðið er komið úr ofninum (takmarkinu nàð – metoo fæðist m.a) sem hópurinn stekkur à fætur og vill bita.
Karlar þurfa að fà að vera tilfinningaverur. Karlar þurfa àst og umhyggju. Karlar þurfa öryggi til að ræða ótta og àhyggjur. Karlar þurfa sama aðhald og konur þegar àföll dynja yfir. Karlar þurfa geðheilbrigðisstofnun sem getur tekið à móti þeim. Femínistar af hvaða kyni sem þeir eru vita þetta, vilja þetta og berjast fyrir þessu daglega.
Karlar hinsvegar fà ekki að gera það með því að troða sér inní bataferli kvenna sem hafa fundið sjàlfstraustið til að segja frà né eiga þeir rétt à því að taka frà þeim það plàss. Karlar fà ekki að þagga niður í konum sem hafa hàtt. Að sama skapi fà þeir að segja frà àn þess að ég mæti à staðinn til að troða minni fràsögn framfyrir eða væla yfir því að þeir hafi gleymt að tala um mig.
Karlar þurfa að hætta að kalla aðra karla aumingja og kellingar. Karlar þurfa að leita innà við og finna styrkinn til að opna sig sjàlfir og styðja hvorn annan. Karlar hlusta à karla – vertu breytingin sem þú vilt sjà og vertu hluti af lausninni. Femínistar standa þétt við bakið à ykkur.
Sum vandamàl eru kynbundin. Ræðum lausnina eftir vandamàlinu í stað þess að reyna að setja alla undir sama hatt. Hjàlpumst að.
Hrafnhildur Anna Björnsdóttir. Upphaflega birtist þetta sem innlegg á FB og er endurbirt með leyfi höfundar.