Fósturlandsins Freyja eða mella?

Höfundur: Kristín I. Pálsdóttir

Nýlega þurfti ég að fletta upp orðinu ‘faðir’ í orðabók og það vakti athygli mína að Íslensk samheitaorðabók stillir upp samheitunum ‘guð’ og ‘frumkvöðull’. Mér fannst þetta ansi 45807322_10216979271209752_2388227066135838720_nglæsilegt og ákvað að skoða hvaða samheiti væru þá fyrir hitt orðið í þessu pari, orðið ‘móðir’.

Þá var nú heldur minni reisn yfir samheitunum. Móðir er hvorki ‘gyðja’ eða ‘frumkvöðull’, (konur geta líka verið frumkvöðlar og það er nú allnokkur frumkvöðlastarfsemi að fæða börn) heldur annars vegar orðið ‘mella’ og hins vegar orðið ‘týja’ sem er niðrandi skammaryrði.
Hér sjáum við svart á hvítu hvernig feðraveldið laumar sér inn í líf okkar. Í framhaldi af pælingum varðandi þessa staðreynd, varð eftirfarandi útgáfa af frægu ljóði til:

Fósturlandsins Freyja,
Magra Vanadís,
mella, kona, meyja,
meðtak lof og prís!
Blessað sé þitt blíða
bros og gullið tár;
þú ert lands og lýða
týja í þúsund ár.

Þó nokkrir hafa haft samand við snara.is vegna þessa og nú hefur færslan um móður skyndilega breyst. Móðirin hefur hvorki fengið samheiti á borð við formóður, frumkvöðul eða gyðju, en nú er þetta einfaldlega svona:

46150210_10156075998109385_8050227090324193280_n (1)

 

Ég hreinlega veit ekki hvort ég geti sagt að sigur hafi hlotist í þessu máli, en eigum við mæður kannski bara að láta duga að vera ánægðar með að vera þó lausar við skammaryrðin?

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.