„Baby it‘s cold outside.“

babycold2Þessi samantekt byggist á stuttri frétt og langri grein eftir femínistuna Slay Belle. 

Útvarpsstöð í Ohio hefur ákveðið að þetta lag eigi ekki heima meðal jólalaga og hefur tekið það af lagalista sínum þar sem hlustendur höfðu sitthvað við textann að athuga. Þetta lag Franks Loesser er frá 1944, dúett karls og konu, þar sem konan virðist vilja fara heim eftir stefnumót en karlinn vill gjarna að hún verði áfram og hefur lagið oft sætt gagnrýni fyrir umfjöllun sína um samþykki. Jafnvel hefur verið fullyrt að það fjalli um stefnumótsnauðgun. Helsti ljósvíkingur útvarpsstöðvarinnar segir á bloggsíðu sinni að hann hafi ekki gert sér grein fyrir hvað textinn er slæmur fyrr en hann las hann.

„Við lifum á ofurviðkvæmum tímum og fólk móðgast af litlu tilefni en í heimi þar sem MeToo hefur loksins gefið konum verðskuldaða rödd, á þetta lag hvergi heima“.

Sondra Miller er forstöðukona neyðarmóttöku fyrir þolendur nauðgunar. Hún kveðst styðja ákvörðun stöðvarinnar.

„Lagið reynir á mörk samþykkis. Konan í laginu segir „nei“ en karlinn virðist segja að nei þýði í raun og veru já og  á árinu 2018 vitum við að samþykki er „já“ og ef svarið er „nei“ þá nær það ekki lengra.“

Hér er textinn í heild: 

Slay Belle, sem skrifar í vefritið Persephone, hefur líka rýnt í textann.  Þetta er hennar álit í lauslegri þýðingu:

„Fjölmenningin er hrærigrauturinn sem við lifum öll í. Þegar við lærum að horfa gagnrýnum augum á hana getum við rætt boðskapinn sem við böðum okkur í alla daga. Stundum tekst okkur það vel, stundum illa og stundum festumst við í röngum atriðum. En það er mikilvægt að spyrja spurninga.“

„Ég hef nokkrum sinnum heyrt laginu lýst sem nauðgunarkenndu og þá einkum vegna þessarar línu: „Say, what‘s in this drink“. Þetta þykir mörgum tilvísun til stefnumótanauðgunarlyfs. En að taka þessa einu línu út úr textanum, án þess að hafa kynnt sér hann allan, slítur hana úr menningarlegu samhengi. Það þarf að lesa textann í heild.

Lagið er samtal karls og konu. Karlinn svarar öllu sem konan segir og í lokin syngja þau saman. Þegar eingöngu er rýnt í ofangreinda línu er horft fram hjá því sem er á undan og eftir en þar kemur fram hvernig við eigum að lesa í samhengið.

Lagið er saga. Konan hefur heimsótt karlinn á köldu vetrarkvöldi. Í fyrsta erindinu er talað um hve lengi hún ætlar að vera. Hún fær annan drykk og er áfram og síðar um kvöldið er gefið í skyn að hún ætli að gista.

Í textanum gefur konan víða í skyn að hún vilji gista um nóttina. En þegar lagið var samið (1936) þá var ekki til siðs að „góðar stúlkur“ og alls ekki ungar ógiftar stúlkur væru yfir nótt án eftirlits heima hjá karlmanni. Spennan í laginu stafar af hennar eigin löngun til að vera áfram og væntingum samfélagsins um að hún fari heim. Þetta sést í uppbyggingu textans. Stutt heimsókn er lengd með því að vera lengur, og hana langar að vera alla nóttina sem er vel frá mörkum þess sem er samþykkt. Karlinn nefnir ítrekað hvað sé kalt úti og býður henni tilefni til að vera áfram, án sektarkenndar.

Hún segir í raun aldrei að hún vilji ekki vera áfram. Allt sem hún segir er byggt á væntingum annarra til hennar. Mamma fær áhyggjur, pabbi stikar um gólf, nágrannarnir tala um hana, systirin fyllist grunsemdum vegna afsakana hennar og bróðirinn verður óður.  En uppáhaldslínan mín er ótrúlega afhjúpandi: „ My maiden aunt’s mind is vicious.“ Um hvað hugsar ógifta frænkan svona grimmdarlega? Kynlíf. Ógiftar, vondar stúlkur sem stunda kynlíf. Því þetta er lag um kynlíf, löngun í kynlíf, jafnvel eftir langt kvöld við arineldinn en þetta er ekki lag um nauðgun, heldur langanir sem jafnvel góðar stúlkur hafa.

Um hvað syngur hann meðan hún segir hvað öðru fólki finnist um hana. Hann gefur henni tilefni eða skýringar á því af hverju hún þarf ekki að fara. Það er kalt úti, snjóar, engir leigubílar, stefnir í óveður, hún gæti slasast við að reyna að fara heim. Um leið eys hann ana lofi eins og tilheyrir í rómantísku tali. Hann er ekki eins heftur af samfélagsvæntingum og getur beðið hana að vera áfram. Það er alltaf gert ráð fyrir að hún hafni honum. En það vill hún ekki. Mamma hennar, pabbi, frænka, nágrannarnir eru fólkið sem vilja að hún fari heim í óveðrinu. Hún skemmtir sér vel þarna.

En hvað með þennan drykk? Það þarf að útskýra línuna „Say, what‘s in this drink“ í breiðara samhengi til að hnekkja þeirri hugmynd að hann hafi sett nauðgunarlyf í glasið. „Say, what‘s in this drink“ er alþekktur frasi úr kvikmyndum þessara ára og er ekki lengur notaður þannig lengur. Vísunin er til einhvers sem segir eða gerir eitthvað sem almennt yrði ekki gert; ýjað er að hugmyndinni að áfenginu sé þar um að henna. En grínið er næstum alltaf að það er ekkert í drykknum. Drykkurinn er afsökunin, vörnin sem brugðið er upp til að verjast gagnrýni og ekki bara við þessar aðstæður. (Klausturmálið).

Í lok lagsins syngja þau saman. Þau hafa náð saman. Hamingjusöm. Þau eru sammála. Lagið endar á því að konan gerir það sem hún vill gera, ekki það sem vænst er að hún gerir og sá boðskapur er ákaflega hvetjandi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.