„Láttu ekki skepnurnar buga þig“

Árið 1992 var Sinead O’Connor í beinni útsendingu í skemmtiþættinum Saturday Night Live. Til að mótmæla hömlulausu kynferðisofbeldi gegn börnum innan kaþólsku kirkjunnar sem kirkjunnar menn reyndu að breiða yfir af fremsta megni, reif hún ljósmynd af páfanum í tætlur. Hún hlaut mikið ámæli fyrir. Joe Pesci kvaðst vilja kýla hana, Frank Sinatra vildi lúskra á henni og framleiðandinn forríki, Jonathan King, sagði að henni veitti ekki af flengingu.

Hún var 26 ára.

Tíu dögum eftir þetta átti hún að koma fram í Madison Square Gardens þar sem átti að hylla Bob Dylan. Um leið og hún kom að hljóðnemanum byrjuðu áheyrendur að baula á hana í einum kór að því er virtist. Hún lýsti því síðar hvað þetta hljómaði hræðilega og hvernig hún hélt að hún myndi kasta upp.

Hljómleikahaldararnir fólu Kris Kristofferson að koma Sinead af sviðinu. En þess í stað fór hann út á sviðið og tók utan um hana, athugaði hvernig henni liði og fór hvergi þar til hún harkaði af sér og var tilbúin að syngja. En í stað þess að syngja lag Bobs Dylan eins og til stóð, söng hún „War“ eftir Bob Marley og breytti textanum þannig að hann fjallaði um barnaníð.

Þegar hún kom af sviðinu faðmaði Kris hana þétt og innilega og kyssti hana á kinnina. Minnstu munaði að hún kastaði upp. En Kris hélt þétt utan um hana.

Um þetta atvik sagði hann síðar:

„Þarna var stutt síðan Sinead hafði rifið mynd af páfanum í beinni útsendingu en margir misskildu mótmæli hennar hrapallega. Þegar hún kom á sviðið var baulað á hana. Mér var sagt að koma henni af sviðinu og ég sagði:“ Það geri ég ekki.“ Ég fór til hennar og sagði: „Láttu ekki skepnurnar buga þig.“ Hún svaraði: „Ég er óbuguð“ og svo söng hún. Þetta ber vott um mikið hugrekki. Mér fannst svo rangt að fólk skyldi baula á þessa litlu stúlku á sviðinu. En hana vantaði aldrei hugrekkið.“

Nýleg auglýsing Gillette hefur vakið upp miklar umræður um hvað annað sé í boði en eitruð karlmennska og hvernig það birtist. Þetta er ein slík hlið.

Audra Williams sagði þessa sögu sem hér er snarað lauslega. Myndbönd eru af Jútjúb.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.