Gerendur kæra þolendur kynferðisofbeldis

Í Austurríki er skíðaíþróttin þjóðaríþrótt og skíðafólk er hyllt sem þjóðhetjur. Því hefur það skekið skíðaheiminn að tvær skíðakonur hafa í kjölfar Metoo, þá einkum Nicola Werdenigg, tjáð sig um það sem hún kallar kerfisbundna misnotkun valds sem átti sér stað í skíðaheiminum fyrir um 40 árum. Saga Werdenigg hefur orðið öðrum hvatning til að deila einnig sínum sögum. En því fylgir áhætta.

skíðamyndinSamkvæmt meiðyrðalöggjöfinni í Austurríki getur hver sá/sú sem ásakar opinbera persónu um kynferðisofbeldi mögulega sætt ákæru, nema ásakandi geti sannað að ofbeldið hafi átt sér stað eða sannfært dómara um að þolandi trúi því algerlega að þetta hafi gerst. Að öðrum kosti er hægt að dæma viðkomandi þolanda í 6-12 mánaða fangelsi eða til greiðslu sektar.

Undanfarið ár hafa þrjár skíðakonur að auki tjáð sig í fjölmiðlum um kynferðisofbeldi. Nemendur og fyrrverandi nemendur virtra skíðaskóla hafa einnig sagt frá því að kynferðisofbeldi hafi verið hluti af skólakúltúrunum fram að 1990 að minnsta kosti. Þetta vissu margir þjálfarar og kennarar að þeirra sögn.

En skíðakonurnar óttast afleiðingarnar í vinnu og og samfélaginu, sömu smán og margir þolendur kynferðisofbeldis um allan heim óttast. Í Austurríki gerir dómskerfið illt verra með víðri skilgreiningu sinni á friðhelgi og ærumeiðingum. Fyrir utan hættuna á meiðyrðakæru og sakfellingu geta þolendur einnig sætt auðmýkingu og fjárhagslegu tjóni að auki vegna bótagreiðslna til sömu karlanna og sagt er að hafi beitt ofbeldinu.

Um þetta má lesa í þessari grein á CNN WORLD. Þar er líka að finna sögu Sigrid Maurer, 33 ára fv. þingkonu og femínista. Í maí 2018 birti hún kynferðislega áreitandi Facebook-skilaboð sem hún hafði fengið frá eiganda bjórsölu, á Facebook-síðu sinni og á Twitter.  Skömmu síðar fékk hún bréf þess efnis að hann kærði hana fyrir illkvittin ósannindi og að skaða orðstír fyrirtækis hans. Hann neitaði ásökununum og fór fram á 60 þúsund evrur bætur. Sigrid fannst kæran fáránleg.

En vegna meiðyrðalaganna lá sönnunarbyrðin hjá Sigrid, þ.e. að eingöngu eigandi búðarinnar hefði getað sent skilaboðin. Þótt ótrúlegt megi virðast úrskurðaði dómarinn að mögulega hefði einhver hakkað sig inn á aðgang eigandans eða að viðskiptavinur hefði komist í tölvuna. Sigrid fékk 7 þúsund evra sekt og þar af varð hún að greiða eigandanum beint 4 þúsund.

Vegna þessara laga og viðhorfa í dómskerfinu hika þolendur við að kæra. 87% þeirra sem kærðir eru fyrir nauðgun í Austurríki eru sýknaðir.  Jafnvel konur sem kæra eiginmenn sína fyrir ofbeldi geta átt von á gagnkæru og greiðslu skaðabóta.

Þetta er ágrip af því helsta í ofangreindri grein. Smellið á tengilinn og lesið hana alla.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.