„Ég fékk blóm í dag“

Ég fékk blóm í dag!

(tileinkað misþyrmdum konum)

Ég átti ekki afmæli og þetta var enginn merkisdagur.
Við rifumst í fyrsta sinn í gærkvöldi.
Hann sagði margt ljótt sem særði mig mikið.
Ég veit að honum þykir þetta leitt og hann ætlaði ekki að segja þetta
því hann sendi mér blóm í dag.

Ég fékk blóm í dag.
Við áttum ekki brúðkaupsafmæli og þetta var enginn merkisdagur.
Í gærkvöldi henti hann mér í vegginn og byrjaði að kyrkja mig.
Þetta var eins og martröð.
Ég trúði þessu varla.
Í morgun vaknaði ég öll aum og marin.
Ég veit að hann hlýtur að sjá eftir þessu
því hann sendi mér blóm í dag.

Ég fékk blóm í dag!
Samt var ekki Valentínusardagurinn eða einhver merkisdagur;
Í gærkvöldi barði hann mig aftur og hótaði að drepa mig.
Farði og síðar ermar hylja ekki sár og marbletti í þetta sinn.
Ég gat ekki farið í vinnuna því ég vildi ekki að fólk vissi þetta
en ég veit að honum þykir þetta leitt
því hann sendi mér blóm í dag.

Ég fékk blóm í dag!
Samt var ekki mæðradagurinn eða einhver merkisdagur;
Í gærkvöldi barði hann mig aftur og það var verra en nokkru sinni.
Ef ég fer frá honum, hvað geri ég? Hvernig sé ég fyrir börnunum? Hvað með peningamálin?
Ég óttast hann en er of hrædd og háð honum til að fara!
En hann hlýtur að sjá eftir þessu
því hann sendi mér blóm í dag.

Ég fékk blóm í dag….
Þetta var merkisdagur -útfarardagurinn minn.
Hann drap mig í gærkvöldi.
Ef ég hefði bara safnað kjarki og styrk til að fara frá honum.
Ég hefði fengið hjálp í Kvennaathvarfinu en ég bað þær ekki um hjálp.
Þess vegna fékk ég blóm í dag.
Í síðasta sinn.

Paulette Kelly

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.