Sagan á bak við myndbandið


Fyrir stuttu fór þetta myndband eins og eldur í sinu um internetið. Þetta er svo sem ekki í sögur færandi, en myndbandið sýndi föður og son, dansandi saman í kjólum sem minntu á kjól Elsu, aðalpersónu myndarinnar Frozen, undir yfirskriftinni: „Mamma er ekki heima – ekkert stress“.

Margir á internetinu hrifust af þessum meðvitaða föður. Myndbandið hefur til þessa verið skoðað tæplega 90 milljón sinnum og deilingarnar komnar vel yfir milljón á Facebook.  Ummælin nálgast hálfa milljón og rauði þráðurinn er heilbrigða karlmennskan sem þessi dægradvöl feðganna sýnir og gefur staðalímyndunum langt nef, frelsið sem fylgir því að þora að vera strákur og klæðast kjól og auðvitað fær pabbinn vænan skammt af hrósi fyrir að vera frábær fyrirmynd fyrir soninn og aðra karlmenn. Hér hefði verið fínt að setja punkt og enda á rósrauðum nótum.

En bak við þessa myndbandabirtingu er saga. Sá sem birtir myndbandið heitir Ørjan Burøe og er norskur grínisti sem er afar umdeildur í Noregi þessa dagana, en a.m.k. átta konur hafa sakað hann um kynferðislega áreitni. Konurnar sem ásaka Burøe lýsa því yfir að hann hafi látið rigna yfir þær myndum og skilaboðum, káfað, klipið í píku og fleira. Þær hafa tjáð sig í prentmiðlum og netmiðlum.

Burøe kom fram í hlaðvarpsþætti sínum og baðst afsökunar á að hafa verið „hörmuleg manneskja“, ótrúr konu sinni og „mjög beinskeyttur“ við fjölmargar konur sem ekki væru unnusta hans. Sumar kvennanna hafa tjáð sig um afsökunarbeiðni hans og segja hana ekki nægja, enda viðurkenni hann ekki gjörðir sínar, heldur reyni að breiða yfir þær með því að nota önnur orð en þær.

Umboðsmaður Burøe segir að Burøe harmi gjörðir sínar og þau sárindi sem hann hafi skapað konunum, en málið eigi ekki frekara erindi í fjölmiðla að öðru leyti. Hann vísar í afsökunarbeiðni Burøe á Facebook þar sem hann segist skilja að fyrri afsökunarbeiðni hans hafi flækt málið enn frekar og valdið frekari sárindum.

Málið hefur valdið nokkrum usla í Noregi og ýmsir hafa skrifað pistla í blöðin, ýmist til varnar Burøe eða til þess að ítreka hversu slæm framkoma hans hafi verið. Meðal þeirra síðarnefndu er Sigrid Bonde Tusvik, ein af konunum sem hefur ásakað Burøe. Hún segir hann hafa klipið í píku sína á jólahlaðborði. Hann var ofurölvi að eigin sögn en hún bláedrú, enda kasólétt. Hann segir að hann hafi ætlað að vera fyndinn en það hafi ekki skilað sér. Ekki í fyrsta sinn sem sú afsökun er notuð.

Í neðangreindri grein er vísað í flest skoðanaskipti Burøe og kvennanna. Þrátt fyrir vinsældir myndbandsins gengur honum illa að verja sig og blasir við að það eina rétta í stöðunni væri að senda öllum þeim konum sem hann hefur áreitt einlæga afsökunarbeiðni.

Hildur Ýr Ísberg

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.