Á vændisbraut

Kátir nemendur á vændisbraut sem útskrifast í vor. Þau taka bæði verklegt próf og bóklegt. „Í skólanum, í skólanum, er skemmtilegt að vera.“

Í Kveik á þriðjudagskvöldið var fjallað um vændi í Reykjavík og rætt bæði við þolendur og gerendur. Að vanda var þess gætt vel að vændiskaupendur þekktust ekki, röddum var breytt, myndir voru brenglaðar og þeir nutu sömu nafnleyndar og friðhelgi og fyrir dómstólum. Rúmlega 40 manns hafa fengið dóm fyrir vændiskaup og greitt sekt fyrir og 10 hafa fengið fangelsisdóm fyrir tíð brot. Réttarhöld í vændiskaupamálum eru lokuð, einkum til að vernda sakborninga og aðstandendur þeirra, eins og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sagði í úrskurði sínum en útskýrði það ekki frekar.

Vændiskaupendur eiga sér marga talsmenn og málsvara. Þeim finnst vændið sjálfsagt, líta á það sem hverja aðra vinnu þar sem fólk eigi að njóta hefðbundinna réttinda launafólks, því vændi sé í grunninn varla frábrugðið skúringum og fiskvinnslu. Að auki er hamingjusama hóran oft dregin fram til vitnis um hvað þetta er gott djobb og klifað á því að allir ráði yfir líkama sínum og megi selja hann að vild, án afskipta öfgafólks.

Í ljósi þessa er einboðið að taka fylgjendur vændiskaupenda alvarlega og varpa fram eftirfarandi spurningum:

      •  Af hverju mæla námsráðgjafar ekki með vændi fyrir krakka sem eru hrifin af kynlífi og eiga erfitt með nám?

      • Af hverju eru ekki fleiri ríkir krakkar að selja sig ef þetta er svona hressandi valkostur og valdeflandi?

      • Af hverju mæla ekki fleiri með þessari leið við börnin sín sem t.d. líður illa í skóla en eru kynferðislega virk og blönk?

      • Af hverju eru ekki fleiri strákar að selja sig, amk jafn margir og stelpur?

      • Af hverju er svona mikil fylgni milli misnotkunar í æsku, misnotkunar á áfengi og eiturlyfjum og því að selja sig?

      • Af hverju eru kaupendur vændis ekki fleiri til í að koma fram undir nafni og spjalla um málið opinberlega?

      • Af hverju er svona mörgum körlum jafn mikið í mun að verja ,,rétt“ kvenna til að selja sig?

      • Af hverju er enginn búinn að finna hóp tíu hamingjusamra vændiskvenna á Íslandi til að henda í samtök og berjast fyrir réttindum sínum við hlið hinna háværu varðmanna vændisiðnaðarins?

      • Af hverju eru það aðallega karlar sem kaupa konur – og karla?

      • Af hverju lýsa svona margar konur sem hafa selt sig valdbeitingu, niðurlægingu og ofbeldi af höndum karlanna sem kaupa þær?

      • Af hverju sér fólk ekki muninn á því að vinna önnur störf og því að fá borgað fyrir ,,kynlíf“?

      •  Af hverju er ekki vændisbraut í einhverjum menntaskólanum?“

 

María Hjálmtýsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.