Nauðgarinn í fræðiritinu

Brock Turner var nemandi við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum og var mikið í fréttum fyrir nokkrum árum.  Hann nauðgaði rænulausri konu á bak við sorpgám á skólalóðinni og var staðinn að verki, eltur uppi, handtekinn og kærður.

Hámarksrefsing fyrir brot af þessu tagi er 14 ár en saksóknari fór fram á sex ára fangelsi.  Dómarinn lét sex mánuði nægja og sætti harðri gagnrýni fyrir að nýta ekki refsirammann betur. Hann færði sem rök að Brock hefði fengið úrvals meðmæli, væri afreksmaður í íþróttum og ekki á sakaskrá og einnig að fangelsisvist myndi hafa veruleg áhrif á hann.
brock1

Þetta er skjáskot af opnu í afbrotafræðiriti eftir Callie Marie Rennison sem er prófessor við Colorado-háskóla.

Textinn undir myndinni er afdráttarlaus: „Brock Turner, nemandi við Stanford nauðgaði rænulausri stúlku og samnemenda bak við sorpgám í bræðrafélagshófi. Turner var nýlega látinn laus úr fangelsi eftir aðeins þriggja mánaða afplánun. Sumum kemur mjög á óvart hversu stuttur dómurinn er. Aðrir sem vita betur hvernig kynferðisofbeldi er meðhöndlað í dómskerfinu eru hissa á því að hann skuli yfirleitt hafa verið kærður og setið inni. Hvað finnst ykkur?

Callie Marie Rennison fékk Bonnie S. Fisher Victimology viðurkenninguna árið 2016 og sagði aðspurð að í þessari bók reyndi hún að breyta orðræðunni um þolendur og gerendur innan réttarkerfisins:

„Í bókum um réttarkerfi er áherslan einkum á lögreglu, dómstóla og betrun. Mjög lítið er fjallað um þolendur sem sýnir hvað þeir hafa verið jaðarsettir í kerfinu. Í okkar bók (meðhöfundur er Mary Dodge) eru þolendur í fyrirrúmi og lögð er sama áhersla á þá og lögreglu, dómstóla og betrun. Þannig á það að vera.“

Þess vegna skreytir mynd af Brock Turner umfjöllun um nauðgun í afbrotafræðiriti.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.