Píkudýrkun hér og þar

Í tilefni af leiðara Kolbrúnar Bergþórsdóttur í Fréttablaðinu í dag, ritaði Sigga Dögg kynfræðingur, þennan pistil:

Ég beið eftir þessu.
Ég vissi ekki hver mundi skrifa hann en ég vissi að hann kæmi.


Píkudýrkun – og hvað með það?

Píkudagar Háskóla Íslands buðu upp á allskyns viðburði tengda píkunni, og því ber að fagna.
🖕Það að það hafi verið haldnir píkuviðburðir banna ekki að haldnir verði typpaviðburðir. Það hefur bara enginn haldið þá. Kannski af áhugaleysi, kannski ekki. Kannski skortir kjark eða þor. Ég veit það ekki. En þá má halda píkudaga án þess að halda typpadaga. Píkurnar þurfa ekki að skipuleggja þá líka. (Þó mig gruni reyndar að slíkt verðir raunin, jafnrétti og það allt)
🖕Einn píkutengdur viðburður fjallaði t.d. um píkufrjósemistengd mál.
Ég veit ekki betur en slík mál séu rædd á Alþingi og í Heilbrigðiskerfinu og snerta líf fjölda kvenna og fólksins í kringum þær. Er þetta mál ekki nógu gott til að fjallað sé um það í Háskóla Íslands?
🖕Ég persónulega myndi fagna málþingi um ófrjósemisaðgerðir, hvort sem um ræðir typpi eða píkur. Er ekki öll umræða nauðsynleg? Einn vinkill drepur ekki annan. Djöfull fer þessi sýn í taugarnar á mér. Auðvitað er það hlutverk Háskólans að fjalla um mikilvæg málefni og ég veit fátt mikilvægara en málefni upp á líf og dauða eins og frjósemin getur einmitt verið.
En typpin ganga ekki með og fæða börnin, þau bara koma að því að búa þau til. Klárlega ómerkilegt umræðuefni. Algerlega tilgangslaust.
Mannkyn, smannkyn.
🖕Og annað.
Ræðum endómetríósu.
Ó, ertu orðlaus?
Einmitt það.
Veistu kannski lítið sem ekkert um það?
Bara einhverjir ógeðslegir túrverkir. Öryrkja kellingar á túr. Kellingavæl?
Seinast þegar ég gáði þá útskrifar Háskóli Íslands lækna. Ég hefði nú einmitt haldið að þetta ætti að vera eitt af því heitasta fyrir lækna að uppgvöta og uppræta.
En hvernig eiga þeir af vita af því ef við fáum ekki að tala um það og fræðast um það?
Af því að typpi eru ekki með endó?
🖕Og elsku besta sjálfsfróunin.
Sjálfsfróun er ein nánasta upplifun sem flestir eiga með sjálfum sér. Þeir uppgötva kynfærin sín og unað sinn oftast í sjálfsfróun. Fólk notar sjálfsfróun á ólíkan hátt og er hún eitt af því sem flest allt mannfólk gerir á lífsleiðinni og fylgir okkur á öllum æviskeiðum.
Algengustu spurningarnar sem ég fæ í kynfræðslu frá píkunum er hvort kynlíf sé vont, afhverju það sé svona vont að fá hann inn, afhverju kemst hann ekki inn, hvort þær muni rifna og hvort píkan sé of flókin til að fá fullnægingu.
🖕Staðreynd málsins er sú að við tölum ekki nóg um píkur og unað þeirra. Það er útaf margra alda langri þöggun og boðum og bönnum um píkuna og hvernig hennar kynlíf á að vera. (Vísbending, hún þarf alltaf eitthvað inn í sig, annars er hún bara barnaleg. Takk Freud)
Hún hefur ekki fyrr en nú fengið frelsi til að vera og njóta. Til að gera kröfur um unað og að fá að eiga sig sjálf á sínum eigin forsendum.
🖕Ef þú heldur að píkan of sýnileg eða að vígið sé unnið og píkan sé á allra vörum, pældu þá í veggjakroti. Hefuru einhver tíma sé píku krotaða á vegg?
Nei hélt ekki.
🖕Einu sinni var sagt við mig að það væri svo flókið, það er auðveldara að teikna typpi.
Ha?
Stór svigi – minni svigi – punktur efst – minni svigi – Stór svigi
Málið er dautt.
🖕Það er enn fjölmargt sem við ekki vitum um píkuna og það að nudda snípinn og fantasera og vilja vera meira en rúnkmuffa eru byltingarkenndar hugmyndir.
🖕Píkur mega fá pláss. Þær mega fá umræðu og rými🖕
Og seinast þegar ég gáði þá voru láglaunakonur, eins og svo margar aðrar konur, óháð menntun og tekjum, með píkur. Þær eru meira en láglaunakonur. Þær eru konur sem kannski verða óléttar og langar það ekki, og langar kannski að fá fullnægingu og njóta sín í kynlífi og fá að gleyma því eitt andskotans andartak að þær séu láglaunakonur.“

Ein athugasemd við “Píkudýrkun hér og þar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.