Ekki fóðra tröllið…

tröllafóðurLangar þig til að ræða fóstureyðingar?

-Nei.

Þetta minnir mig á samkvæmi sem ég fór í í fyrra. Ég var að spjalla við nokkrar vinkonur mínar og einhver sagði eitthvað sem óbeint gaf í skyn að karlremba væri til. Einhver ómerkileg frásögn af grundvallarstaðreyndum daglegs lífs flestra kvenna. Eitthvað svo smávægilegt, svo óumdeilt, svo hversdagslegt að ég man ekki einu sinni hvað þetta var.

Skyndilega gellur í karlmanni sem stóð við útjaðar þessa samræðuhóps okkar: „Ég held reyndar að núorðið sé mismunun meiri gagnvart körlum en konum.“

Þögn sló á hópinn.

Ég leit á hann og sá þetta óþolandi drýgindaglott á honum sem sýndi hvað hann naut þessa augnabliks svo vel, vænti þess að við eyddum tíma okkar og orku í að andmæla þessari fáránlegu fullyrðingu hans.

Málsvari myrkrahöfðingjans var meðal vor.

Í huganum sá ég fyrir mér næsta stundarfjórðunginn og gott betur: Röð staðreynda og talna í fánýtri viðleitni að verja okkur, kyn okkar, og til að sanna að kvenhatur sé staðreynd. Lipra og meinlega afneitun drullusokks sem fær fullnægingu af gremju okkar og vanlíðan. Fáviskuflóð sem tæki allt kvöldið að afbyggja. Þetta var dapurlegt og yfirþyrmandi. Ég þoldi ekki svona aðstæður. Ég varð að kæfa þær strax.

Og þess vegna leit ég í augu hans og sagði. „Allt í lagi“, yppti öxlum og gekk burt.

Ég hef aldrei sagt neitt eins niðurbrjótandi. Þegar ég gekk burt, sá ég hvernig hróðuga glottið hvarf og við tók óvissa og kvíði. Hinar í hópnum sneru baki í hann og héldu áfram spjallinu eins og hann hefði ekkert sagt -eins og hann væri ósýnilegur. Hann starði enn á mig þegar ég gekk að annarri vinkonu minni og sagði henni hvað hann hefði sagt. Ég benti henni á hann og leit fast í augu hans meðan við hlógum báðar.

Í stuttu máli: Ekki fóðra tröllið. Láttu það farast, kalt og svangt, í eyðimörk tómlætisins. Það er veikburða. Þú ert sterk. Lifðu eins og þér þykir best.

Kiwianaroha

Sagan er fengin héðan:

Þetta er Tumblr-síðan hennar.

2 athugasemdir við “Ekki fóðra tröllið…

  1. Án umræða er ekki hægt að leiðrétta vandann .

    Þegar konur geta ekki litið í eigin barm og hitt karlmenn á jafningja grundvelli útaf því að það hentar ekki málstað lítils hóps fólks sem er í valdabaráttu og þjóðfélags niðurrif og rangfærslum sem eru bara til þess að setja fleyg milli kynjanna með hræðilegum afleiðingum

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.