Leiðrétting á legmálum!

Til hamingju íslenskar konur! Frá og með 1. september næstkomandi munu tíðavörur og getnaðarvarnir aðeins bera 11% virðisaukaskatt í staðinn fyrir 24% eins og hefur verið. Allar getnaðarvarnir, fyrir utan smokkinn, hafa áður verið skattlagðar í hærra virðisaukaskattsþrepinu. Tíðavörur hafa verið skattlagðar á sama hátt. Þess má geta að breytingin mun einnig ná yfir fjölnota tíðavörur svo sem tíðabikara, tíðanærbuxur, taubindi og aðrar vörur sem gætu komið fram seinna.

Þetta er ekki sjálfgefin leiðrétting heldur hefur það tekið bæði tíma og eftirfylgni. En góðir hlutir gerast yfirleitt ekki af sjálfu sér. Á bakvið þá er fólk sem berst fyrir réttindum okkar. Þó að breytingin á lagabókstafnum sé lítil, er aðdragandinn langur. Róbert Marshall var fyrsti flutningsmaður frumvarps um lækkun á VSK á tíðavörum á þinginu 2015/2016 en það komst aldrei til umræðu. Oktavía Hrund Jónsdóttir var síðan fyrsti flutningsmaður annars frumvarps þess efnis á þinginu 2016/2017 sem aldrei komst til umræðu. Í þeirri útgáfu var lækkun á VSK á getnaðarvörnum einnig sett inn. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir endurflutti það síðan á þinginu 2017/2018. Það frumvarp komst heldur ekki til umræðu. Þórhildur Sunna setti það enn fram á þessu þingi og hefur það loksins hlotið brautargengi og hefur verið sent hæstvirtri ríkisstjórn sem lög frá Alþingi. Frumvarpið var samþykkt með 43 atkvæðum, en 9 þingmenn sátu hjá. Fjörutíu og tveimur mánuðum eftir að fyrsta frumvarpið var lagt fram.

Ég hvet konur, líkt og Þórhildur Sunna gerði við atkvæðagreiðsluna nú í kvöld, til þess að fylgjast með verðinu á þeim getnaðarvörnum og tíðavörum sem þær nota núna og sjá hvort að virðisaukaskatts lækkunin skili sér ekki örugglega út í verðlagið. Við höfum borgað nógu mikið nógu lengi og íslenskar konur verðskulda það að þessi leiðrétting skili sér í veskið.

Að lokum tel ég að blása þurfi til veisluhalda laugardaginn 1. september, þegar lögin taka gildi. Því þessu skrefi ber að fagna!

Sandra Kristín Jónasdóttir,
Fráfarandi formaður Femínistafélags Háskóla Íslands

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.