Bréf til vændiskaupanda

Knúzinu barst bréf til birtingar frá konu sem óskar nafnleyndar.

Vændiskaupandi,

Ég hata þig mannleysa ef mann skyldi kalla.
Þú ert búinn að eyðileggja líf mitt.
Það er þér að kenna að ég treysti ekki mönnum og mun líklegast aldrei eignast mann.
Mig langar ekki að drepa þig heldur vil ég sjá þig þjást og jafnvel fara í fangelsi, þá kannski upplifurðu 1% af þjáningum mínum.
Ég hata augnráðið þitt og augun þín og að þú virkilega trúir að ég vilji vera með þér.
Þú ert að nauðga mér ógeðið þitt.
Ég vildi óska að þú værir stóra táin mín svo ég gæti sparkað í veggi og húsgögn þegar ég finn til reiði gagnvart þér.
Hér með ætla ég ekki að gefa þér leyfi til að eyðileggja líf mitt meira, nógu erfitt verður að vinna út úr því að hafa kynnst þér og lofað þér að misþyrma mér í nokkur ár.
Ég hata þig.
Ég hef aldrei elskað þig ef þú mögulega skyldir halda það.
Það sem þú hefur verið að gera mér er hræðilegt og að þú skyldir hafa haldið áfram ár eftir ár er sjúkt.
Þú ert nauðgari.

Ekki hamingjusama hóran.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.