Þau sem stíga fram og segja frá kynferðisofbeldi verða fyrir skömmun

Þolendur sem segja sögu sína og gefa upp nafn sitt eru óneitanlega hugrakkir –  en það er þeirra að ákveða hvað þeir gera

 

Í raun ætti ekki forsmánun fylgja því að vera að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Þolendur ættu að geta stigið fram og sagt frá reynslu sinni án ótta við niðurlægingu, skömm eða áreiti. Fréttamenn ættu að geta prentað nöfnin og vera vissir um að þeim væri óhætt.

En heimur okkar er ekki svo góður, það er langt í frá. Ef við viljum gera þeim, sem orðið hafa fyrir nauðgun, kleyft að segja sögu sína í fjölmiðlum, verðum við að standa vörð um nafnleynd þeirra.

Þær raddir hafa heyrst í umræðum um nauðganir, fréttaflutning og ábyrgð, að einungis ætti að flytja fregnir þegar þolandi sættist á að láta birta nafn sitt. Að hugmyndin um að kynferðisofbeldi væri skammarlegt fyrir þolandann, bæri keim af föðurveldi og afturhaldi. Og ef eitthvað hreinsar þolandann af fordæmingu, sem einmitt helst nafnleyndin ylli, væri það afhjúpunin.

Það er þó ekki nafnleynd sem veldur forsmánun, heldur hugsunarhátturinn sem samþykkir eða umber nauðganir. Megintilgangur nafnleyndar þolenda er ekki til að forða þeim frá skömm, heldur skýlir nafnleyndin þeim fyrir raunverulegum og oft hræðilegum afleiðingum þess að stíga fram.

Fólk sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi verður oft skotskífur ferlegra þolendaskamma, mannorð þess atað út og það áreitt á alla lund. Hefur slíkt jafnvel gengið svo langt að þau sem fyrir árásunum urðu, hafa fyrirfarið sér.
Þó er ekki þar með sagt að við hverjum þeim, sem stígur fram og segir frá, blasi við ævilöng pína, en sú ákvörðun getur aðeins sú eða sá tekið, sem fyrir ofbeldinu varð: Þolandinn.

 

Textabrotið er þýtt og unnið upp úr þessari grein í Guardian.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.