Við og þau

Ég svaf mjög vel í nótt.

Ég svaf heima hjá mér, með 2 ára dóttur mína uppí hjá mér. Um 5 leytið hrökk ég upp, en knúsaði hana og hélt áfram að sofa. Í morgun vaknaði ég við þær fréttir að lítilli fjölskyldu hefði verið vísað úr landi. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég vakna við svona fréttir, og alltaf stingur það. En í þetta skipti stakk það enn meira. Ungt par á mínum aldri, með 2 ára barn og annað á leiðinni kom til Íslands í leit að frelsi og öryggi.

Lögreglan mætti  fyrirvaralaust.  Ætlunin var handtaka þau og senda þau úr landi.  Eðlilega veldur það kvíða, og bregst þar líkami konunnar við, enda er hún komin næstum 9 mánuði á leið. Það byrjar að blæða mikið úr nefi hennar og verkir gera vart við sig. Þegar lögreglan samþykkir að konan fái að fara á spítala taka þeir þó skýrt fram að þeir komi aftur um nóttina klukkan 5 til að skutla þeim í flug burt úr landi.

En þeir fóru aldrei.

Fyrir utan gluggann blikkuðu bláu ljósin meðan konan var skoðuð.

Skoðunin gekk ekki betur en svo að ljósmæður á mæðradeild töldu hana ekki hæfa til að fljúga, hvað þá langa vegalengd. Hún fékk vottorð um hvað amaði að henni og átti að koma aftur daginn eftir.

En læknisvottorð skipta engu máli fyrir lögregluna. Þau sem ráða fengu ‘‘trúnaðarlækni‘‘ Útlendingastofnunar sem konan hafði aldrei hitt, til að gefa út vottorð um að hún sé fær um að fljúga.

Albanskakonan2Fjölskyldunni var því komið í flug, og hún send úr landi. Þrátt fyrir mótmæli sérfræðinga.

Læknir, sem aldrei hafði hitt konuna fær að stofna líkama hennar og barni í hættu af því að það lá svo á að koma þeim úr landi.

Ljóst er að auknar líkur hefðu verið á að hún fengi að dveljast á landinu ef barnið hefði fæðst hér. Lá svona á að losna við þau úr landi til að þau yrðu ekki á „okkar ábyrgð“ ?

Er það þess virði að leggja á hana langar flugferðir og áhættunni sem því fylgir?

Eitt af því sem við getum stært okkur af í heilbrigðisþjónustu okkar og jafnréttismálum að mæðravernd og ungbarnavernd er einstaklega góð hér. Og hún er tilvonandi og nýbökuðum mæðrum þeim að kostnaðarlausu. Við menntum ljósmæður okkar mjög vel, og börðumst öll með þeim fyrir betri kjörum. Samt ákveðum við að treysta þeim ekki í svona stórri ákvörðun?

Afhverju?

Afþví að þetta er pólitísk ákvörðun!

Til eru þau sem fullyrða að albanskar konur komi hingað sérstaklega fyrir mæðravernd og læknisumönnun fyrir börnin sín. Engar sannanir eru fyrir því. En ég sé það samt þannig að ef kona þarf að ferðast langar leiðir til að fá mannsæmandi umönnun fyrir börnin sín, þá er eitthvað mikið að. Þetta myndum við gera fyrir börnin okkar. Og við myndum ekki líða að svona væri farið með Íslendinga í öðrum löndum.

Á rétti þessarar konu var brotið. Hennar heilsa og hennar afkvæmi var sett í annað sæti á eftir pólítík, af þeirri einu ástæðu að hún er ekki fædd á Íslandi og yfirvöld óttuðust að barnið hennar myndi fæðast hérna.

Anna Lind Vignisdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.