Þetta eru chílesku konurnar sem komu El violador en tú camino af stað!
Þær eru fjórar þrjátíu og eins árs konur frá Valparaíso, Dafne Valdés, Paula Cometa, Sibila Sotomayor og Lea Cáceres, sem komu á legg samtökunum Latesis. Völdu þær þetta nafn vegna þess að forsenda samtakanna er að nota femínískar kenningar og setja þær upp, þ.e. sviðsetja þær, til að koma skilaboðunum áleiðis.
Textinn er sniðin eftir rannsókn sem þær gerðu um nauðganir í chílesku samfélagi. Það átti að setja gjörninginn á svið í október en honum var frestað vegna átakanna í landinu.
„Margar konur sem mótmæltu og voru handteknar vörpuðu ljósi á það hvernig lögga og ríki haga sér gagnvart mótmælendum, og nota kynferðisofbeldi til að útbreiða hræðslu, svo konur tjái sig ekki og nýti ekki rétt sinn til að mótmæla“.
Í einu erindinu eru notaðar línur úr einkennislagi lögreglunnar í Chile, en skv. fjórkvenningunum er það alveg út úr kú að segja að chíleska löggan verndi konur, og þess vegna er vísað í sálminn, til að sýna fram á andstæðuna, kalla fram kaldhæðnina. Hér er verið að tala um fimmta erindið, en í íslensku útgáfunni er vísað í Sofðu unga ástin mín.
Samkvæmt upplýsingum frá Human Rights Watch, var kært 422 sinnum á meðan mótmælunum stóð, og var 71 kæra vegna kynferðisbrota.
„Í mótmælunum getur manneskja átt í hættu að vera pínd, afklædd eða nauðgað“.
Af nýlegum dæmum má nefna morð á ungri konu, Danielu Carrasco, sem fannst látin eftir að lögreglan handtók hana. Einnig má minnast blaðaljósmyndarans Albertina Martínez Burgos í Santiago, sem hafði fjallað um mótmæli og kúgun síðustu mánuði.
Rannsókn Latesis leiddi í ljós að í Chile hljóta aðeins 8% kæra fyrir kynferðisofbeldi dóm, og þess vegna fá dómarar að heyra það.
„Dómsferlið virkar ekki, refsivaldið er vanhæft til að framkvæma og beita aðgerðum til að takast á við tilkynningar og dauðsföll af völdum lögreglu og hers“, þess vegna er „feðraveldið dómari sem dæmir okkur fyrir fæðingu“, eins og segir í upphafi lagsins.
Gagnrýnin nær einnig til forseta Chile, Sebastián Piñera, sem í frambjóðandatíð sinni lét frá sér karlrembuumæli um nauðgun. En það var ekki í eina skiptið sem valdhafinn varð uppvís að því. Árið 2013, á sínu fyrsta kjörtímabili, talaði hann um ellefu ára stúlku sem hafði verið nauðgað og orðið ólétt. Þrátt fyrir að ein af ástæðunum fyrir því að leyfi sé gefið til að rjúfa meðgöngu sé nauðgun í landinum fagnaði forsetinn því að stelpan skyldi ákveða að nýta sér ekki rétt sinn og sagði að ákvörðunin sýndi mikla „dýpt og þroska“.
Vegna þess hve hratt myndbandið breiddist út á samfélagsmiðlum ákváðu fjórkvenningarnir að ákalla fleiri konur til að taka þátt, hvort sem það væri í Chile eða öðrum löndum, þ. 29. Nóvember.
„Við viljum að atburðurinn sé aðlagaður að hverjum stað fyrir sig, hvort sem það er í klæðnaði eða texta“.
Samtökin Latesis voru sett á laggirnar fyrir einu og hálfu ári síðan gagngert með því takmarki að útbreiða femínískar kenningar með sjónar- og heyrnarspili. Eitt af þeirra fyrstu verkum var byggt á bókinni Calibán and the witch , eftir ítalska rithöfundinn Silviu Federici. „Við vonumst til að margar konur leggi hönd á plóg við að útbreiða femínískar kenningar“.
Nauðgari á þinni leið
„Feðraveldið er dómari, (STIGIÐ FRAM OG TIL BAKA MEÐ MIKILLI SVEIFLU)
sem dæmir okkur fyrir fæðingu,
og refsing okkar
er ofbeldið sem þú ekki sérð.
„Feðraveldið er dómari, (STIGIÐ FRAM OG TIL BAKA MEÐ MIKILLI SVEIFLU)
sem dæmir okkur fyrir fæðingu,
og refsing okkar
er ofbeldið sem þú nú sérð.
Það er kvennamorð, (HNÉBEYGJUR Á MILLI LÍNA)
frelsi morðingja,
hvarf saklausra
og nauðganir.
En sökin er ekki mín eða hvar ég var stödd eða hvernig ég var klædd. (Rúmba)
En sökin er ekki mín eða hvar ég var stödd eða hvernig ég var klædd.
En sökin er ekki mín eða hvar ég var stödd eða hvernig ég var klædd.
En sökin er ekki mín eða hvar ég var stödd eða hvernig ég var klædd.
Því nauðgarinn ert þú (BENT BEINT ÁFRAM)
Því nauðgarinn ert þú
Það eru löggur, (BENT Á MISMUNANDI STAÐI Í NÁGRENNINU)
dómarar,
sýslumaður
og ráðherrann!
Kúgandi ríkisvald er karlrembunauðgari. (Með hnefa á lofti)
Kúgandi ríkisvald er karlrembunauðgari. (Með hnefa á lofti)
Nauðgarinn ert þú
Nauðgarinn ert þú
Sofðu unga ástin mín, (HÖND VIÐ MUNN)
ekki hafa áhyggjur af siðleysi,
við tökum órétti gröf
og kærum þetta ofbeldi.
Nauðgarinn ert þú (BENT ÁFRAM)
Nauðgarinn ert þú
Nauðgarinn ert þú
Nauðgarinn ert þú!
Katrín Harðardóttir þýddi: