Konur eru aldrei mátulegar…

Endur fyrir löngu í söngkeppninni American Idol (Stjörnuleit) sagði Simon Cowell dómari við unga stúlku sem reyndi fyrir sér í undankeppninni að hún gæti orðið frábær söngkona ef hún léttist um 20 kíló. Fyrir vikið komst hún ekki áfram. Hún var ekki mátulega vaxin fyrir Stjörnuleitina.

Holdafar kvenna hefur alltaf verið vinsælt umræðuefni á Smartlandinu. Þar og víðar stíga konur fram og tengja hamingjuna óspart við fækkun kílóa. Og þar var veifað ummælum Karls Lagerfeld um Adele árið 2012 sem taldi hana of feita. Um þau ummæli og fleiri holdafarsgreinar Smartlands var þá fjallað í þessari knúzgrein.

adelegronn2

Nú er öldin önnur. Adele hefur að sögn Smartlands lést um 19 kíló og þykir of grönn. Það eina sem vantar í þessa umfjöllun er æskilegur þungi söngkonunnar til að allir verði ánægðir. Fáum sögum fer af viðhorfi Adele en vitað er að röddin hefur öll þessi ár verið frábær. En auðvitað er þetta gamla klisjan um að konur verði að vera augnayndi. Aðallega fyrir karla.

Konur eru aldrei mátulegar. Um það vitna klisjur sem á þeim dynja sýknt og heilagt, frá fólki sem telur sig vilja vel og mega hafa skoðun á holdafari annarra. Hér eru nokkur dæmi:

„Þú værir svo miklu sætari ef þú legðir af“,

„Þú ert nú svo sæt, það er allt í lagi þó þú sért dálítið feit“

„Vá ertu ekki að brotna í sundur“
„Ég þori ekki að snerta þig, gætir brotnað“
„Ojj ég sé beinin þín““Hæ horrengla“
„Kemur anorexíusjúklingurinn“

Það færi þér nú betur að vera með eitthvað hold framan í þér… eða eitthvað til að klípa í.

Konur á þínum aldri eiga ekki að vera svona mjóar.

Þú ert að detta í sundur. Þú ert að verða eins og herðatré.

„Ertu alveg að hverfa?“

„Færðu ekkert að borða heima hjá þér?“

„Uss, þú þarft bara að loka munninum og hætta að borða.“

„Þú máttir nú alveg við því að grennast.“

„Ef þú myndir létta þig, værirðu örugglega ekki einhleyp.“

„Ertu ekkert að æfa? Þú getur ekki verið ánægð með þig eins og þú ert núna.“

„Þetta er fitandi og óhollt.“

„Er þetta nógu stórt á þig?“

„Þú ert ekkert feit, bara curvy.“

„Stærri nærbuxur! Þú verður að vera duglegri á brettinu.“

Í fataverslun: „Ég er ekki viss um að við eigum þetta í þinni stærð.“

„Ég þekki konu sem léttist um 30 kíló á ketó. Hefur þér dottið í hug að prófa það?“

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.