Baulað á brautryðjanda

Árið 1992 reif Sinead O’Connor mynd af páfanum í beinni útsendingu í sjónvarpi til að mótmæla útbreiddu kynferðisofbeldi á börnum sem kaþólska kirkjan kappkostaði að leyna. Hún fékk bágt fyrir þetta tiltæki og þekktir karlar hótuðu henni barsmíðum og flengingu.

Hún var 26 ára.

Tíu dögum síðar var hún bókuð á tónleika í Madison Square Garden en þar átti að heiðra Bob Dylan. Þegar hún var kynnt á svið og kom að hljóðnemanum byrjuðu áheyrendur að baula á hana og voru frekar samtaka um það. Hún lýsti því síðar hvað ómurinn hefði verið hræðilegur og að henni hefði orðið óglatt. Skipuleggjendur tónlekanna fólu Kris Kristofferson, sem hafði kynnt hana á svið, að fjarlægja hana. En þess í stað gekk hann fram, tók utan um hana, spurði hvernig henni liði og fór ekki fyrr en hún var tilbúin að syngja. Hún átti að syngja Dylan-lag en fór þess í stað með lag Bob Marley „War“ og breytti textanum að hluta svo hann fjallaði um ofbeldi á börnum.

Þegar hún kom af sviðinu knúsaði Kris hana og kyssti á kinn. Í meðfylgjandi myndbandi sést að hún kastar upp.

Þetta er hollt að rifja upp. Það hefur aldrei verið auðvelt að ríða á vaðið og vera fyrst til að segja frá. Við megum ekki gleyma þeim sem ruddu brautina og hvernig þeim var tekið. Það var fólkið sem fékk skömmina, aðkastið og áreitið. Það var á stundum útilokað og jafnvel beitt ofbeldi og útskúfun. En þetta fólk hafði kjark og þor og verðskuldar lof fyrir. Munum líka að ekki eru liðin 30 ár frá þessu atviki.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.