Er 13% réttlæti nóg? – Níu konur kæra íslenska ríkið

Hvað?

13 kvenna- og jafnréttissamtök á Íslandi bjóða fjölmiðlum til fundar. Efni fundarins eru kærur níu íslenskra kvenna til Mannréttindadómstóls Evrópu og kröfur kvennahreyfingarinnar um úrbætur í réttarkerfinu fyrir brotaþola kynbundins ofbeldis.

Hvar?

Kassinn í Þjóðleikhúsinu, Lindargata 7, 101 Reykjavík.

Hvenær?

Mánudagur, 8. mars kl. 10:15-11:00

Af hverju?

Tölur gefa til kynna að milli 70-85% mála þar sem konur tilkynna ofbeldi til lögreglu séu felld niður á leið sinni gegnum réttarkerfið áður en þau komast í dómsal. Sjá nánar í myndbandi sem kvennahreyfingin gaf út fyrir helgi. Með öðrum orðum þá fá konur sárasjaldan áheyrn dómara og uppskera lítið réttlæti af því að leita til réttarkerfisins með mál sín. Níu konur hafa ákveðið að láta ekki þar við sitja og hafa kært niðurstöðu íslenska ríkisins um að fella niður mál þeirra til Mannréttindadómstóls Evrópu.

Við undirbúning kæranna til MDE komu í ljós fjölmargar og alvarlegar brotalamir í meðferð málanna sem varða t.d. rannsókn lögreglu, mat á sönnunargögnum og túlkun á vilja löggjafans. Verða þessar brotalamir kynntar ítarlega á fundinum í dag.

Dagskrá:

·         Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta: Niðurfellingar ofbeldismála í réttarkerfinu á Íslandi

·         María Árnadóttir, ein kærenda til Mannréttindadómstóls Evrópu: Upplifunin af því þegar réttarkerfið bregst

·         Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður á Rétti: Kærur kvennanna níu til Mannréttindadómstóls Evrópu – einkenni, rökstuðningur og brotalamir

·         Kvennahreyfingin á Íslandi: Kröfur okkur til stjórnavalda á Íslandi

Hvaða samtök taka þátt?

Aflið, Druslugangan, Femínistafélag Háskóla Íslands, Flóra, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennaathvarfið, Kvennahreyfing ÖBÍ, Kvennaráðgjöfin Kvenréttindafélag Íslands, Rótin, Stígamót, W.O.M.E.N. og UN Women.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.