Þegar samþykki föður skiptir meira máli en samþykki móður

Þegar barn fæðist á Íslandi og viðurkenndur faðir þess er viðstaddur, er barnið sjálfkrafa kennt við nafn föður. Vilji móðir hins vegar að barnið sé kennt við hana eða að hennar nafn sé notað ásamt nafni föður þarf hún að fá sérstakt samþykki frá föður og verða þau bæði að breyta skráningunni í sitthvoru lagi hjá Þjóðskrá.

Þetta gerist aftur á móti ekki ef faðirinn neitar að skila inn umsókn um breytingu eða vill einfaldlega ekki að barnið sé kennt við móður ásamt honum eða í hans stað.

Þegar börn fæðast eru þau jafnt börn mæðra sinna og þau eru börn feðra sinna. Af hverju gildir þá ekki jafn réttur á að kenna barn við foreldri? Af hverju er það ekki kennt við báða foreldra? Af hverju er það ekki kennt við móður strax við fæðingu? Það vita allir að hún lagði á sig heljarinnar vinnu við að koma barninu í heiminn, með eða án hjálpar föður.

Samkvæmt Þjóðskrá er ekkert sem móðir getur gert til þess að barn verði kennt við hana, nema að fá leyfi frá föður. Ekki einu sinni þó haft sé samband við Þjóðskrá um leið og barnið er komið með kennitölu.

Það hins vegar gildir ekki í hina áttina.

Móðir getur ekki verið á móti því að barnið sé kennt við föður líkt og faðir getur verið á móti því að barn sé kennt við móður. Samþykki föður samkvæmt reglum Þjóðskrár vegur meira en samþykki móður. Hann getur mótmælt og það tekið gilt, en hún ekki.

Árið er 2021 og foreldrar þurfa ekki að sammælast um feðrun eða mæðrun barns. Foreldrar fá ekki blað í hendurnar til þess að skrá barnið sitt í fyrsta skipti í sameiningu. Það þarf ekki að flækja þetta neitt – hafa þetta bara einfalt. Látum kerfið um að sjá um þetta sjálfkrafa og leyfum feðraveldinu að ráða. Ekki satt?

Mæðurnar ganga með barnið, fæða það, og eru svo bara strokaðar út.

Höfundur óskar nafnleyndar

Ein athugasemd við “Þegar samþykki föður skiptir meira máli en samþykki móður

  1. Þetta er reyndar rangt. Ég á barn sem kennt er við móður sína, þó var ég bæði viðstaddur fæðingu og höfum verið í sambúð alveg frá því barnið fæddist. Frá þeim degi sem barnið fæddist hefur það alltaf verið kennt við móður sína, kerfið hefur ekki spurt mig eins eða neins, síðar spurðum við barnið um vilja þess og niðurstaðan var að það vildi hafa þetta óbreytt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.