Umræður varðandi KSÍ málið hafa eflaust ekki farið fram hjá þér. Óhjákvæmilega hafa skapast
umræður um málið en nú er staðan sú að menn innan raða dómskerfisins hafa sumir ítrekað tekið
afstöðu gegn þolendum.
Fyrst ber að nefna Sigurð Guðna Guðjónsson. Sigurður er ekki bara hæstaréttarlögmaður heldur
gegnir hann einnig starfi forseta dómstóla KSÍ þar sem hann starfar við hlið Harðar Felix Harðarsonar
sem er lögfræðingur Kolbeins Sigþórssonar.
Í gær birti hann opna stöðufærslu á Facebook þar sem hann tekur skýra afstöðu gegn þolanda og
dregur upp gamlar Twitter færslur frá henni sem eru málinu óviðkomandi. Einnig birtir hann myndir af
gögnum sem eiga að vera læst í málaskrá.
Við spyrjum því: Hvaðan fékk hann þessi gögn og varðar það ekki við lög að birta þau opinberlega?
Færsluna má finna hér:
Fjölmargir hafa „líkað við“ færsluna hans Sigurðar og það sem vekur helst athygli okkar er hversu
margir þeirra starfa innan dómsmálakerfisins. Skjáskot af nokkrum þeirra má sjá hér:

Þarna á meðal má sjá Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara. Þetta er ekki afmarkað tilfelli í
nethegðun Helga Magnúsar því hann hefur ítrekað, í gegnum árin, sýnt fram á kvenfyrirlitningu,
innflytjendaandúð og óþolendavæna afstöðu með netspori sínu.
Hér má sjá skjáskot af ummælum þar sem Þórhildur Gyða og Stígamót eru sökuð um fjárkúgun. Á
næstu mynd sést svo hverjum „líkaði“ ummælin. Helgi Magnús er á meðal þeirra einstaklinga.


Vefmiðillinn Fréttin.is birti gamlar Twitter færslur um Þórhildi Gyðu og hennar aðkomu að KSÍ málinu.
Þar sást skýrt að færslan var skrifuð í óþökk þolanda. Sjá mátti á Facebook síðu Fréttin.is að
vararíkissaksóknari „líkaði við“ þá færslu eins og sjá má á næsta sjáskoti.


Þarna sést hversu skýrt vararíkissaksóknari hlýtur að teljast vanhæfur til að sinna starfi sínu. Hann
tekur beina afstöðu gegn þolanda í póstum þar sem vegið er að æru hennar og brotið er á hennar
persónuvernd. Þegar hann hefur „líkað“ við þrjár færslur sem allar hafa sama tilganginn, að
niðurlægja, þolendaskamma og draga undan trúverðugleika þolanda. Hér er því ekki hægt að sjá
stuðning við tjáningarfrelsi, líkt og Helgi bar fyrir sig, heldur skýra afstöðu gegn þolanda.
Sjá frétt:
Helgi er ekki bara gerendameðvirkur og þolendaóvænn, hann hefur einnig látið í sér heyra varðandi
málefni innflytjenda og þungunarrof kvenna. Hér má sjá tvær fréttir þessu tengdar:
Því má ekki gleyma að Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur embættis lögreglustjórans á
Suðurnesjum, sendi athugasemdir til ríkissaksóknara vegna ummæla Helga. Var það ekki í fyrsta
skipti sem hún hefur þurft að gera slíkt.
Miðað við skoðanir þessara manna sem nefndir hafa verið í yfirlýsingu okkar er alls ekki skrýtið að
þolendur veigri sér við að stíga fram, kæra eða fara með mál sín í gegnum dómstóla. Ef þetta er fólkið
sem á að hjálpa okkur í dómskerfinu, hverjum eiga þá þolendur að treysta?
Öfgar skora á þig, Áslaug Arna, að skoða þessi mál ofan í kjölinn og taka skýra afstöðu með
þolendum. Við biðjum þig að taka skrefið við að byggja þolendavænna réttarkerfi. Slíkt verður ekki gert
með aðila eins og Helga Magnús sem vararíkissaksóknara.
Boltinn er hjá þér, Áslaug.
Aðgerðahópurinn Öfgar
Hjarta mitt brotnaði við færslu Sigurðar Guðna í dag. Það var stigið skref, gengið yfir mörk, grímulaust kvenhatur afhjúpað.