Viðhorf til vændis/kynlífsvinnu?

RÚV birti á dögunum þessa frétt sem hér er vitnað í:

„Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðar á næstunni hvort frönsk lög, sem banna kynlífsvinnu, standist mannréttindasáttmála Evrópu. Úrskurðurinn gæti haft áhrif á Íslandi og víðar.

Á þriðja hundrað starfsmanna í kynlífsiðnaði og nítján frönsk samtök komu málinu til Mannréttindadómstólsins. Þau freista þess að fá bann við kynlífsvinnu, sem sett var í Frakklandi árið 2016, fellt úr gildi.

Lögin eru að sænskri fyrirmynd, þar sem kaup á vændi er gert refsivert en ekki salan. Sams konar lög voru sett á Íslandi árið 2009 og hafa einnig verið tekin upp í Noregi, Kanda, Írlandi og Ísrael.

Lögin eiga að senda þau skilaboð að vændi sé birtingarmynd kynferðisofbeldis, eins og segir í greinargerð með íslensku lögunum. Það sé oftast til komið vegna neyðar og að dæmi væru um það að konur hér á landi hefðu verið neyddar til vændis. „Bann við kaupum á vændi sendir jafnframt þau skilaboð í samfélagið að það sé litið alvarlegum augum að kaupa sér aðgang að líkama fólks og að ekki sé ásættanlegt á Íslandi að nýta sér neyð annarra í kynferðislegum tilgangi.“

Myndin sýnir færanlegt vændishús í grennd við Köln. Hún er fengin héðan

Eitt þeirra málefna sem talsverð umræða hefur verið um meðal femínista er lagaramminn í kringum vændi og það hvort „sænska leiðin“, eins og hún er kölluð, sé rétta leiðin. Skoðanir eru skiptar eins og vænta má en löggjafarþingið ræður för og þau sem þangað eru kosin. Því er varpað fram fjórum spurningum til stjórnmálaflokkanna og óska eftir afstöðu þeirra til eftirfarandi:

Hver er afstaða ykkar til eftirfarandi:

1. Samkvæmt núgildandi lögum (sem byggja á „sænsku leiðinni“) er sala á vændi refsilaus en kaup á vændi ólögleg og refsiverð. Teljið þið rétt að halda þessari stefnu til streitu? Ef ekki, með hvaða hætti teljið þið að eigi að breyta henni og hvers vegna?

2. Að því gefnu að núgildandi lagarammi haldist óbreyttur, með hvaða hætti væri hægt að auka vernd og öryggi þeirra sem stunda vændi og auka stuðning við þau sem vilja komast úr vændi (félagslegan, sálrænan og fjárhagslegan)?

3. Teljið þið rétt að nota hugtakið „kynlífsvinna“ í stað hugtaksins „vændi“?

4. Teljið þið að vændi eigi að vera sýnilegt og löglegt? Ef ekki, hvers vegna ekki?“

Svör verða birt í vefritinu Knuz.is þegar þau berast.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.