Kona rífur kjaft

Ég hef hitt þessa konu. Margoft.

Ég hef hitt hana í heilbrigðiskerfinu, í réttarsalnum, í skólanum, í kirkjunni í bankanum, í búðinni og heima, á öllum þeim stöðum sem einhver hefur vogað sér að koma fram við hana og dóttur hennar eins og hund.

Brjóstmálajól

Ég velti stundum fyrir mér hvort María hafi lagt Jesú á brjóst hvort hún hafi rekið upp hljóð þegar hann beit sig fastan og grátið þegar hann tók ekki geirvörtuna. Ég velti stundum fyrir mér hvort þetta séu of grófar spurningar að spyrja í kirkju fullri af karlmönnum sem standa í stólnum með enga mjólkurbletti…

Systir

Norska skáldið Gro Dahle gaf út ljóðabókina „Systir“ árið 2016. Hér er eitt af Systraljóðum Gro. Eitt verð ég að segja þér; Systur skaltu láta vera. Systir á eina, tvær, jafnvel hundruð systra, eldmúr af systrum, virkisvegg. (Þýð: Sigríður Guðmarsdóttir) Nánari upplýsingar um skáldið má finna hér. Landslagsmyndin er af norsku fjallaröðinni Sjö systrum á…

Vistfemínismi

Það var einu sinni borg í Ameríku, þar sem allt líf virtist lifa í sátt við umhverfi sitt.  Borgin var byggð inni í miðju landi og allt í kringum hana voru blómleg sveitabýli með kornakra og aldingarða á ávölum hæðum, þaðan sem drifhvít blómblöð komu svífandi eins og ský á vorin yfir akrana.  Á haustin…

Pussy Riot og pönkbænin

Dagurinn virðist ætla að ganga sinn vanagang í Dómkirkju Krists frelsara í Moskvuborg. Þessi fagra kirkja á sér mikla og pólitíska sögu. Hún var byggð á ofanverðri 19. öld og myndaði umgjörn um veldi og ríkdóm tzarsins. Kirkjan var sprengd í loft upp árið 1931 sem óþarfa lúxus í kommúnistaríki og ráðgerði Stalín í framhaldinu að byggja…