Ekki fóðra tröllið…
Langar þig til að ræða fóstureyðingar? -Nei. Þetta minnir mig á samkvæmi sem ég fór í í fyrra. Ég var að spjalla við nokkrar vinkonur mínar og einhver sagði eitthvað sem óbeint gaf í skyn að karlremba væri til. Einhver ómerkileg frásögn af grundvallarstaðreyndum daglegs lífs flestra kvenna. Eitthvað svo smávægilegt, svo óumdeilt, svo hversdagslegt…